Innlent

FÓLKIÐ - í bænum býður nú fram í annað sinn í Garðabæ

Stefán Árni Pálsson skrifar
María Grétarsdóttir leiðir listann.
María Grétarsdóttir leiðir listann.
Framboðið FÓLKIÐ- í bænum býður nú fram í annað sinn í Garðabæ. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2010 fékk framboðið tæp 16% og var því næst stærsta stjórnmálaaflið í Garðabæ.

Fulltrúi framboðsins í bæjarstjórn er María Grétarsdóttir sem leiðir listann í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Framboðslistann skipa:

1. María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi.

2. Ingvar Arnarson, framhaldsskólakennari.

3. Sigríður Finnbjörnsdóttir, hárgreiðslumeistari.

4. Huginn Freyr Þorsteinsson, aðjúnkt og heimspekingur.

5. Kristján Guðmundsson, knattspyrnuþjálfari.

6. Jóhann Ívar Björnsson, nemi.

7. Sigurlaug Viborg, gjaldkeri og fyrrverandi bæjarfulltrúi.

8. Bjartur Máni Sigurðsson, markaðsstjóri.

9. Ólafur Karl Finsen, nemi og knattspyrnumaður.

10. Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir, MS í stjórnun & stefnumótun.

11. Kristján Gunnarsson, viðskiptafræðingur.

12. Paresh Mandloi, verkfræðingur.

13. Kristján Másson, viðskiptafræðingur.

14. Kristín Harðardóttir, fiskifræðingur.

15. Borgþór Stefánsson, viðskiptafræðingur.

16. Haukur Freyr Agnarsson, flugmaður.

17. Aðalbjörg Karlsdóttir, lyfjatæknir.

18. Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri og fyrrverandi hreppsnefndarmaður.

19. Hreiðar Ingi Ársælsson, bílstjóri.

20. Anna Guðný Andersen, MS í stjórnun & stefnumótun.

21. Magnús Karl Pétursson, atvinnurekandi.

22. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, fv. skólastjóri.

María Grétarsdóttir oddviti listans segir að nú verði hafist handa við að kynna listann og málefnaáherslur framboðsins. Hún er ánægð með hversu sterkur listinn er en áhersla hafi verið lögð á að fá fólk úr öllum áttum sem til er í að sameinast um málefni framboðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×