Utanvegaakstur fyrst og fremst af hendi útlendinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2014 11:25 Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi. „Allir sem vilja vita það vita að utanvegaakstur er fyrst og fremst framkvæmdur af útlendingum á bílaleigujeppum.“ Þetta fullyrðir Kristján Kristjánsson, eigandi Mountain Taxi, sem sérhæfir sig í ferðum með erlenda ferðamenn um fjöll og firnindi á Íslandi. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og svæðalandvörður á Suðurlandi, segir í Fréttablaðinu í dag að fyrirtæki hérlendis selji ferðir inn á svæði sem lokuð séu í leysingatíð. Hún ætli engum að vinna skemmdir á sérstæðri náttúru svæðisins en aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Kristján segir að sitt fyrirtæki og fleiri selji vissulega í ferðir allt árið um kring. Hins vegar sé ekki farið í ferðir á þau svæði sem séu lokuð heldur bjóðist útlendingum aðrar ferðir í staðinn eða endurgreiðsla. „Ég veit til þess að einhver fyrirtæki hafi ekki virt lokun vega,“ segir Kristján. Í þeim tilvikum sé hins vegar um vana menn að ræða sem keyri yfir skaflana en sveigi ekki framhjá þeim með tilheyrandi skemmdum. „Það er stórkostlegur utanvegaakstur allan ársins hring hjá útlendingum. Þeir taka stóran sveig um stóra skafla og keyra um holt, hæðir og hóla,“ bætir Kristján við. Vandamálið snúi fyrst og fremst að stóru bílaleigujeppunum sem erlendir ferðamenn eigi greiðan aðgang að hvort sem um sé að ræða breytta eða óbreytta bíla. „99 prósent af utanvegaakstri er framkvæmdur á bílaleigujeppum. Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján. Íslensku fyrirtækin vandi sig, fari eftir reglunum og vissulega hafi menn neyðst til að fara inn í Landamannalaugar. „Við erum ekki að skemma vegina sjálfa. Okkar fyrirtæki hefur haft það að markmiði.“ Tengdar fréttir Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
„Allir sem vilja vita það vita að utanvegaakstur er fyrst og fremst framkvæmdur af útlendingum á bílaleigujeppum.“ Þetta fullyrðir Kristján Kristjánsson, eigandi Mountain Taxi, sem sérhæfir sig í ferðum með erlenda ferðamenn um fjöll og firnindi á Íslandi. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og svæðalandvörður á Suðurlandi, segir í Fréttablaðinu í dag að fyrirtæki hérlendis selji ferðir inn á svæði sem lokuð séu í leysingatíð. Hún ætli engum að vinna skemmdir á sérstæðri náttúru svæðisins en aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Kristján segir að sitt fyrirtæki og fleiri selji vissulega í ferðir allt árið um kring. Hins vegar sé ekki farið í ferðir á þau svæði sem séu lokuð heldur bjóðist útlendingum aðrar ferðir í staðinn eða endurgreiðsla. „Ég veit til þess að einhver fyrirtæki hafi ekki virt lokun vega,“ segir Kristján. Í þeim tilvikum sé hins vegar um vana menn að ræða sem keyri yfir skaflana en sveigi ekki framhjá þeim með tilheyrandi skemmdum. „Það er stórkostlegur utanvegaakstur allan ársins hring hjá útlendingum. Þeir taka stóran sveig um stóra skafla og keyra um holt, hæðir og hóla,“ bætir Kristján við. Vandamálið snúi fyrst og fremst að stóru bílaleigujeppunum sem erlendir ferðamenn eigi greiðan aðgang að hvort sem um sé að ræða breytta eða óbreytta bíla. „99 prósent af utanvegaakstri er framkvæmdur á bílaleigujeppum. Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján. Íslensku fyrirtækin vandi sig, fari eftir reglunum og vissulega hafi menn neyðst til að fara inn í Landamannalaugar. „Við erum ekki að skemma vegina sjálfa. Okkar fyrirtæki hefur haft það að markmiði.“
Tengdar fréttir Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00
Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00