Enski boltinn

Fabianski fer til Swansea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabianski fagnar enska bikarmeistaratitlinum með Per Mertesacker.
Fabianski fagnar enska bikarmeistaratitlinum með Per Mertesacker. Vísir/Getty
Markvörðurinn Lukas Fabianski mun ganga til liðs við Swansea í sumar. Hann kemur til félagsins eftir að samningur hans við Arsenal rennur út.

Fabianski er 29 ára Pólverji sem kom til Lundúna árið 2007. Hann spilaði þó aðeins 32 leiki í ensku úrvalsdeildinni en var þó lykilmaður í bikarsigri liðsins fyrr í vetur.

Fabianski varði tvær spyrnur þegar Arsenal vann Wigan í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum keppninnar og tryggði sér þar með sæti í úrslitaleiknum.

„Aðalástæðan fyrir því að ég valdi Swansea var að fá tækifæri til að vera aðalmarkvörður liðsins og spila í hverri einustu viku,“ sagði hann í viðtali á heimasíðu Swansea.

Michel Vorm hefur verið aðalmarkvörður Swansea en hann hefur verið orðaður við Liverpool að undanförnu. Brendan Rodgers, stjóri liðsins, vill ólmur fá hann til að keppa um markvarðastöðuna við Simon Mignolet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×