"Eins og að vera í snertingu við almættið“ Baldvin Þormóðsson skrifar 23. maí 2014 20:00 Björn Þór segir að það vera stórkostlega fallegt að vera á Rauðasandi. mynd/Hörður Sveinsson Skipuleggendur tónlistarhátíðarinnar á Rauðasandi hafa tilkynnt seinustu þrjú tónlistaratriðin og því dagskráin orðin tilbúin. Hljómsveitirnar sem bættust við listann voru Sóley, Brother Grass og Kött Grá Pjé en öll tónlistaratriðin má sjá hér. Þrátt fyrir að vera mjög ung hátíð þá hefur Rauðasandur skapað sér nafn í tónlistarhátíðarflóru Íslands.„Þetta byrjaði þegar við vinahópurinn vildum fara í útilegu og tónlistarhátíð sem væri ekki með djammið og fyllerí í fyrirrúmi,“ segir Björn Þór Björnsson en hann er einn skipuleggenda hátíðarinnar.„Það er líka svo stórkostlega fallegt að vera þarna, það er einhver kraftur sem maður finnur bara um leið og maður kemur,“ segir Björn Þór og bætir því við að sólsetrin á Rauðasandi séu mikilfengleg. „Að standa þarna í sandninum er eins og að vera í snertingu við almættið og það kemur bara einhver andi yfir mann,“ segir skipuleggjandinn. „Maður breytist bara í einhvern hippa um leið og maður kemur, hvort sem manni líkar það eða betur eða verr,“ segir Björn og hlær.Á morgnanna geta hátíðargestir stundað jóga á sandinum.mynd/Friðrik Örn HjaltestedFjölskylduvæn hátíð Börn fá frítt inn á hátíðina sem er mjög fjölskylduvæn. „Það er eiginlega meira að gera yfir daginn en tónleikarnir, það finnst okkur svo skemmtilegt,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir sem stendur að hátíðina ásamt Birni. „Það er jóga um morguninn, sandkastalakeppni, töfrakona, indjánatjald og síðan er náttúrulega fallegasta fjaran á landinu þarna og hægt að dýfa sér í ósinn.“ Brennan, sem er eiginlegur hápunktur hátíðarinnar fer fram eftir að tónlistardagskránni lýkur á laugardeginum en hún verður með öðruvísi sniði í ár. „Bálkösturinn verður í líki einhvers og verður einhverskonar skúlptúr,“ segir Kristín Andrea en þau hafa fengið til sín leikmyndahönnuð sem mun hafa yfirumsjón með uppbyggingunni. „Síðan getur fólk tekið þátt í að byggja hann á meðan hátíðinni stendur.“Miðasalan er í fullum gangi á miði.is en mjög takmarkað magn er af miðum vegna stærð svæðisins. „Við viljum hafa þetta lítið og þess vegna mun hún alltaf verið þessa litla, krúttlega útihátíð,“ segir Kristín Andrea.Brennan er hápunktur hátíðarinnar.mynd/Friðrik Örn HjaltestedHér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir tónlistarhátíðina. Post by Rauðasandur Festival. Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Skipuleggendur tónlistarhátíðarinnar á Rauðasandi hafa tilkynnt seinustu þrjú tónlistaratriðin og því dagskráin orðin tilbúin. Hljómsveitirnar sem bættust við listann voru Sóley, Brother Grass og Kött Grá Pjé en öll tónlistaratriðin má sjá hér. Þrátt fyrir að vera mjög ung hátíð þá hefur Rauðasandur skapað sér nafn í tónlistarhátíðarflóru Íslands.„Þetta byrjaði þegar við vinahópurinn vildum fara í útilegu og tónlistarhátíð sem væri ekki með djammið og fyllerí í fyrirrúmi,“ segir Björn Þór Björnsson en hann er einn skipuleggenda hátíðarinnar.„Það er líka svo stórkostlega fallegt að vera þarna, það er einhver kraftur sem maður finnur bara um leið og maður kemur,“ segir Björn Þór og bætir því við að sólsetrin á Rauðasandi séu mikilfengleg. „Að standa þarna í sandninum er eins og að vera í snertingu við almættið og það kemur bara einhver andi yfir mann,“ segir skipuleggjandinn. „Maður breytist bara í einhvern hippa um leið og maður kemur, hvort sem manni líkar það eða betur eða verr,“ segir Björn og hlær.Á morgnanna geta hátíðargestir stundað jóga á sandinum.mynd/Friðrik Örn HjaltestedFjölskylduvæn hátíð Börn fá frítt inn á hátíðina sem er mjög fjölskylduvæn. „Það er eiginlega meira að gera yfir daginn en tónleikarnir, það finnst okkur svo skemmtilegt,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir sem stendur að hátíðina ásamt Birni. „Það er jóga um morguninn, sandkastalakeppni, töfrakona, indjánatjald og síðan er náttúrulega fallegasta fjaran á landinu þarna og hægt að dýfa sér í ósinn.“ Brennan, sem er eiginlegur hápunktur hátíðarinnar fer fram eftir að tónlistardagskránni lýkur á laugardeginum en hún verður með öðruvísi sniði í ár. „Bálkösturinn verður í líki einhvers og verður einhverskonar skúlptúr,“ segir Kristín Andrea en þau hafa fengið til sín leikmyndahönnuð sem mun hafa yfirumsjón með uppbyggingunni. „Síðan getur fólk tekið þátt í að byggja hann á meðan hátíðinni stendur.“Miðasalan er í fullum gangi á miði.is en mjög takmarkað magn er af miðum vegna stærð svæðisins. „Við viljum hafa þetta lítið og þess vegna mun hún alltaf verið þessa litla, krúttlega útihátíð,“ segir Kristín Andrea.Brennan er hápunktur hátíðarinnar.mynd/Friðrik Örn HjaltestedHér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir tónlistarhátíðina. Post by Rauðasandur Festival.
Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira