Samningur Garðabæjar við Sinnum ehf. ekki einsdæmi Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2014 15:52 María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. Fulltrúi FÓLKSINS- í bænum í bæjarstjórn Garðabæjar segir að ítrekað hafi verið bent á að verklagsreglur um útboð á þjónustu til bæjarbúa séu ekki virtar. FÓLKIÐ- í bænum segir samninginn við Sinnum ehf. sem meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn gerði við fyrrum bæjarstjóra Garðabæjar ekki vera einsdæmi. Flokkurinn segir að þrátt fyrir ítrekaðar bókanir og fyrirspurnir um slík mál fáist lítil svör við „eðlilegum“ spurningum um verklag. „Gildir það jafnt um samning við fyrrverandi bæjarstjóra sem og aðra samninga um lögfræðiþjónustu, tölvu- og tækniþjónustu, hönnunar- og verkfræðiþjónustu, framkvæmdakostnað eða ritun Sögu Garðabæjar,“ segir meðal annars í tilkynningu frá FÓLKINU- í bænum sem birtist á vefsíðu flokksins. Vísir hefur áður greint frá því að kostnaður við síðast talda verkefnið er þegar orðið hátt í 70 milljónir og var einnig gert án útboðs. FÓLKIÐ- í bænum bendir á að innanríkisráðuneytið getur haft frumkvæði að því að gera formlega athugun á því verklagi sem er viðhaft í útboði á þjónustu og verkefnum sveitarfélagsins en slíkt er heimilt skv. 112 gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011. „Til framtíðar litið er nauðsynlegt að bókhald bæjarins verði opnað eins og framboðið hefur barist fyrir á kjörtímabilinu þannig að íbúar séu upplýstir um kostnað og við hverja samningar sveitarfélagsins eru gerðir við,“ segir FÓLKIÐ- í bænum. Þá eigi samningar yfir ákveðnum fjárhæðamörkum að fara í útboð að mati flokksins. FÓLKIÐ- í bænum er þar á annari skoðun en Samfylkingin í Garðabæ sem sagði í tilkynningu að ekki sé loku fyrir það skotið að útboð sé ekki besti kosturinn í stöðu sem þessari. Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Samfylkingin segir vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins forkastanleg Ekkert var fjallað um samninga meirihluta Sjálfstæðismanna í Garðabæ við Sinnum ehf. í fjölskylduráði bæjarins samkvæmt fulltrúa Samfylkingarinnar. 27. maí 2014 13:55 Tilraunaverkefni sem var ekki útboðsskylt Félagsleg heimaþjónusta hefur aldrei verið boðin út hér á landi. Þjónustan er viðkvæm og persónuleg og nauðsynlegt hefur þótt að fá reynslu á störf einkaaðila áður en farið verði í útboð. 28. maí 2014 07:30 Fyrrum bæjarstjóri í tugmilljóna viðskiptum við bæinn án útboðs Fyrirtækið Sinnum ehf. er í viðskiptum við Garðabæ vegna samninga um heimaþjónustu. Þjónustan var ekki boðin út eins og reglur kveða á um. Fyrrverandi bæjarstjóri er stjórnarformaður og stofnandi fyrirtækisins. 27. maí 2014 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Fulltrúi FÓLKSINS- í bænum í bæjarstjórn Garðabæjar segir að ítrekað hafi verið bent á að verklagsreglur um útboð á þjónustu til bæjarbúa séu ekki virtar. FÓLKIÐ- í bænum segir samninginn við Sinnum ehf. sem meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn gerði við fyrrum bæjarstjóra Garðabæjar ekki vera einsdæmi. Flokkurinn segir að þrátt fyrir ítrekaðar bókanir og fyrirspurnir um slík mál fáist lítil svör við „eðlilegum“ spurningum um verklag. „Gildir það jafnt um samning við fyrrverandi bæjarstjóra sem og aðra samninga um lögfræðiþjónustu, tölvu- og tækniþjónustu, hönnunar- og verkfræðiþjónustu, framkvæmdakostnað eða ritun Sögu Garðabæjar,“ segir meðal annars í tilkynningu frá FÓLKINU- í bænum sem birtist á vefsíðu flokksins. Vísir hefur áður greint frá því að kostnaður við síðast talda verkefnið er þegar orðið hátt í 70 milljónir og var einnig gert án útboðs. FÓLKIÐ- í bænum bendir á að innanríkisráðuneytið getur haft frumkvæði að því að gera formlega athugun á því verklagi sem er viðhaft í útboði á þjónustu og verkefnum sveitarfélagsins en slíkt er heimilt skv. 112 gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011. „Til framtíðar litið er nauðsynlegt að bókhald bæjarins verði opnað eins og framboðið hefur barist fyrir á kjörtímabilinu þannig að íbúar séu upplýstir um kostnað og við hverja samningar sveitarfélagsins eru gerðir við,“ segir FÓLKIÐ- í bænum. Þá eigi samningar yfir ákveðnum fjárhæðamörkum að fara í útboð að mati flokksins. FÓLKIÐ- í bænum er þar á annari skoðun en Samfylkingin í Garðabæ sem sagði í tilkynningu að ekki sé loku fyrir það skotið að útboð sé ekki besti kosturinn í stöðu sem þessari.
Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Samfylkingin segir vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins forkastanleg Ekkert var fjallað um samninga meirihluta Sjálfstæðismanna í Garðabæ við Sinnum ehf. í fjölskylduráði bæjarins samkvæmt fulltrúa Samfylkingarinnar. 27. maí 2014 13:55 Tilraunaverkefni sem var ekki útboðsskylt Félagsleg heimaþjónusta hefur aldrei verið boðin út hér á landi. Þjónustan er viðkvæm og persónuleg og nauðsynlegt hefur þótt að fá reynslu á störf einkaaðila áður en farið verði í útboð. 28. maí 2014 07:30 Fyrrum bæjarstjóri í tugmilljóna viðskiptum við bæinn án útboðs Fyrirtækið Sinnum ehf. er í viðskiptum við Garðabæ vegna samninga um heimaþjónustu. Þjónustan var ekki boðin út eins og reglur kveða á um. Fyrrverandi bæjarstjóri er stjórnarformaður og stofnandi fyrirtækisins. 27. maí 2014 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Samfylkingin segir vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins forkastanleg Ekkert var fjallað um samninga meirihluta Sjálfstæðismanna í Garðabæ við Sinnum ehf. í fjölskylduráði bæjarins samkvæmt fulltrúa Samfylkingarinnar. 27. maí 2014 13:55
Tilraunaverkefni sem var ekki útboðsskylt Félagsleg heimaþjónusta hefur aldrei verið boðin út hér á landi. Þjónustan er viðkvæm og persónuleg og nauðsynlegt hefur þótt að fá reynslu á störf einkaaðila áður en farið verði í útboð. 28. maí 2014 07:30
Fyrrum bæjarstjóri í tugmilljóna viðskiptum við bæinn án útboðs Fyrirtækið Sinnum ehf. er í viðskiptum við Garðabæ vegna samninga um heimaþjónustu. Þjónustan var ekki boðin út eins og reglur kveða á um. Fyrrverandi bæjarstjóri er stjórnarformaður og stofnandi fyrirtækisins. 27. maí 2014 07:00