"Eins og að vera í snertingu við almættið“ Baldvin Þormóðsson skrifar 23. maí 2014 20:00 Björn Þór segir að það vera stórkostlega fallegt að vera á Rauðasandi. mynd/Hörður Sveinsson Skipuleggendur tónlistarhátíðarinnar á Rauðasandi hafa tilkynnt seinustu þrjú tónlistaratriðin og því dagskráin orðin tilbúin. Hljómsveitirnar sem bættust við listann voru Sóley, Brother Grass og Kött Grá Pjé en öll tónlistaratriðin má sjá hér. Þrátt fyrir að vera mjög ung hátíð þá hefur Rauðasandur skapað sér nafn í tónlistarhátíðarflóru Íslands.„Þetta byrjaði þegar við vinahópurinn vildum fara í útilegu og tónlistarhátíð sem væri ekki með djammið og fyllerí í fyrirrúmi,“ segir Björn Þór Björnsson en hann er einn skipuleggenda hátíðarinnar.„Það er líka svo stórkostlega fallegt að vera þarna, það er einhver kraftur sem maður finnur bara um leið og maður kemur,“ segir Björn Þór og bætir því við að sólsetrin á Rauðasandi séu mikilfengleg. „Að standa þarna í sandninum er eins og að vera í snertingu við almættið og það kemur bara einhver andi yfir mann,“ segir skipuleggjandinn. „Maður breytist bara í einhvern hippa um leið og maður kemur, hvort sem manni líkar það eða betur eða verr,“ segir Björn og hlær.Á morgnanna geta hátíðargestir stundað jóga á sandinum.mynd/Friðrik Örn HjaltestedFjölskylduvæn hátíð Börn fá frítt inn á hátíðina sem er mjög fjölskylduvæn. „Það er eiginlega meira að gera yfir daginn en tónleikarnir, það finnst okkur svo skemmtilegt,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir sem stendur að hátíðina ásamt Birni. „Það er jóga um morguninn, sandkastalakeppni, töfrakona, indjánatjald og síðan er náttúrulega fallegasta fjaran á landinu þarna og hægt að dýfa sér í ósinn.“ Brennan, sem er eiginlegur hápunktur hátíðarinnar fer fram eftir að tónlistardagskránni lýkur á laugardeginum en hún verður með öðruvísi sniði í ár. „Bálkösturinn verður í líki einhvers og verður einhverskonar skúlptúr,“ segir Kristín Andrea en þau hafa fengið til sín leikmyndahönnuð sem mun hafa yfirumsjón með uppbyggingunni. „Síðan getur fólk tekið þátt í að byggja hann á meðan hátíðinni stendur.“Miðasalan er í fullum gangi á miði.is en mjög takmarkað magn er af miðum vegna stærð svæðisins. „Við viljum hafa þetta lítið og þess vegna mun hún alltaf verið þessa litla, krúttlega útihátíð,“ segir Kristín Andrea.Brennan er hápunktur hátíðarinnar.mynd/Friðrik Örn HjaltestedHér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir tónlistarhátíðina. Post by Rauðasandur Festival. Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Skipuleggendur tónlistarhátíðarinnar á Rauðasandi hafa tilkynnt seinustu þrjú tónlistaratriðin og því dagskráin orðin tilbúin. Hljómsveitirnar sem bættust við listann voru Sóley, Brother Grass og Kött Grá Pjé en öll tónlistaratriðin má sjá hér. Þrátt fyrir að vera mjög ung hátíð þá hefur Rauðasandur skapað sér nafn í tónlistarhátíðarflóru Íslands.„Þetta byrjaði þegar við vinahópurinn vildum fara í útilegu og tónlistarhátíð sem væri ekki með djammið og fyllerí í fyrirrúmi,“ segir Björn Þór Björnsson en hann er einn skipuleggenda hátíðarinnar.„Það er líka svo stórkostlega fallegt að vera þarna, það er einhver kraftur sem maður finnur bara um leið og maður kemur,“ segir Björn Þór og bætir því við að sólsetrin á Rauðasandi séu mikilfengleg. „Að standa þarna í sandninum er eins og að vera í snertingu við almættið og það kemur bara einhver andi yfir mann,“ segir skipuleggjandinn. „Maður breytist bara í einhvern hippa um leið og maður kemur, hvort sem manni líkar það eða betur eða verr,“ segir Björn og hlær.Á morgnanna geta hátíðargestir stundað jóga á sandinum.mynd/Friðrik Örn HjaltestedFjölskylduvæn hátíð Börn fá frítt inn á hátíðina sem er mjög fjölskylduvæn. „Það er eiginlega meira að gera yfir daginn en tónleikarnir, það finnst okkur svo skemmtilegt,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir sem stendur að hátíðina ásamt Birni. „Það er jóga um morguninn, sandkastalakeppni, töfrakona, indjánatjald og síðan er náttúrulega fallegasta fjaran á landinu þarna og hægt að dýfa sér í ósinn.“ Brennan, sem er eiginlegur hápunktur hátíðarinnar fer fram eftir að tónlistardagskránni lýkur á laugardeginum en hún verður með öðruvísi sniði í ár. „Bálkösturinn verður í líki einhvers og verður einhverskonar skúlptúr,“ segir Kristín Andrea en þau hafa fengið til sín leikmyndahönnuð sem mun hafa yfirumsjón með uppbyggingunni. „Síðan getur fólk tekið þátt í að byggja hann á meðan hátíðinni stendur.“Miðasalan er í fullum gangi á miði.is en mjög takmarkað magn er af miðum vegna stærð svæðisins. „Við viljum hafa þetta lítið og þess vegna mun hún alltaf verið þessa litla, krúttlega útihátíð,“ segir Kristín Andrea.Brennan er hápunktur hátíðarinnar.mynd/Friðrik Örn HjaltestedHér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir tónlistarhátíðina. Post by Rauðasandur Festival.
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira