RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason skrifar 31. maí 2014 10:30 Dagur með fjölskyldu sinni á kjörstað fyrr í dag. Mynd/Kristófer Helgason „Stemningin er bara góð,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, þegar Reykjavík síðdegis náði tali af honum á kjörstað. Veðrið er ekki sem allra best framan af á kjördegi en oddvitinn hefur litlar áhyggjur af því. „Þetta er nú bara það sem við höfum í Árbænum kallað gott fótboltaveður,“ segir hann. „Þetta er bara svona léttur úði, í raun bara til að hressa mann upp.“ Hann segir kosningabaráttuna í ár hafa verið rólegri en venjulega yfir það heila. „Þegar það er sátt um svona stóru meginatriðin, þá eru oft önnur atriði sem koma upp í umræðuna. Það er ekkert óeðlilegt, þá bara tökumst við á við það.“ Hann hvetur alla sem fyrr til að taka þátt í dag og kjósa í borgarstjórnarkosningunum. „Kosningar eru mjög mikilvægt fyrirbæri og við getum verið ánægð að búa í þeim hluta heimsins sem iðkar lýðræði.“ Dagur, sem er annálaður vöfflubakari, minnir á kosningakaffi Samfylkingarinnar í Framheilinu í Safamýri og útilokar ekki að hann hendi sjálfur í eina vöfflu þar. Hann segir að lokum að þriggja ára dóttir hans sé orðin talsverð pabbastelpa eftir kosningabaráttuna en að elsta dóttir hans hafi um daginn tilkynnt honum að hún saknaði hans ekki. „Hún hefði verið að taka strætó úr sundi og séð mig átta sinnum á leiðinni heim,“ segir Dagur léttur.Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira
„Stemningin er bara góð,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, þegar Reykjavík síðdegis náði tali af honum á kjörstað. Veðrið er ekki sem allra best framan af á kjördegi en oddvitinn hefur litlar áhyggjur af því. „Þetta er nú bara það sem við höfum í Árbænum kallað gott fótboltaveður,“ segir hann. „Þetta er bara svona léttur úði, í raun bara til að hressa mann upp.“ Hann segir kosningabaráttuna í ár hafa verið rólegri en venjulega yfir það heila. „Þegar það er sátt um svona stóru meginatriðin, þá eru oft önnur atriði sem koma upp í umræðuna. Það er ekkert óeðlilegt, þá bara tökumst við á við það.“ Hann hvetur alla sem fyrr til að taka þátt í dag og kjósa í borgarstjórnarkosningunum. „Kosningar eru mjög mikilvægt fyrirbæri og við getum verið ánægð að búa í þeim hluta heimsins sem iðkar lýðræði.“ Dagur, sem er annálaður vöfflubakari, minnir á kosningakaffi Samfylkingarinnar í Framheilinu í Safamýri og útilokar ekki að hann hendi sjálfur í eina vöfflu þar. Hann segir að lokum að þriggja ára dóttir hans sé orðin talsverð pabbastelpa eftir kosningabaráttuna en að elsta dóttir hans hafi um daginn tilkynnt honum að hún saknaði hans ekki. „Hún hefði verið að taka strætó úr sundi og séð mig átta sinnum á leiðinni heim,“ segir Dagur léttur.Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira