Eitt loforð eða framtíð Kópavogs Sverrir Óskarsson skrifar 30. maí 2014 11:54 Í spjalli við íbúa Kópavogs kemur skýrt fram áhersla þeirra á öfluga og sveigjanlega þjónustu en líka væntingar um skynsamlega ráðstöfun á okkar sameiginlegu fjármunum. Þeir segja að bæjarstjórn og bæjarfélagið eigi að vinna markvissar og í meiri sátt við íbúa Kópavogs. Við í Bjartri framtíð höfum nálgast þessar væntingar með því að kynna íbúum lausnir og framtíðarsýn en sleppt einföldum loforðum. Það er hægt að lofa frítt í sund fyrir aldraða og á hækkun frístundarstyrk fyrir börn en hvar er þessi afmarkaði afsláttur í samhengi við önnur stórútgjöld og álag á fjölskyldur. Við getum líka spurt hvaða stjórnmálaflokkar í Kópavogi hafi í kosningum árið 2010 lofað að hækka leikskólagjöld um 17%, að hækka matargjöld í grunnskólum um 20% og hækka dægradvöl um 25%, sem því miður varð raunin. Hverjir lofuðu þá smá hækkun á íþróttastyrk en skáru á sama tíma niður framlög til íþrótta- og tómstundafélaga um 20%, sem síðan varð til þess að æfingagjöldin hækkuðu. Það er létt að smella fram einu loforði sem hægt er að afgreiða á einum bæjarstjórnarfundi en erfiðara að kynna framtíðarsýn í fjölbreyttum málefnum íbúa. Björt framtíð hefur þá stefnu að minnka álögur á barnafjölskyldur, ætlar að samþætta betur þjónustu við börn, ætlar að þróa fjölbreyttari húsnæðismöguleika, ætlar að efla atvinnulífið í bænum með meiri samvinnu ólíkra aðila og ætlar að reka bæjarfélagið á skilvirkan hátt. Okkur langar mikið að efla hið faglega innra starf sem fram fer á leikskólum, í grunnskólum og í dægradvölum bæjarins. Við ætlum líka að opna stjórnsýsluna og auka upplýsingagjöf til íbúa um kostnaðarþætti í rekstri bæjarfélagsins, þannig að íbúar fái betri innsýn störf þeirra sem stjórna og meiri áhrif á það hvernig fjármunum bæjarins er varið hverju sinni. Björt framtíð hefur talað um þjónustufyrirtækið Kópavog og þannig lagt áherslu á að okkar hlutverk sé að eiga samráð við íbúa og þróa öfluga þjónustu. Það þarf að breyta viðhorfum, auka fagmennsku, veita meiri fjármunum í innra starfið og breyta áherslum svo íbúar fái betri þjónustu. Við vitum að þetta gerist ekki með einu loforði heldur með staðfestu og framtíðarsýn í gegnum þúsund ákvarðanir og örugglega tíu þúsund samtöl við Kópavogsbúa. Með skýra stefnu og jákvæðni getum við byggt betri velferð fyrir Kópavogsbúa og tryggt að þeir séu virkir þátttakendur. Við í Bjartri framtíð erum tilbúin í verkefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Í spjalli við íbúa Kópavogs kemur skýrt fram áhersla þeirra á öfluga og sveigjanlega þjónustu en líka væntingar um skynsamlega ráðstöfun á okkar sameiginlegu fjármunum. Þeir segja að bæjarstjórn og bæjarfélagið eigi að vinna markvissar og í meiri sátt við íbúa Kópavogs. Við í Bjartri framtíð höfum nálgast þessar væntingar með því að kynna íbúum lausnir og framtíðarsýn en sleppt einföldum loforðum. Það er hægt að lofa frítt í sund fyrir aldraða og á hækkun frístundarstyrk fyrir börn en hvar er þessi afmarkaði afsláttur í samhengi við önnur stórútgjöld og álag á fjölskyldur. Við getum líka spurt hvaða stjórnmálaflokkar í Kópavogi hafi í kosningum árið 2010 lofað að hækka leikskólagjöld um 17%, að hækka matargjöld í grunnskólum um 20% og hækka dægradvöl um 25%, sem því miður varð raunin. Hverjir lofuðu þá smá hækkun á íþróttastyrk en skáru á sama tíma niður framlög til íþrótta- og tómstundafélaga um 20%, sem síðan varð til þess að æfingagjöldin hækkuðu. Það er létt að smella fram einu loforði sem hægt er að afgreiða á einum bæjarstjórnarfundi en erfiðara að kynna framtíðarsýn í fjölbreyttum málefnum íbúa. Björt framtíð hefur þá stefnu að minnka álögur á barnafjölskyldur, ætlar að samþætta betur þjónustu við börn, ætlar að þróa fjölbreyttari húsnæðismöguleika, ætlar að efla atvinnulífið í bænum með meiri samvinnu ólíkra aðila og ætlar að reka bæjarfélagið á skilvirkan hátt. Okkur langar mikið að efla hið faglega innra starf sem fram fer á leikskólum, í grunnskólum og í dægradvölum bæjarins. Við ætlum líka að opna stjórnsýsluna og auka upplýsingagjöf til íbúa um kostnaðarþætti í rekstri bæjarfélagsins, þannig að íbúar fái betri innsýn störf þeirra sem stjórna og meiri áhrif á það hvernig fjármunum bæjarins er varið hverju sinni. Björt framtíð hefur talað um þjónustufyrirtækið Kópavog og þannig lagt áherslu á að okkar hlutverk sé að eiga samráð við íbúa og þróa öfluga þjónustu. Það þarf að breyta viðhorfum, auka fagmennsku, veita meiri fjármunum í innra starfið og breyta áherslum svo íbúar fái betri þjónustu. Við vitum að þetta gerist ekki með einu loforði heldur með staðfestu og framtíðarsýn í gegnum þúsund ákvarðanir og örugglega tíu þúsund samtöl við Kópavogsbúa. Með skýra stefnu og jákvæðni getum við byggt betri velferð fyrir Kópavogsbúa og tryggt að þeir séu virkir þátttakendur. Við í Bjartri framtíð erum tilbúin í verkefnið.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar