Íslenski boltinn

Einar Orri missti sig þegar hann fékk rautt spjald | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Einar Orri Einarsson, miðjumaður Keflavíkur, gæti átt yfir höfði sér lengra bann en einn leik eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn FH á lokamínútum leik liðanna í gærkvöldi.

Hólmar Örn Rúnarsson, leikmaður FH og fyrrverandi samherji Einars Orra, tæklaði hann illa aftan frá á 87. mínútu. Einar var snöggur á fætur og óð að bakverðinum BöðvariBöðvarssyni.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, gaf Einari Orra hans annað gula spjald fyrir að rífa í Böðvar. Eftir nokkur skref í átt að hliðarlínunni leit Einar Orri á bakvörðinn, benti í átt hans, og renndi fingri yfir háls sér.

Einar var mjög reiður og öskraði á fjórða dómarann þegar hann kom af velli. Hann endaði svo á að hrækja í átt að varamannaskýli FH-inga áður en hann gekk til búningsklefa.

Einar Orri fer sjálfkrafa í eins leiks bann en hvort meira verði gert ræðst þegar dómari leiksins hefur komið skýrslu til knattspyrnusambandsins, að því fram kemur á fótbolti.net.

Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Einar þarf að hugsa sinn gang

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, telur engan vafa á því að FH-ingurinn Hólmar Örn Rúnarsson átti að fá rautt spjald í leik liðanna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×