Fjölbreyttari ferðamáti, vinir einkabílsins eða bíllaus lífstíll? Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 26. maí 2014 11:49 Samgöngumál hafa verið í deiglunni undanfarið. Í sal borgarstjórnar Reykjavíkur hefur verið talað um „aðförina að einkabílnum“ og einkabílisminn upphafinn með háfleygum umræðum um vistvænleika mislægra gatnamóta. Á sama tíma eru talsmenn bættra göngustíga og þess sem kallað eru „fjölbreyttari ferðamátar“, sérstaklega hjólreiða og almenningssamgangna, sakaðir um að vera útópískir hippar sem skortir raunveruleikatengsl. En um hvað snýst málið? Er virkilega hægt að draga einhverja víglínu á milli verndara og vina einkabílsins (eða fjölskyldubílsins) annars vegar og útópískra hjólreiðamanna hins vegar? Ég held að sú svarthvíta mynd sem dregin er upp í umræðum um fjölbreyttari ferðamáta í borg endurspegli engan veginn þann raunveruleika sem flest fólk býr við. Þetta er ekki einföld spurning um að velja eða hafna einkabílnum, reiðhjólum eða öðrum samgöngutækjum, heldur að geta valið fjölbreytta kosti við samgöngur. Við þurfum að geta haft val um að ganga eða hjóla eða taka strætó. Líka þau okkar sem eigum bíl sem við þurfum oft að nota. Við erum líka öll sammála um að það þurfi að draga úr útblæstri og minnka mengun. Tölulegar staðreyndir tala sínu máli og við þurfum öll að sýna ábyrgð í umhverfismálum. Árangursríkasta skrefið í þá átt sem flest okkar getum stigið er að draga úr notkun einkabílsins. Í Reykjavík eru rúmlega fjörtíu þúsund heimili, ansi mörg þeirra eiga fleiri en einn bíl. Hægt væri að draga talsvert úr umferð og mengun með því að gera hverri fjölskyldu kleift að reka aðeins einn bíl. Það myndi auka ráðstöfunartekjur heimila og draga mikið úr umferð og mengun henni tengdri. Við í Vinstrihreyfingunni grænu framboði höfum lagt mikla áherslu á að efla fjölbreyttari ferðamáta til þess að gefa fólki kost á að komast leiðar sinnar án þess að reiða sig á einkabíla. Við höfum líka talað fyrir samgöngustyrkjum til starfsfólks sem notar aðra ferðamáta en einkabílinn til og frá vinnu. Við þurfum sömu leiðis að efla verkefni sem lúta að því að koma börnum á öruggan hátt til og frá skóla, gangandi eða hjólandi. Við þurfum að minnka skutlið, sérstaklega þessar stuttu ferðir innan hverfis. Þá höfum við í VG lagt mikla áherslu á eflingu hjóla- og göngustíga og beitt okkur fyrir samstilltu átaki ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að bæta og efla almenningssamgöngum. Allt eru þetta leiðir til þess að ýta undir fjölbreyttari ferðamáta í Reyjavík. Fjölbreyttari ferðamátar eru okkur öllum til góða, bæði fyrir budduna, heilsuna og umhverfið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Samgöngumál hafa verið í deiglunni undanfarið. Í sal borgarstjórnar Reykjavíkur hefur verið talað um „aðförina að einkabílnum“ og einkabílisminn upphafinn með háfleygum umræðum um vistvænleika mislægra gatnamóta. Á sama tíma eru talsmenn bættra göngustíga og þess sem kallað eru „fjölbreyttari ferðamátar“, sérstaklega hjólreiða og almenningssamgangna, sakaðir um að vera útópískir hippar sem skortir raunveruleikatengsl. En um hvað snýst málið? Er virkilega hægt að draga einhverja víglínu á milli verndara og vina einkabílsins (eða fjölskyldubílsins) annars vegar og útópískra hjólreiðamanna hins vegar? Ég held að sú svarthvíta mynd sem dregin er upp í umræðum um fjölbreyttari ferðamáta í borg endurspegli engan veginn þann raunveruleika sem flest fólk býr við. Þetta er ekki einföld spurning um að velja eða hafna einkabílnum, reiðhjólum eða öðrum samgöngutækjum, heldur að geta valið fjölbreytta kosti við samgöngur. Við þurfum að geta haft val um að ganga eða hjóla eða taka strætó. Líka þau okkar sem eigum bíl sem við þurfum oft að nota. Við erum líka öll sammála um að það þurfi að draga úr útblæstri og minnka mengun. Tölulegar staðreyndir tala sínu máli og við þurfum öll að sýna ábyrgð í umhverfismálum. Árangursríkasta skrefið í þá átt sem flest okkar getum stigið er að draga úr notkun einkabílsins. Í Reykjavík eru rúmlega fjörtíu þúsund heimili, ansi mörg þeirra eiga fleiri en einn bíl. Hægt væri að draga talsvert úr umferð og mengun með því að gera hverri fjölskyldu kleift að reka aðeins einn bíl. Það myndi auka ráðstöfunartekjur heimila og draga mikið úr umferð og mengun henni tengdri. Við í Vinstrihreyfingunni grænu framboði höfum lagt mikla áherslu á að efla fjölbreyttari ferðamáta til þess að gefa fólki kost á að komast leiðar sinnar án þess að reiða sig á einkabíla. Við höfum líka talað fyrir samgöngustyrkjum til starfsfólks sem notar aðra ferðamáta en einkabílinn til og frá vinnu. Við þurfum sömu leiðis að efla verkefni sem lúta að því að koma börnum á öruggan hátt til og frá skóla, gangandi eða hjólandi. Við þurfum að minnka skutlið, sérstaklega þessar stuttu ferðir innan hverfis. Þá höfum við í VG lagt mikla áherslu á eflingu hjóla- og göngustíga og beitt okkur fyrir samstilltu átaki ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að bæta og efla almenningssamgöngum. Allt eru þetta leiðir til þess að ýta undir fjölbreyttari ferðamáta í Reyjavík. Fjölbreyttari ferðamátar eru okkur öllum til góða, bæði fyrir budduna, heilsuna og umhverfið!
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar