Góður bær fyrir fjölskyldur Almar Guðmundsson skrifar 30. maí 2014 11:50 Það er gott að búa í Garðabæ. Það staðfesta fjölmargar þjónustukannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Fjárhagslegur stöðugleiki, góð þjónusta og lágar álögur á íbúa eru á meðal þess sem fólk nefnir í því samhengi. Hjá Garðabæ er þjónusta við barnafjölskyldur í öndvegi. Lögð hefur verið rík áhersla á uppbyggingu í skólamálum, hvort sem horft er á mannvirkin eða innra starfið. Sama á við um íþrótta- og æskulýðsmál.Að búa til dæmi sem skila æskilegri niðurstöðu Samfylkingin slær því upp í auglýsingu í síðasta Garðapósti að það sé dýrara fyrir barnafjölskyldur að búa í Garðabæ en í Reykjavík og birtir súlurit til að rökstyðja þá staðhæfingu. Það er rétt að í sumum tilfellum er dýrara fyrir sumar fjölskyldur að búa í Garðabæ en í Reykjavík en á sama hátt er í öðrum tilfellum dýrara að búa í Reykjavík. Samsetning gjalda er ólík á milli sveitarfélaga og það fer eftir aðstæðum og samsetningu fjölskyldna hverju sinni hvar er ódýrast að búa. Auðvelt er að gefa sér forsendur og búa til dæmi út frá þeim til að komast að þeirri niðurstöðu sem menn hafa fyrirfram gefið sér.Dæmið snýst við þegar þriðja barnið bætist við Í dæminu sem Samfylkingin tók eru borin saman gjöld fjögurra manna fjölskyldu með 800 þúsund króna tekjur, eitt barn í leikskóla og eitt barn í grunnskóla. Lítum nú á hvernig myndin breytist ef eitt barn bætist við í fjölskylduna. Nú þurfa foreldrarnir að greiða gjald fyrir vistun hjá dagforeldri auk gjalda fyrir leikskóla og mat og tómstundaheimili í grunnskóla. Í því tilfelli snýst dæmið við. Núna er það 15.600 krónum ódýrara fyrir fjölskylduna að búa í Garðabæ en í Reykjavík á mánuði, sem gerir tæplega 190 þúsund krónur á ári. Eins má líta á fjölskyldu með sömu tekjur og tvö börn, annað hjá dagforeldri og hitt á leikskóla. Sú fjölskylda sparar um 200 þúsund krónur á ári með því að búa í Garðabæ, frekar en Reykjavík sem gerir 16.800 kr. á mánuði.Meira val og örugg þjónusta Einnig er rétt að hafa í huga: Garðabær gerir samninga við dagforeldra um hámarksgjöld sem dagforeldrar mega innheimta. Útgangspunkturinn er að vistun hjá dagforeldrum kosti það sama og leikskóladvöl og foreldrar hafi því raunverulegt val um vistunarkost fyrir barn sitt. Í Reykjavík er ekkert þak á því gjaldi sem dagforeldrar geta sett upp. Garðabær veitir 50% systkinaafslátt af gjaldi tómstundaheimila ef barnið á systkini hjá dagforeldri eða í leikskóla. Reykjavíkurborg veitir ekki afslátt af gjaldi í frístund þótt systkini sé á leikskóla eða hjá dagforeldri. Leikskólar Garðabæjar eru opnir allt árið og foreldrar geta valið hvenær leikskólabarnið tekur sumarleyfi. Í Reykjavík loka leikskólar í mánuð yfir sumartímann. Hjá Garðabæ hafa foreldrar val um kaup á einstaka máltíðum í grunnskólum og um tímafjölda sem barnið dvelur á tómstundaheimili. Í Reykjavík þarf að kaupa áskrift alla daga vikunnar að mat og tiltekinn fjölda tíma í frístund. Í Garðabæ komast öll börn á leikskóla sem eru orðin 18 mánaða að hausti og öll börn sem þess óska komast á tómstundaheimili strax þegar skólinn hefst að hausti. Iðulega sjást fréttir í byrjun skólaárs um erfiðleika við að manna tómstundaheimili í Reykjavík og þann vanda sem fjölskyldur lenda í vegna þess. Lágt útsvar gagnast öllum Einnig er rétt að benda á að Reykjavík sker sig verulega frá öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar gjaldskrá leikskóla. Gjaldskrá Garðabæjar fyrir leikskóla er mjög sambærileg því sem gerist hjá Hafnarfirði og Mosfellsbæ svo dæmi séu tekin og því væri samanburðurinn enn hagstæðari fyrir Garðbæinga ef litið væri til fleiri sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Að lokum má ekki horfa framhjá því að lágt útsvar gagnast öllum fjölskyldum, líka þeim sem eiga börn sem eru vaxin upp úr því að vera á leikskóla eða á tómstundaheimili. Það er gott að búa í Garðabæ, á öllum æviskeiðum og fyrir allar fjölskyldur. Fjölskylda með eitt barn hjá dagforeldri, eitt barn á leikskóla og eitt barn í grunnskóla. Fjölskylda með eitt barn hjá dagmömmu og eitt barn í leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Það er gott að búa í Garðabæ. Það staðfesta fjölmargar þjónustukannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Fjárhagslegur stöðugleiki, góð þjónusta og lágar álögur á íbúa eru á meðal þess sem fólk nefnir í því samhengi. Hjá Garðabæ er þjónusta við barnafjölskyldur í öndvegi. Lögð hefur verið rík áhersla á uppbyggingu í skólamálum, hvort sem horft er á mannvirkin eða innra starfið. Sama á við um íþrótta- og æskulýðsmál.Að búa til dæmi sem skila æskilegri niðurstöðu Samfylkingin slær því upp í auglýsingu í síðasta Garðapósti að það sé dýrara fyrir barnafjölskyldur að búa í Garðabæ en í Reykjavík og birtir súlurit til að rökstyðja þá staðhæfingu. Það er rétt að í sumum tilfellum er dýrara fyrir sumar fjölskyldur að búa í Garðabæ en í Reykjavík en á sama hátt er í öðrum tilfellum dýrara að búa í Reykjavík. Samsetning gjalda er ólík á milli sveitarfélaga og það fer eftir aðstæðum og samsetningu fjölskyldna hverju sinni hvar er ódýrast að búa. Auðvelt er að gefa sér forsendur og búa til dæmi út frá þeim til að komast að þeirri niðurstöðu sem menn hafa fyrirfram gefið sér.Dæmið snýst við þegar þriðja barnið bætist við Í dæminu sem Samfylkingin tók eru borin saman gjöld fjögurra manna fjölskyldu með 800 þúsund króna tekjur, eitt barn í leikskóla og eitt barn í grunnskóla. Lítum nú á hvernig myndin breytist ef eitt barn bætist við í fjölskylduna. Nú þurfa foreldrarnir að greiða gjald fyrir vistun hjá dagforeldri auk gjalda fyrir leikskóla og mat og tómstundaheimili í grunnskóla. Í því tilfelli snýst dæmið við. Núna er það 15.600 krónum ódýrara fyrir fjölskylduna að búa í Garðabæ en í Reykjavík á mánuði, sem gerir tæplega 190 þúsund krónur á ári. Eins má líta á fjölskyldu með sömu tekjur og tvö börn, annað hjá dagforeldri og hitt á leikskóla. Sú fjölskylda sparar um 200 þúsund krónur á ári með því að búa í Garðabæ, frekar en Reykjavík sem gerir 16.800 kr. á mánuði.Meira val og örugg þjónusta Einnig er rétt að hafa í huga: Garðabær gerir samninga við dagforeldra um hámarksgjöld sem dagforeldrar mega innheimta. Útgangspunkturinn er að vistun hjá dagforeldrum kosti það sama og leikskóladvöl og foreldrar hafi því raunverulegt val um vistunarkost fyrir barn sitt. Í Reykjavík er ekkert þak á því gjaldi sem dagforeldrar geta sett upp. Garðabær veitir 50% systkinaafslátt af gjaldi tómstundaheimila ef barnið á systkini hjá dagforeldri eða í leikskóla. Reykjavíkurborg veitir ekki afslátt af gjaldi í frístund þótt systkini sé á leikskóla eða hjá dagforeldri. Leikskólar Garðabæjar eru opnir allt árið og foreldrar geta valið hvenær leikskólabarnið tekur sumarleyfi. Í Reykjavík loka leikskólar í mánuð yfir sumartímann. Hjá Garðabæ hafa foreldrar val um kaup á einstaka máltíðum í grunnskólum og um tímafjölda sem barnið dvelur á tómstundaheimili. Í Reykjavík þarf að kaupa áskrift alla daga vikunnar að mat og tiltekinn fjölda tíma í frístund. Í Garðabæ komast öll börn á leikskóla sem eru orðin 18 mánaða að hausti og öll börn sem þess óska komast á tómstundaheimili strax þegar skólinn hefst að hausti. Iðulega sjást fréttir í byrjun skólaárs um erfiðleika við að manna tómstundaheimili í Reykjavík og þann vanda sem fjölskyldur lenda í vegna þess. Lágt útsvar gagnast öllum Einnig er rétt að benda á að Reykjavík sker sig verulega frá öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar gjaldskrá leikskóla. Gjaldskrá Garðabæjar fyrir leikskóla er mjög sambærileg því sem gerist hjá Hafnarfirði og Mosfellsbæ svo dæmi séu tekin og því væri samanburðurinn enn hagstæðari fyrir Garðbæinga ef litið væri til fleiri sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Að lokum má ekki horfa framhjá því að lágt útsvar gagnast öllum fjölskyldum, líka þeim sem eiga börn sem eru vaxin upp úr því að vera á leikskóla eða á tómstundaheimili. Það er gott að búa í Garðabæ, á öllum æviskeiðum og fyrir allar fjölskyldur. Fjölskylda með eitt barn hjá dagforeldri, eitt barn á leikskóla og eitt barn í grunnskóla. Fjölskylda með eitt barn hjá dagmömmu og eitt barn í leikskóla.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun