Kjölfesta borgarskútunnar Friðrik Rafnsson skrifar 28. maí 2014 13:11 Mikið óskaplega var nú gaman að fylgjast með því hvernig Besti flokkurinn stimplaði sig glaðbeittur inn í borgarpólitíkina fyrir rúmum fjórum árum. Fjölbreyttur hópur hæfileikafólks á ýmsum sviðum sem fæst hafði skipt sér af stjórnmálum mætti á svæðið með lífsgleðina að vopni, hleypti upp þessu venjulega karpi gömlu flokkanna og ruglaði öllum viðmiðum með þeim afleiðingum að flokkshestar (og –hryssur), fjölmiðlafólk og stjórnmálaskýrendur urðu kjaftstopp og vissu hvorki í þennan heim né annan. Þetta var alveg gríðarlega lífgandi fyrir borgarbúa, enda vann Besti flokkurinn stórsigur sem kunnugt er með Jón Gnarr í broddi fylkingarinnar. Mögum á óvart reyndust síðan hann og hans fólk fyllilega fært um að axla þessa kannski heldur óvæntu ábyrgð, þau nálguðust þetta vandasama verk, bera höfuðábyrgð á stjórnun höfuðborgarinnar, af hógværð og einurð og skila nú fjórum árum síðar af sér betri og mannlegri borg iðandi af skapandi mann- og atvinnulífi þrátt fyrir erfiðar aðstæður í kjölfar efnahagshrunsins. Nú er að hefjast nýr kafli á þessari vegferð. Björt framtíð með blöndu af fólki af lista Besta flokksins og nýjum mannskap, býður fram krafta sína með Björn Blöndal í oddvitasætinu, og vill nú fylgja þessari stefnu eftir, halda áfram á braut vandaðrar stjórnsýslu, stefnufestu, skapandi samskipta og vinnugleði. Fjölmargir héldu að Besti flokkurinn væri bullbóla, en hann reyndist vera sú kjölfesta sem gerði Reykjavík kleift að venda og fá aftur byr í seglin. Höfuðborgin okkar siglir nú þöndum seglum í hressilegum meðbyr á vit nýs kafla í sögu borgarinnar. Með því að kjósa Bjarta framtíð tryggja Reykvíkingar að borgarskútunni verði áfram stýrt af þeirri skynsemi og metnaði sem einkennt hefur stjórn borgarinnar undanfarin fjögur ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Mikið óskaplega var nú gaman að fylgjast með því hvernig Besti flokkurinn stimplaði sig glaðbeittur inn í borgarpólitíkina fyrir rúmum fjórum árum. Fjölbreyttur hópur hæfileikafólks á ýmsum sviðum sem fæst hafði skipt sér af stjórnmálum mætti á svæðið með lífsgleðina að vopni, hleypti upp þessu venjulega karpi gömlu flokkanna og ruglaði öllum viðmiðum með þeim afleiðingum að flokkshestar (og –hryssur), fjölmiðlafólk og stjórnmálaskýrendur urðu kjaftstopp og vissu hvorki í þennan heim né annan. Þetta var alveg gríðarlega lífgandi fyrir borgarbúa, enda vann Besti flokkurinn stórsigur sem kunnugt er með Jón Gnarr í broddi fylkingarinnar. Mögum á óvart reyndust síðan hann og hans fólk fyllilega fært um að axla þessa kannski heldur óvæntu ábyrgð, þau nálguðust þetta vandasama verk, bera höfuðábyrgð á stjórnun höfuðborgarinnar, af hógværð og einurð og skila nú fjórum árum síðar af sér betri og mannlegri borg iðandi af skapandi mann- og atvinnulífi þrátt fyrir erfiðar aðstæður í kjölfar efnahagshrunsins. Nú er að hefjast nýr kafli á þessari vegferð. Björt framtíð með blöndu af fólki af lista Besta flokksins og nýjum mannskap, býður fram krafta sína með Björn Blöndal í oddvitasætinu, og vill nú fylgja þessari stefnu eftir, halda áfram á braut vandaðrar stjórnsýslu, stefnufestu, skapandi samskipta og vinnugleði. Fjölmargir héldu að Besti flokkurinn væri bullbóla, en hann reyndist vera sú kjölfesta sem gerði Reykjavík kleift að venda og fá aftur byr í seglin. Höfuðborgin okkar siglir nú þöndum seglum í hressilegum meðbyr á vit nýs kafla í sögu borgarinnar. Með því að kjósa Bjarta framtíð tryggja Reykvíkingar að borgarskútunni verði áfram stýrt af þeirri skynsemi og metnaði sem einkennt hefur stjórn borgarinnar undanfarin fjögur ár.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar