Rory McIlroy í sérflokki á fyrsta hring á Memorial 29. maí 2014 22:13 Það virðist fátt stöðva Rory McIlroy þessa dagana. AP/Getty Rory McIlroy fór á kostum á fyrsta hring á Memorial mótinu sem hófst í dag en Norður-Írinn ungi lék á 63 höggum eða níu höggum undir pari. Hann leiðir mótið með þremur höggum og virðist McIlroy vera í banastuði þessa dagana en hann sigraði á BMW PGA meistaramótinu sem kláraðist í síðustu viku. Þrír kylfingar koma á eftir McIlroy jafnir í öðru sæti á sex höggum undir pari en það eru þeir Chris Kirk, Paul Casey og Masters meistarinn Bubba Watson. Memorial mótið er það mót á PGA-mótaröðinni Jack Nicklaus heldur ár hvert en hann hannaði einnig hinn glæsilega Muirfield völl sem leikið er á um helgina.Phil Mickelson átti ansi áhugaverðan hring í dag en eftir 15 holur var hann á fimm höggum undir pari eftir að hafa fengið tíu pör og fimm fugla. Hann endaði hringinn þó með því að fá skolla á 16. holu og tvöfaldan skolla á síðustu tvær holurnar sem þýddi að hann datt niður á parið. Ungstirnið Jordan Spieth var með Mickelson í holli en hann hóf mótið ágætlega og lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Besti kylfingur heims, Adam Scott, hóf einnig mótið með hring upp á 69 högg sem hefði getað verið mun betri ef pútterinn hefði verið heitari hjá honum. Allt stefnir því í spennandi keppni um helgina en annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:30 á morgun. Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Rory McIlroy fór á kostum á fyrsta hring á Memorial mótinu sem hófst í dag en Norður-Írinn ungi lék á 63 höggum eða níu höggum undir pari. Hann leiðir mótið með þremur höggum og virðist McIlroy vera í banastuði þessa dagana en hann sigraði á BMW PGA meistaramótinu sem kláraðist í síðustu viku. Þrír kylfingar koma á eftir McIlroy jafnir í öðru sæti á sex höggum undir pari en það eru þeir Chris Kirk, Paul Casey og Masters meistarinn Bubba Watson. Memorial mótið er það mót á PGA-mótaröðinni Jack Nicklaus heldur ár hvert en hann hannaði einnig hinn glæsilega Muirfield völl sem leikið er á um helgina.Phil Mickelson átti ansi áhugaverðan hring í dag en eftir 15 holur var hann á fimm höggum undir pari eftir að hafa fengið tíu pör og fimm fugla. Hann endaði hringinn þó með því að fá skolla á 16. holu og tvöfaldan skolla á síðustu tvær holurnar sem þýddi að hann datt niður á parið. Ungstirnið Jordan Spieth var með Mickelson í holli en hann hóf mótið ágætlega og lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Besti kylfingur heims, Adam Scott, hóf einnig mótið með hring upp á 69 högg sem hefði getað verið mun betri ef pútterinn hefði verið heitari hjá honum. Allt stefnir því í spennandi keppni um helgina en annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:30 á morgun.
Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira