Innlent

Samtals 21 flug fellt niður í dag

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá vinnustöðvun á Keflavíkurvelli vegna verkfallsaðgerða síðastliðinn fimmtudag.
Frá vinnustöðvun á Keflavíkurvelli vegna verkfallsaðgerða síðastliðinn fimmtudag. Vísir/GVA
Icelandair hefur fellt niður tíu flug síðdegis í dag til viðbótar við þau ellefu sem það felldi niður í gær. Þetta er vegna áframhaldandi verkfallsaðgerða flugmanna en um þrjú þúsund farþegar voru bókaðir í þessi flug.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Flugin sem felld verða niður síðdegis eru til og frá Boston (FI631/FI630) Washington (FI645/FI644) New York JFK (FI603/FI602) Toronto (FI603/FI602) og Denver (FI671/FI670).

Í tilkynningunni segir að mikið álag sé á þjónustuveri flugfélagsins og á starfsfólki á Keflavíkurflugvelli. Farþegar eru hvattir til þess að fylgjast með upplýsingum um komu- og brottfarartíma, enda geta orðið breytingar með skömmum fyrirvara. Nánari upplýsingar eru að finna á Icelandair.is.


Tengdar fréttir

Verkfall hefur áhrif á 7.000 ferðalanga

Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag.

Flugmenn í verkfall

Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni.

Ellefu flug felld niður á morgun

Icelandair hefur meðal annars fellt niður flug til Glasgow og Kaupmannahafnar vegna verkfallsaðgerða flugmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×