Menningin er vel metin Katrín Pálsdóttir skrifar 24. maí 2014 15:54 Í þjónustukönnunum Capacent, sem gerð er á hverju ári, kemur fram að Seltirningar kunna svo sannarlega að meta framlag til menningarmála. Undanfarin ár fær bærinn einkunnina 4 eða 4.5 af 5 mögulegum og þar með hæstu eða næst hæstu einkunn af sveitarfélögum á landinu í málaflokknum. Þjónustukönnunin hvetur okkur til að halda áfram á sömu braut. Metþátttaka var í menningarhátíðinni síðastliðið haust og lætur nærri að sérhver Seltirningur hafi notið hátíðarinnar. Gestir voru hátt á fjórða þúsund og þeir sem komu að hátíðinni og lögðu henni lið voru um tvö hundruð, fólk á öllum aldri.Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig ungir og aldnir hafa unnið saman þegar hátíð er í bæ t.d. við útilistaverk í undirgöngunum við Eiðistorg og í listasmiðjum. Þá ber að nefna frábært kórastarf þar sem Gömlu meistararnir og Litlu snillingarnir hefja saman upp raust sína við ýmis tækifæri. Eldri borgarar hafa tekið virkan þátt í menningarlífi bæjarins. Framlag þeirra er til fyrirmyndar og auðgar mannlífið.Bókasafnið er menningarmiðstöð Seltirninga. Þangað koma foreldrar með börnin sín og njóta þess sem upp á er boðið. Eldri borgarar hafa tekið virkan þátt í bókmenntakvöldum, sótt tónleika í safninu, notið listsýninga í Eiðisskeri og sótt ýmis handverksnámskeið. Það er ánægjulegt að sjá hvernig kynslóðirnar sameinast á safninu.Tilgangur menningarstefnu Seltjarnarness er að íbúar bæjarins fái notið menningar- og lista. Leiðarljós stefnunnar er að efla áhuga, löngun og möguleika bæjarbúa til að njóta menningar. Í menningarstefnu Seltjarnarness segir að menningarstarf eigi að vera veigamikill þáttur í bæjarlífinu árið um kring og eigi að efla bæjarbraginn og ímynd Seltjarnarness út á við.Ljóst er að íbúar á Seltjarnarnesi kunna að meta það menningarstarf sem boðið hefur verið uppá undanfarin ár og því starfi verður haldið áfram þannig að menningin í bænum eflist og dafni á næstu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Í þjónustukönnunum Capacent, sem gerð er á hverju ári, kemur fram að Seltirningar kunna svo sannarlega að meta framlag til menningarmála. Undanfarin ár fær bærinn einkunnina 4 eða 4.5 af 5 mögulegum og þar með hæstu eða næst hæstu einkunn af sveitarfélögum á landinu í málaflokknum. Þjónustukönnunin hvetur okkur til að halda áfram á sömu braut. Metþátttaka var í menningarhátíðinni síðastliðið haust og lætur nærri að sérhver Seltirningur hafi notið hátíðarinnar. Gestir voru hátt á fjórða þúsund og þeir sem komu að hátíðinni og lögðu henni lið voru um tvö hundruð, fólk á öllum aldri.Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig ungir og aldnir hafa unnið saman þegar hátíð er í bæ t.d. við útilistaverk í undirgöngunum við Eiðistorg og í listasmiðjum. Þá ber að nefna frábært kórastarf þar sem Gömlu meistararnir og Litlu snillingarnir hefja saman upp raust sína við ýmis tækifæri. Eldri borgarar hafa tekið virkan þátt í menningarlífi bæjarins. Framlag þeirra er til fyrirmyndar og auðgar mannlífið.Bókasafnið er menningarmiðstöð Seltirninga. Þangað koma foreldrar með börnin sín og njóta þess sem upp á er boðið. Eldri borgarar hafa tekið virkan þátt í bókmenntakvöldum, sótt tónleika í safninu, notið listsýninga í Eiðisskeri og sótt ýmis handverksnámskeið. Það er ánægjulegt að sjá hvernig kynslóðirnar sameinast á safninu.Tilgangur menningarstefnu Seltjarnarness er að íbúar bæjarins fái notið menningar- og lista. Leiðarljós stefnunnar er að efla áhuga, löngun og möguleika bæjarbúa til að njóta menningar. Í menningarstefnu Seltjarnarness segir að menningarstarf eigi að vera veigamikill þáttur í bæjarlífinu árið um kring og eigi að efla bæjarbraginn og ímynd Seltjarnarness út á við.Ljóst er að íbúar á Seltjarnarnesi kunna að meta það menningarstarf sem boðið hefur verið uppá undanfarin ár og því starfi verður haldið áfram þannig að menningin í bænum eflist og dafni á næstu árum.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar