SA vísar gagnrýni flugvirkja á bug Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. júní 2014 22:00 Flugvirkjafélag Íslands sakar Samtök atvinnulífsins um að bjóða í leðjuslag með því að setja fram þróun launakjara flugvirkja með villandi hætti. SA segir launakröfur flugvirkja alltof háar og enn sé langt á milli aðila. Flugvirkjar hafa boðað verkfall þann 16. júní. Engin sátt virðist í sjónmáli í kjaradeilu Icelandair og flugvirkja sem áforma verkfall um miðjan júní. Samtök atvinnulífsins sendu frá sér tilkynningu í gær og segja að flugvirkjar fari fram á 30% launahækkun. SA segja að laun flugvirkja hafi hækkað um tæp 62% frá 2007 á meðan laun hjá félagsmönnum ASÍ hafi hækkað um 38,5% á sama tímabili. Flugvirkjafélag Íslands gagnrýnir framsetningu SA harðlega í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag. Sú aðferðafræði sem SA beiti í málflutningi sínum sé ekkert annað en ósmekklegar rangfærslur og útreikningur sé fjarri raunveruleikanum. „Við vísum því á bug,“ segir Þorsteinn Víglundsson þegar hann er spurður um hvort að SA bjóði í leðjuslag. „Við erum einfaldlega að bera saman launaþróun flugvirkja við aðra hópa í samfélaginu með nákvæmlega sama hætti og við stóðum sameiginlega að með ASÍ síðastliðið haust. Við gerðum það sama þegar við bárum saman launaþróun flugmanna og flugfreyja og þetta er sambærileg aðferðarfræði og við höfum notað til að reikna vísitölu hagstofunnar.“Launakröfur langt umfram almennar launahækkanir Samningafundur var haldinn í dag en lítið þokaðist í viðræðunum. Næsti fundur í deilunni er boðaður á þriðjudag. Þorsteinn segir að allt kapp verði lagt á að koma í veg fyrir frekari verkföll á flugvöllum landsins. „Það er hins vegar mikið áhyggjuefni að tiltölulega fámennar stéttir sé hver ofan í aðra að beita verkfallsvopni til að knýja fram launabreytingar sem eru langt umfram það sem gengur og gerist í samfélaginu í almennt. Þar með hlýtur maður að spyrja sig á hvaða grundvelli launakröfurnar eru reistar og hvort að það sé rétt að knýja slíkar kröfur fram með verkfalli sem bítur mjög á allt samfélagið,“ segir Þorsteinn. Tengdar fréttir Fundað hjá flugvirkjum í hádeginu „Við erum tiltölulega bjartsýnir á að samningar takist,“ segir Óskar Einarsson 6. júní 2014 10:46 Flugvirkjar segja SA hafa boðið til leðjuslags Segja framsetningu SA á upplýsingum um þróun launakjara flugvirkja villandi 6. júní 2014 12:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Flugvirkjafélag Íslands sakar Samtök atvinnulífsins um að bjóða í leðjuslag með því að setja fram þróun launakjara flugvirkja með villandi hætti. SA segir launakröfur flugvirkja alltof háar og enn sé langt á milli aðila. Flugvirkjar hafa boðað verkfall þann 16. júní. Engin sátt virðist í sjónmáli í kjaradeilu Icelandair og flugvirkja sem áforma verkfall um miðjan júní. Samtök atvinnulífsins sendu frá sér tilkynningu í gær og segja að flugvirkjar fari fram á 30% launahækkun. SA segja að laun flugvirkja hafi hækkað um tæp 62% frá 2007 á meðan laun hjá félagsmönnum ASÍ hafi hækkað um 38,5% á sama tímabili. Flugvirkjafélag Íslands gagnrýnir framsetningu SA harðlega í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag. Sú aðferðafræði sem SA beiti í málflutningi sínum sé ekkert annað en ósmekklegar rangfærslur og útreikningur sé fjarri raunveruleikanum. „Við vísum því á bug,“ segir Þorsteinn Víglundsson þegar hann er spurður um hvort að SA bjóði í leðjuslag. „Við erum einfaldlega að bera saman launaþróun flugvirkja við aðra hópa í samfélaginu með nákvæmlega sama hætti og við stóðum sameiginlega að með ASÍ síðastliðið haust. Við gerðum það sama þegar við bárum saman launaþróun flugmanna og flugfreyja og þetta er sambærileg aðferðarfræði og við höfum notað til að reikna vísitölu hagstofunnar.“Launakröfur langt umfram almennar launahækkanir Samningafundur var haldinn í dag en lítið þokaðist í viðræðunum. Næsti fundur í deilunni er boðaður á þriðjudag. Þorsteinn segir að allt kapp verði lagt á að koma í veg fyrir frekari verkföll á flugvöllum landsins. „Það er hins vegar mikið áhyggjuefni að tiltölulega fámennar stéttir sé hver ofan í aðra að beita verkfallsvopni til að knýja fram launabreytingar sem eru langt umfram það sem gengur og gerist í samfélaginu í almennt. Þar með hlýtur maður að spyrja sig á hvaða grundvelli launakröfurnar eru reistar og hvort að það sé rétt að knýja slíkar kröfur fram með verkfalli sem bítur mjög á allt samfélagið,“ segir Þorsteinn.
Tengdar fréttir Fundað hjá flugvirkjum í hádeginu „Við erum tiltölulega bjartsýnir á að samningar takist,“ segir Óskar Einarsson 6. júní 2014 10:46 Flugvirkjar segja SA hafa boðið til leðjuslags Segja framsetningu SA á upplýsingum um þróun launakjara flugvirkja villandi 6. júní 2014 12:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Fundað hjá flugvirkjum í hádeginu „Við erum tiltölulega bjartsýnir á að samningar takist,“ segir Óskar Einarsson 6. júní 2014 10:46
Flugvirkjar segja SA hafa boðið til leðjuslags Segja framsetningu SA á upplýsingum um þróun launakjara flugvirkja villandi 6. júní 2014 12:53