Í Garðabæ mega margir leggja fáa í einelti Halldór Jörgensson skrifar 23. maí 2014 10:16 Snemma árs 2010 tók ég mér frí og fór hringferð um landið. Ég heimsótti meðal annars skóla á landsbyggðinni og ræddi um netöryggi og rafrænt einelti. Á öllum stöðum sem ég kom á/heimsótti þekktu börnin dæmi um einhverja tegund eineltis hvort sem það var rafrænt eða í öðru formi. Einelti hverfur ekki úr skólum eða úr samfélaginu þótt af og til sé farið í „átak“ til að sporna við því. Þetta er eins og megrunarátakið, sem virkar bara tímabundið. Einelti kemur upp aftur og aftur. Þess vegna þarf sífellt að vera á verði gagnvart því og beita réttum aðferðum til að halda því í skefjum. Nýlegur fréttaflutningur af einelti, depurð og slagsmálum í Garðabæ hefur vakið viðbrögð ýmissa. Nýlega birtist grein í Garðapóstinum þar sem bent var á að fréttaflutningur af einelti og depurð væri villandi. Er þar meðal annars bent á að rannsóknin sé gömul eða um fjögurra til fimm ára. Þá er vikið að tíðni eineltis og bent á að fjöldi nemenda sem hafa upplifað einelti sé svipaður og í nágrannasveitarfélögum. Hins vegar sögðust fleiri nemendur í Garðabæ hafa tekið þátt í einelti „sem bendir til þess að á þessum tíma hafi margir tekið þátt í að leggja fáa í einelti“. Sem sagt, svipaður fjöldi þolenda og í öðrum sveitarfélögum en töluvert fleiri gerendur. Er það í lagi? Finnst okkur það ásættanlegt að stór hópur leggi minni hóp í einelti? Ef marka má greinina er hugsanlegt að þetta sé allt komið í lag núna þar sem upprunanleg könnun er gömul. Er það rétt? Greinin bendir einnig á að hægt sé að tilkynna einelti á vefsíðu Garðabæjar. Væri þá ekki réttast að birta upplýsingar um tíðni eineltistilkynninga, þróun þeirra og hve mikill fjöldi slíkra tilkynninga hefur fengið farsæla lausn? Sjálfur hef ég upplifað einelti í æsku minni og óska engum að vera í þeirri stöðu. Ekki einni manneskju. Síðastliðinn vetur hef ég svo heyrt af mörgum eineltistilfellum í Garðabæ. Tilfellum þar sem kerfið hefur brugðist því eina lausnin fyrir foreldra hefur verið að láta barnið skipta um skóla. Það er grafalvarlegt mál. Þess vegna skil ég ekki tilburði greinarhöfunda að réttlæta ástand sem greinilega er ekki í lagi. Væri ekki réttast að viðurkenna vandamálið og leita lausna á því í stað þess að vera í afneitun? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Snemma árs 2010 tók ég mér frí og fór hringferð um landið. Ég heimsótti meðal annars skóla á landsbyggðinni og ræddi um netöryggi og rafrænt einelti. Á öllum stöðum sem ég kom á/heimsótti þekktu börnin dæmi um einhverja tegund eineltis hvort sem það var rafrænt eða í öðru formi. Einelti hverfur ekki úr skólum eða úr samfélaginu þótt af og til sé farið í „átak“ til að sporna við því. Þetta er eins og megrunarátakið, sem virkar bara tímabundið. Einelti kemur upp aftur og aftur. Þess vegna þarf sífellt að vera á verði gagnvart því og beita réttum aðferðum til að halda því í skefjum. Nýlegur fréttaflutningur af einelti, depurð og slagsmálum í Garðabæ hefur vakið viðbrögð ýmissa. Nýlega birtist grein í Garðapóstinum þar sem bent var á að fréttaflutningur af einelti og depurð væri villandi. Er þar meðal annars bent á að rannsóknin sé gömul eða um fjögurra til fimm ára. Þá er vikið að tíðni eineltis og bent á að fjöldi nemenda sem hafa upplifað einelti sé svipaður og í nágrannasveitarfélögum. Hins vegar sögðust fleiri nemendur í Garðabæ hafa tekið þátt í einelti „sem bendir til þess að á þessum tíma hafi margir tekið þátt í að leggja fáa í einelti“. Sem sagt, svipaður fjöldi þolenda og í öðrum sveitarfélögum en töluvert fleiri gerendur. Er það í lagi? Finnst okkur það ásættanlegt að stór hópur leggi minni hóp í einelti? Ef marka má greinina er hugsanlegt að þetta sé allt komið í lag núna þar sem upprunanleg könnun er gömul. Er það rétt? Greinin bendir einnig á að hægt sé að tilkynna einelti á vefsíðu Garðabæjar. Væri þá ekki réttast að birta upplýsingar um tíðni eineltistilkynninga, þróun þeirra og hve mikill fjöldi slíkra tilkynninga hefur fengið farsæla lausn? Sjálfur hef ég upplifað einelti í æsku minni og óska engum að vera í þeirri stöðu. Ekki einni manneskju. Síðastliðinn vetur hef ég svo heyrt af mörgum eineltistilfellum í Garðabæ. Tilfellum þar sem kerfið hefur brugðist því eina lausnin fyrir foreldra hefur verið að láta barnið skipta um skóla. Það er grafalvarlegt mál. Þess vegna skil ég ekki tilburði greinarhöfunda að réttlæta ástand sem greinilega er ekki í lagi. Væri ekki réttast að viðurkenna vandamálið og leita lausna á því í stað þess að vera í afneitun?
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar