Innlent

13 ára ökumaður stöðvaður af lögreglu

Bjarki Ármannsson skrifar
Lögregla stöðvaði ökuþórinn unga við Hafravatn fyrr í dag.
Lögregla stöðvaði ökuþórinn unga við Hafravatn fyrr í dag.
Lögregla stöðvaði bifreið á Hafravatnsvegi fyrr í dag sem ekin var af þrettán ára dreng. Faðir drengins og tveir bræður voru með í för.

Samkvæmt skýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður faðirinn kærður fyrir að fela drengnum stjórn ökutækis. Þá verður Barnavernd tilkynnt um atvikið, líkt og um öll afskipti lögreglu af börnum undir átján ára aldri.

Þá gerði lögregla leit í húsi í Hafnarfirði þar sem upplýsingar lágu fyrir um sölu fíkniefna. Að sögn Lögreglu fundust hvítt efni og það sem talið er vera kannabis. Tveir menn voru fluttir á lögreglustöð í Hafnarfirði og stendur rannsókn nú yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×