Eftir frábæra leiktíð Atlético Madrid horfa nú stórlið Evrópu hýrum augum til margra leikmanna liðsins og einn sá eftirsóttasti er brasilíski vinstri bakvörðurinn Filipe Luis.
Chelsea er sagt vilja fá hann til sín til að leysa AshleyCole af hólmi en Cole fékk ekki nýjan samning hjá Lundúnaliðinu og yfirgefur það í lok mánaðar þegar núgildandi samningur hans rennur út.
„Ég er samningsbundinn Atlético í þrjú ár til viðbótar og ég vil vera hér áfram,“ segir Filipe Luis sem kom til Spánarmeistaranna frá Deportivo La Coruna fyrir fjórum árum síðan.
Brassinn var orðaður við Manchester United í janúarglugganum en ekkert varð úr þeim félagaskiptum. Atlético datt ekki í hug að láta hann fara enda lykilmaður hjá liðinu.
Þrátt fyrir mjög góða leiktíð var hann samt sem áður ekki valinn í brasilíska landsliðið sem vonast til að vinna HM á heimavelli í fyrsta skipti í sumar.
Filipe Luis ánægður hjá Atlético
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn