Utanvegaakstur fyrst og fremst af hendi útlendinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2014 11:25 Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi. „Allir sem vilja vita það vita að utanvegaakstur er fyrst og fremst framkvæmdur af útlendingum á bílaleigujeppum.“ Þetta fullyrðir Kristján Kristjánsson, eigandi Mountain Taxi, sem sérhæfir sig í ferðum með erlenda ferðamenn um fjöll og firnindi á Íslandi. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og svæðalandvörður á Suðurlandi, segir í Fréttablaðinu í dag að fyrirtæki hérlendis selji ferðir inn á svæði sem lokuð séu í leysingatíð. Hún ætli engum að vinna skemmdir á sérstæðri náttúru svæðisins en aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Kristján segir að sitt fyrirtæki og fleiri selji vissulega í ferðir allt árið um kring. Hins vegar sé ekki farið í ferðir á þau svæði sem séu lokuð heldur bjóðist útlendingum aðrar ferðir í staðinn eða endurgreiðsla. „Ég veit til þess að einhver fyrirtæki hafi ekki virt lokun vega,“ segir Kristján. Í þeim tilvikum sé hins vegar um vana menn að ræða sem keyri yfir skaflana en sveigi ekki framhjá þeim með tilheyrandi skemmdum. „Það er stórkostlegur utanvegaakstur allan ársins hring hjá útlendingum. Þeir taka stóran sveig um stóra skafla og keyra um holt, hæðir og hóla,“ bætir Kristján við. Vandamálið snúi fyrst og fremst að stóru bílaleigujeppunum sem erlendir ferðamenn eigi greiðan aðgang að hvort sem um sé að ræða breytta eða óbreytta bíla. „99 prósent af utanvegaakstri er framkvæmdur á bílaleigujeppum. Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján. Íslensku fyrirtækin vandi sig, fari eftir reglunum og vissulega hafi menn neyðst til að fara inn í Landamannalaugar. „Við erum ekki að skemma vegina sjálfa. Okkar fyrirtæki hefur haft það að markmiði.“ Tengdar fréttir Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira
„Allir sem vilja vita það vita að utanvegaakstur er fyrst og fremst framkvæmdur af útlendingum á bílaleigujeppum.“ Þetta fullyrðir Kristján Kristjánsson, eigandi Mountain Taxi, sem sérhæfir sig í ferðum með erlenda ferðamenn um fjöll og firnindi á Íslandi. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og svæðalandvörður á Suðurlandi, segir í Fréttablaðinu í dag að fyrirtæki hérlendis selji ferðir inn á svæði sem lokuð séu í leysingatíð. Hún ætli engum að vinna skemmdir á sérstæðri náttúru svæðisins en aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Kristján segir að sitt fyrirtæki og fleiri selji vissulega í ferðir allt árið um kring. Hins vegar sé ekki farið í ferðir á þau svæði sem séu lokuð heldur bjóðist útlendingum aðrar ferðir í staðinn eða endurgreiðsla. „Ég veit til þess að einhver fyrirtæki hafi ekki virt lokun vega,“ segir Kristján. Í þeim tilvikum sé hins vegar um vana menn að ræða sem keyri yfir skaflana en sveigi ekki framhjá þeim með tilheyrandi skemmdum. „Það er stórkostlegur utanvegaakstur allan ársins hring hjá útlendingum. Þeir taka stóran sveig um stóra skafla og keyra um holt, hæðir og hóla,“ bætir Kristján við. Vandamálið snúi fyrst og fremst að stóru bílaleigujeppunum sem erlendir ferðamenn eigi greiðan aðgang að hvort sem um sé að ræða breytta eða óbreytta bíla. „99 prósent af utanvegaakstri er framkvæmdur á bílaleigujeppum. Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján. Íslensku fyrirtækin vandi sig, fari eftir reglunum og vissulega hafi menn neyðst til að fara inn í Landamannalaugar. „Við erum ekki að skemma vegina sjálfa. Okkar fyrirtæki hefur haft það að markmiði.“
Tengdar fréttir Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira
Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00
Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00