Fótbolti

Stórsigur Frakka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Franska landsliðið fyrir leikinn gegn Jamaíka í kvöld.
Franska landsliðið fyrir leikinn gegn Jamaíka í kvöld. Vísir/AFP
Frakkar rúlluðu yfir Jamaíkumenn í sínum síðasta leik fyrir HM. Lokatölur urðu 8-0, Frakklandi í vil.

Yohan Cabaye opnaði markareikninginn á 17. mínútu og þremur mínútum síðar bætti annar leikmaður Paris SG, Blaise Matuidi, við marki. Karim Benzema skoraði svo þriðja markið á 38. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Frakkar þurftu ekki að bíða nema í átta mínútur eftir fyrsta marki seinni hálfleiks, en það skoraði framherjinn Oliver Giroud. Benzema bætti svo við sínu öðru marki og fimmta marki Frakka á 63. mínútu.

Matuidi skoraði sjötta markið þremur mínútum seinna, en þá var komið að varamanninum Antoine Griezmann, leikmanni Real Sociedad. Hann skoraði á 77. mínútu og  negldi síðan síðasta naglann í kistu Jamaíka þegar hann skoraði áttunda markið á 89. mínútu. Griezmann hefur nú skorað þrjú mörk í fimm landsleikjum fyrir Frakkland.

Stórsigur Frakka staðreynd, sem hlýtur að gefa þeim byr undir báða vængi fyrir komandi átök.

Frakkland leikur í riðli með Sviss, S-Kóreu og Ekvador á HM.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×