„Ég velti því fyrir mér hvort ég gæti lifað á Íslandi áfram með börnin mín“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júní 2014 09:21 „Ég held að þú viljir ekki vita mína upplifun af þessu,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík í viðtali við Björn Inga Hrafnsson í Eyjunni á Stöð 2 í gær þegar umdeild skopmynd sem birtist af henni í Fréttablaðinu á kjördag barst í tal. Myndin sýndi oddvita allra framboðana í borginni og Sveinbjörgu íklædda Ku klux klan búningi en myndin birtist í kjölfar ummæla hennar um að vilja afturkalla lóð undir mosku til Félags Múslima á Íslandi. Hún segist hafa grátið þegar hún sá skopmyndina. „Og ég bara velti því fyrir mér hvort ég gæti lifað á Íslandi áfram með börnin mín,“ sagði Sveinbjörg sem segist hafa tekið myndbirtingu gífurlega nærri sér. „Þetta er ekki neitt sem ég óska neinum einasta manni“. Henni þótti miður að múslimar skuli hafa verið dregnir inn í umræðuna eins og raun bar vitni. „Mér finnst þetta alveg ömurlegt. Mér finnst þetta alveg hræðilegt. Þetta hefur snúist upp í bara hreinan viðbjóð þessi umræða og það hefur aldrei verið ætlunin hjá okkur að þessi umræða færi á þessa leið.“Umrædd skopmynd sem birtist á kjördag í Fréttablaðinu.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipaði annað sæti framboðs flokksins í Reykjavík, undirstrikaði að moskumálið svokallaða hafi ekki verið úthugsað útspil fyrir kosningarnar og að það hafi einungis snúist um deiliskipulagsmál. Húsnæðisekla væri í borginni og henni þætti ekki við að hæfi að á þessari lóð í Sogmýri risi nokkurt bænahús, hvorki moska né kirkja. Aðspurð um hvort að hún héldi að flokkurinn hefði grætt á þessum ummælum oddvitans þegar uppi var staðið sagði Guðfinna sagði hún það ekki útilokað. Henni þætti líklegt að þessi fylgisaukning Framsóknar væri tilkomin vegna þess að fólki hafi verið ofboðið „það sem þær voru lentar í“ eins og hún komst að orði, ekki vegna þess að orðræða þeirra höfðaði til rasista. Sveinbjörg bætti við að umræðan í kjölfar ummæla hennar hafi verið á villigötum, boðskapur framboðs hennar hafi verið skýr. „Þeir sem taka upp hjá sér í dag að fara að twitta, skrifa á Facebook og koma með greinar þar sem snúið út úr þessu, þau ummæli hljóta að dæma sig sjálf. Því við erum búin að leggja spilin á borðið, við viljum vinna að það skapist sátt í samfélaginu,“ sagði Sveinbjörg undir lok viðtalsins. Það má sjá hér að ofan. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
„Ég held að þú viljir ekki vita mína upplifun af þessu,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík í viðtali við Björn Inga Hrafnsson í Eyjunni á Stöð 2 í gær þegar umdeild skopmynd sem birtist af henni í Fréttablaðinu á kjördag barst í tal. Myndin sýndi oddvita allra framboðana í borginni og Sveinbjörgu íklædda Ku klux klan búningi en myndin birtist í kjölfar ummæla hennar um að vilja afturkalla lóð undir mosku til Félags Múslima á Íslandi. Hún segist hafa grátið þegar hún sá skopmyndina. „Og ég bara velti því fyrir mér hvort ég gæti lifað á Íslandi áfram með börnin mín,“ sagði Sveinbjörg sem segist hafa tekið myndbirtingu gífurlega nærri sér. „Þetta er ekki neitt sem ég óska neinum einasta manni“. Henni þótti miður að múslimar skuli hafa verið dregnir inn í umræðuna eins og raun bar vitni. „Mér finnst þetta alveg ömurlegt. Mér finnst þetta alveg hræðilegt. Þetta hefur snúist upp í bara hreinan viðbjóð þessi umræða og það hefur aldrei verið ætlunin hjá okkur að þessi umræða færi á þessa leið.“Umrædd skopmynd sem birtist á kjördag í Fréttablaðinu.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipaði annað sæti framboðs flokksins í Reykjavík, undirstrikaði að moskumálið svokallaða hafi ekki verið úthugsað útspil fyrir kosningarnar og að það hafi einungis snúist um deiliskipulagsmál. Húsnæðisekla væri í borginni og henni þætti ekki við að hæfi að á þessari lóð í Sogmýri risi nokkurt bænahús, hvorki moska né kirkja. Aðspurð um hvort að hún héldi að flokkurinn hefði grætt á þessum ummælum oddvitans þegar uppi var staðið sagði Guðfinna sagði hún það ekki útilokað. Henni þætti líklegt að þessi fylgisaukning Framsóknar væri tilkomin vegna þess að fólki hafi verið ofboðið „það sem þær voru lentar í“ eins og hún komst að orði, ekki vegna þess að orðræða þeirra höfðaði til rasista. Sveinbjörg bætti við að umræðan í kjölfar ummæla hennar hafi verið á villigötum, boðskapur framboðs hennar hafi verið skýr. „Þeir sem taka upp hjá sér í dag að fara að twitta, skrifa á Facebook og koma með greinar þar sem snúið út úr þessu, þau ummæli hljóta að dæma sig sjálf. Því við erum búin að leggja spilin á borðið, við viljum vinna að það skapist sátt í samfélaginu,“ sagði Sveinbjörg undir lok viðtalsins. Það má sjá hér að ofan.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira