Kjölfesta borgarskútunnar Friðrik Rafnsson skrifar 28. maí 2014 13:11 Mikið óskaplega var nú gaman að fylgjast með því hvernig Besti flokkurinn stimplaði sig glaðbeittur inn í borgarpólitíkina fyrir rúmum fjórum árum. Fjölbreyttur hópur hæfileikafólks á ýmsum sviðum sem fæst hafði skipt sér af stjórnmálum mætti á svæðið með lífsgleðina að vopni, hleypti upp þessu venjulega karpi gömlu flokkanna og ruglaði öllum viðmiðum með þeim afleiðingum að flokkshestar (og –hryssur), fjölmiðlafólk og stjórnmálaskýrendur urðu kjaftstopp og vissu hvorki í þennan heim né annan. Þetta var alveg gríðarlega lífgandi fyrir borgarbúa, enda vann Besti flokkurinn stórsigur sem kunnugt er með Jón Gnarr í broddi fylkingarinnar. Mögum á óvart reyndust síðan hann og hans fólk fyllilega fært um að axla þessa kannski heldur óvæntu ábyrgð, þau nálguðust þetta vandasama verk, bera höfuðábyrgð á stjórnun höfuðborgarinnar, af hógværð og einurð og skila nú fjórum árum síðar af sér betri og mannlegri borg iðandi af skapandi mann- og atvinnulífi þrátt fyrir erfiðar aðstæður í kjölfar efnahagshrunsins. Nú er að hefjast nýr kafli á þessari vegferð. Björt framtíð með blöndu af fólki af lista Besta flokksins og nýjum mannskap, býður fram krafta sína með Björn Blöndal í oddvitasætinu, og vill nú fylgja þessari stefnu eftir, halda áfram á braut vandaðrar stjórnsýslu, stefnufestu, skapandi samskipta og vinnugleði. Fjölmargir héldu að Besti flokkurinn væri bullbóla, en hann reyndist vera sú kjölfesta sem gerði Reykjavík kleift að venda og fá aftur byr í seglin. Höfuðborgin okkar siglir nú þöndum seglum í hressilegum meðbyr á vit nýs kafla í sögu borgarinnar. Með því að kjósa Bjarta framtíð tryggja Reykvíkingar að borgarskútunni verði áfram stýrt af þeirri skynsemi og metnaði sem einkennt hefur stjórn borgarinnar undanfarin fjögur ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið óskaplega var nú gaman að fylgjast með því hvernig Besti flokkurinn stimplaði sig glaðbeittur inn í borgarpólitíkina fyrir rúmum fjórum árum. Fjölbreyttur hópur hæfileikafólks á ýmsum sviðum sem fæst hafði skipt sér af stjórnmálum mætti á svæðið með lífsgleðina að vopni, hleypti upp þessu venjulega karpi gömlu flokkanna og ruglaði öllum viðmiðum með þeim afleiðingum að flokkshestar (og –hryssur), fjölmiðlafólk og stjórnmálaskýrendur urðu kjaftstopp og vissu hvorki í þennan heim né annan. Þetta var alveg gríðarlega lífgandi fyrir borgarbúa, enda vann Besti flokkurinn stórsigur sem kunnugt er með Jón Gnarr í broddi fylkingarinnar. Mögum á óvart reyndust síðan hann og hans fólk fyllilega fært um að axla þessa kannski heldur óvæntu ábyrgð, þau nálguðust þetta vandasama verk, bera höfuðábyrgð á stjórnun höfuðborgarinnar, af hógværð og einurð og skila nú fjórum árum síðar af sér betri og mannlegri borg iðandi af skapandi mann- og atvinnulífi þrátt fyrir erfiðar aðstæður í kjölfar efnahagshrunsins. Nú er að hefjast nýr kafli á þessari vegferð. Björt framtíð með blöndu af fólki af lista Besta flokksins og nýjum mannskap, býður fram krafta sína með Björn Blöndal í oddvitasætinu, og vill nú fylgja þessari stefnu eftir, halda áfram á braut vandaðrar stjórnsýslu, stefnufestu, skapandi samskipta og vinnugleði. Fjölmargir héldu að Besti flokkurinn væri bullbóla, en hann reyndist vera sú kjölfesta sem gerði Reykjavík kleift að venda og fá aftur byr í seglin. Höfuðborgin okkar siglir nú þöndum seglum í hressilegum meðbyr á vit nýs kafla í sögu borgarinnar. Með því að kjósa Bjarta framtíð tryggja Reykvíkingar að borgarskútunni verði áfram stýrt af þeirri skynsemi og metnaði sem einkennt hefur stjórn borgarinnar undanfarin fjögur ár.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun