Forseti Íslands og verndari verkefnisins, Ólafur Ragnar Grímsson mun afhenda verðlaunin.
Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni er fram kemur á vefsíðu samtakana.
Á hverju ári auglýsir JCI eftir tilnefningum og getur hver sem er tilnefnt framúrskarandi ungan Íslending. Sérstök dómnefnd fer síðan fara yfir tilnefningar og velur úr þrjá verðlaunahafa.
Dómnefndina í ár skipa Sigurður Sigurðsson landsforseti JCI, Dr. Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Katrín Jakobsdóttir alþingiskona og Vilborg Arna Gissurardóttir ævintýrakona og pólfari.
Tíu einstaklingar koma til greina sem verðlaunahafar þessa árs.
- Alexandra Chernyshova óperusöngkona
- Aníta Hinrikisdóttir frjálsíþróttakona
- Anna Pála Sverrisdóttir lögfræðingur
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisfræðingur
- Hans Tómas Björnsson barnalæknir
- Haraldur Freyr Gíslason leikskólakennari
- María Rut Kristinsdóttir fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands
- Sigríður María Egilsdóttir ræðumaður
- Sævar Helgi Bragason ritstjóri Stjörnufræðivefsins
- Þorsteinn Baldur Friðriksson framkvæmdastjóri Plain Vanilla
Nánari kynningu á verkefninu og ofangreindum einstaklingum má nálgast hér.