Niðurrif Fluggarða er hafið Greta Björg Egilsdóttir skrifar 29. maí 2014 14:33 Í svari Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar vegna athugasemda sem gerðar voru við nýtt deiliskipulag á Reykjavíkurflugvelli er stuðst að miklu leyti við skýrslu Björns Óla Haukssonar forstjóra Isavía sem ég hef áður ritað um. Skýrslan hefur verið harðlega gagnrýnd þar sem hún er unnin út frá algjörlega röngum forsendum sem stangast á við gildandi reglugerð um flugvelli. Í skugga hótunar um stjórnsýslukæru sendi forstjóri Isavía leiðréttingarbréf til skipulagsfulltrúa þann 23. apríl síðastliðinn þar sem minniháttar rangfærslur eru leiðréttar en ekkert er minnst á að nothæfistuðull flugvallarins í þessari skýrslu er rangur. Skýrslan gefur því algjörlega ranga mynd af raunverulegu áhættustigi fyrir sjúkraflug verði neyðarbrautinni lokað. Af þessum sökum er Reykjavíkurborg enn að skipuleggja Vatnsmýrina miðað við rangar upplýsingar frá forstjóra Isavía og því ekkert lát á vinnu við að vængstífa flugvöllinn. Í þessum skrifuðu orðum eru gröfur á vegum bílaleigunnar Hölds að spilla lóðinni þar sem að úthlutað hefur verið nærri 5000 fermetra sérafnotareit úr Fluggörðum án samráðs við hlutaðeigandi aðila að óskiptri sameign Fluggarða. En í skipulagsreglum fyrir svæðið segir „Óheimilt er stunda eða reka aðra starfsemi innan hvers reits en þá sem samræmist starfsemi í viðkomandi flokki sem skilgreindir eru í skilmálum þessum undir flokkunum „ Svæði án bygginga“ og „Svæði með byggingum/mannvirkjum”. Er flugvallarstjóra Reykjavíkurflugvallar, fyrir hönd rekstraraðila flugvallarins, heimilt að veita tímabundna undanþágu frá þessu, enda sé um að ræða starfsemi sem tengist flugrekstri eða rekstri flugvallarins, og sérstakar ástæður sem mæla með undanþágunni." Seint verða þó bílaleigur taldar til flugtengdrar starfsemi þó svo að rekstur þeirra sé flugsækin starfsemi sem á heima utan flugvallarsvæðisins eins og gerist annarsstaðar í heiminum. Vinna er nú þegar hafin eins og áður sagði við að flytja girðingu Fluggarða og reisa nýja til þess að bílaleigan Höldur fái nær 5000 fm svæði undir bílastæði. Þetta er ólíðandi þar sem formaður Rögnunefndarinnar sem ætíð er vitnað til hefur óskað eftir svigrúmi til þess að klára sína vinnu áður en pólitísk afskipti séu höfð af svæðinu þar sem flugvöllurinn er nú. Þetta verður að stöðva. Stöndum vörð um vilja kjósenda, kjósum Framsókn og flugvallarvini til að tryggja opna og faglega stjórnsýslu, xB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í svari Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar vegna athugasemda sem gerðar voru við nýtt deiliskipulag á Reykjavíkurflugvelli er stuðst að miklu leyti við skýrslu Björns Óla Haukssonar forstjóra Isavía sem ég hef áður ritað um. Skýrslan hefur verið harðlega gagnrýnd þar sem hún er unnin út frá algjörlega röngum forsendum sem stangast á við gildandi reglugerð um flugvelli. Í skugga hótunar um stjórnsýslukæru sendi forstjóri Isavía leiðréttingarbréf til skipulagsfulltrúa þann 23. apríl síðastliðinn þar sem minniháttar rangfærslur eru leiðréttar en ekkert er minnst á að nothæfistuðull flugvallarins í þessari skýrslu er rangur. Skýrslan gefur því algjörlega ranga mynd af raunverulegu áhættustigi fyrir sjúkraflug verði neyðarbrautinni lokað. Af þessum sökum er Reykjavíkurborg enn að skipuleggja Vatnsmýrina miðað við rangar upplýsingar frá forstjóra Isavía og því ekkert lát á vinnu við að vængstífa flugvöllinn. Í þessum skrifuðu orðum eru gröfur á vegum bílaleigunnar Hölds að spilla lóðinni þar sem að úthlutað hefur verið nærri 5000 fermetra sérafnotareit úr Fluggörðum án samráðs við hlutaðeigandi aðila að óskiptri sameign Fluggarða. En í skipulagsreglum fyrir svæðið segir „Óheimilt er stunda eða reka aðra starfsemi innan hvers reits en þá sem samræmist starfsemi í viðkomandi flokki sem skilgreindir eru í skilmálum þessum undir flokkunum „ Svæði án bygginga“ og „Svæði með byggingum/mannvirkjum”. Er flugvallarstjóra Reykjavíkurflugvallar, fyrir hönd rekstraraðila flugvallarins, heimilt að veita tímabundna undanþágu frá þessu, enda sé um að ræða starfsemi sem tengist flugrekstri eða rekstri flugvallarins, og sérstakar ástæður sem mæla með undanþágunni." Seint verða þó bílaleigur taldar til flugtengdrar starfsemi þó svo að rekstur þeirra sé flugsækin starfsemi sem á heima utan flugvallarsvæðisins eins og gerist annarsstaðar í heiminum. Vinna er nú þegar hafin eins og áður sagði við að flytja girðingu Fluggarða og reisa nýja til þess að bílaleigan Höldur fái nær 5000 fm svæði undir bílastæði. Þetta er ólíðandi þar sem formaður Rögnunefndarinnar sem ætíð er vitnað til hefur óskað eftir svigrúmi til þess að klára sína vinnu áður en pólitísk afskipti séu höfð af svæðinu þar sem flugvöllurinn er nú. Þetta verður að stöðva. Stöndum vörð um vilja kjósenda, kjósum Framsókn og flugvallarvini til að tryggja opna og faglega stjórnsýslu, xB.
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar