Svikabrigsl, lagaklækir og undirmálsvinnubrögð Stefán Óli Jónsson skrifar 6. júní 2014 12:23 Gunnar Þorsteinsson vandar vinnubrögðum nýrrar stjórnar Krossins ekki kveðjurnar. VISIR/ANTON Ákveðið var á fundi Krossins á miðvikudag að víkja Gunnari Þorsteinssyni, fyrrum framkvæmdastjóra og stofnanda Krossins, úr söfnuðinum. Einnig var nafni safnaðarins breytt úr Krossinum í Smárakirkju og kjörin ný stjórn safnaðarins. Gunnar segir farir sínar ekki sléttar við nýkjörna stjórn og þá sem að fundinum stóðu. „Já, ég get sagt þér allt um þennan ótrúlega fund,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. „Hann var einungis boðaður lokaðri klíku og hinn almenni safnaðarmeðlimur hafði ekki hugmynd um hann“. Samkvæmt lögum safnaðarins skulu safnaðarfundir boðaðir með minnst viku fyrirvara og hann auglýstur á samkomum hans. Gunnar, sem nú er staddur erlendis, segir að handsalað hafi verið samkomulag um hvernig næsti fundurinn skyldi fara fram sem virt hafi verið að vettugi þegar hann brá sér af landinu. „Stjórnarmeðlimir vissu ekki af fundinum en fengu hringingar að honum loknum þar sem þeim var tilkynnt að þeir ættu þar ekki lengur sæti.“ Gunnar segir niðurstöðu fundarins þó ekki beinast gegn honum persónulega heldur væri einfaldlega verið að sölsa völdin í söfnuðinum með svikabrigslum „Það er farið á svig við lög og samþykktir safnaðarins og er þetta bara framhald af þeim lagaklækjum og þeim undirmálsvinnubrögðum sem hafa ríkt í söfnuðinum síðustu þrjú ár. Á téðum fundi var sem fyrr segir kjörin ný stjórn safnaðarins og var Sigurbjörg Gunnarsdóttir endurkjörin forstöðukona Krossins. Sigurbjörg er dóttir Gunnars og tók við af honum þegar hann lét af störfum eftir ásakanir um kynferðisbrot.Dóttirin að stela af honum ævistarfinu Fráfarandi stjórnarmeðlimur, Georg Viðar Björnsson, tekur undir orð Gunnars um svikabrigsl í samtali við Vísi. Hann sem stjórnarmeðlimur hafi ekki verið boðaður á fundinn og að honum loknum hafi hann fengið símhringingu þar sem hann var skammaður fyrir að hafa ekki mætt. Hann hafi þó oft farið fram á það að fá að stíga til hliðar sökum heilsubrests enda hafi átökin í söfnuðinum á undanförnum misserum tekið á sig. „Dóttir hans er bara að taka af Gunnari ævistarfið og víkja okkur út. Ég hef verið í söfnuðinum í 40 ár og hef aldrei heyrt annað eins, að mönnum sé vikið úr honum án nokkurrar ávítunar.“ Hann bætir við að fyrri tilraunir til að halda aðalfundi hafi oftar en ekki farið út um þúfur og því grunsamlegt að tekist hafi að halda jafn fjölmennan fund og raun bar vitni með stuttum fyrirvara en talið er að hátt í hundrað manns hafi sótt fundinn á miðvikudag. Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Ákveðið var á fundi Krossins á miðvikudag að víkja Gunnari Þorsteinssyni, fyrrum framkvæmdastjóra og stofnanda Krossins, úr söfnuðinum. Einnig var nafni safnaðarins breytt úr Krossinum í Smárakirkju og kjörin ný stjórn safnaðarins. Gunnar segir farir sínar ekki sléttar við nýkjörna stjórn og þá sem að fundinum stóðu. „Já, ég get sagt þér allt um þennan ótrúlega fund,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. „Hann var einungis boðaður lokaðri klíku og hinn almenni safnaðarmeðlimur hafði ekki hugmynd um hann“. Samkvæmt lögum safnaðarins skulu safnaðarfundir boðaðir með minnst viku fyrirvara og hann auglýstur á samkomum hans. Gunnar, sem nú er staddur erlendis, segir að handsalað hafi verið samkomulag um hvernig næsti fundurinn skyldi fara fram sem virt hafi verið að vettugi þegar hann brá sér af landinu. „Stjórnarmeðlimir vissu ekki af fundinum en fengu hringingar að honum loknum þar sem þeim var tilkynnt að þeir ættu þar ekki lengur sæti.“ Gunnar segir niðurstöðu fundarins þó ekki beinast gegn honum persónulega heldur væri einfaldlega verið að sölsa völdin í söfnuðinum með svikabrigslum „Það er farið á svig við lög og samþykktir safnaðarins og er þetta bara framhald af þeim lagaklækjum og þeim undirmálsvinnubrögðum sem hafa ríkt í söfnuðinum síðustu þrjú ár. Á téðum fundi var sem fyrr segir kjörin ný stjórn safnaðarins og var Sigurbjörg Gunnarsdóttir endurkjörin forstöðukona Krossins. Sigurbjörg er dóttir Gunnars og tók við af honum þegar hann lét af störfum eftir ásakanir um kynferðisbrot.Dóttirin að stela af honum ævistarfinu Fráfarandi stjórnarmeðlimur, Georg Viðar Björnsson, tekur undir orð Gunnars um svikabrigsl í samtali við Vísi. Hann sem stjórnarmeðlimur hafi ekki verið boðaður á fundinn og að honum loknum hafi hann fengið símhringingu þar sem hann var skammaður fyrir að hafa ekki mætt. Hann hafi þó oft farið fram á það að fá að stíga til hliðar sökum heilsubrests enda hafi átökin í söfnuðinum á undanförnum misserum tekið á sig. „Dóttir hans er bara að taka af Gunnari ævistarfið og víkja okkur út. Ég hef verið í söfnuðinum í 40 ár og hef aldrei heyrt annað eins, að mönnum sé vikið úr honum án nokkurrar ávítunar.“ Hann bætir við að fyrri tilraunir til að halda aðalfundi hafi oftar en ekki farið út um þúfur og því grunsamlegt að tekist hafi að halda jafn fjölmennan fund og raun bar vitni með stuttum fyrirvara en talið er að hátt í hundrað manns hafi sótt fundinn á miðvikudag.
Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira