Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Eistland 1-0 | Kolbeinn kom til bjargar Henry Birgir Gunnarsson á Laugardalsvelli skrifar 4. júní 2014 16:58 Leikmennirnir fagna marki Kolbeins Vísir/Andri Ísland lagði Eistland í tilþrifalitlum og leiðinlegum leik á Laugardalsvelli í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson skoraði eina mark leiksins.Daníel Rúnarsson og Andri Marinó Karlsson, ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis, tóku skemmtilegar myndir sem sjá má hér í myndaveislunni að ofan. Eins og við mátti búast lágu Eistarnir frekar aftarlega og leyfðu Íslendingum að vera með boltann. Okkar mönnum gekk ekkert sérstaklega vel að stýra ferðinni og búa til færi. Ísland fékk aðeins tvo færi í hálfleiknum og það fyrra kom eftir tæpan hálftíma. Aron Einar með skot yfir markið og svo átti Kolbeinn skalla í slá skömmu síðar. Það var allt og sumt sem íslenska liðið bauð upp á. Eistarnir þurftu oft ekki að hafa mikið fyrir því að stoppa sóknir íslenska liðsins. Strákunum gekk illa að koma boltanum í fætur framherjanna og sendingarnar fyrir voru oft ekki í háum gæðaflokki. Skyndisóknir Eistanna voru nokkrar hættulegar og þeir fengu bestu færi leiksins. Einu sinni bjargaði sláin og svo átti Gunnleifur gott úthlaup er einn Eistinn var kominn í gegn. Markalaust í leikhléi og íslenska liðið átti mikið inni. Landsliðsþjálfar Íslands gerðu þrefalda skiptingu í hálfleik og nýliðinn Ögmundur Kristinsson hóf landsliðsferil sinn með því að verja glæsilega úr algjöru dauðafæri strax í upphafi seinni hálfleiks. Íslenska liðið stálheppið. Lukkan var aftur í liði með Íslandi er það fékk vítaspyrnu upp úr þurru. Rúrik með boltann í teignum og brotið klaufalega á honum. Kolbeinn tók vítið og skoraði af öryggi. Fimmtánda landsliðsmarkið hans. Ótrúlegur árangur. Eftir markið gekk íslenska liðinu betur að stjórna leiknum. Meiri kraftur í strákunum og hreyfing. Sem fyrr gekk þó ekkert vel að skapa opin færi í opnum leik. Hallgrímur fékk dauðafæri stundarfjórðungi fyrir leikslok eftir aukaspyrnu en skot hans hitti ekki markið. Eistarnir virkuðu bensínlausir á lokakaflanum og leikurinn opnaðist aðeins fyrir vikið. Leikmenn þó ekkert sérstaklega áfjáðir að klára sig nema kannski varamennirnir. Fyrir utan nokkra smákippi þá gerðist lítið á lokamínútunum og Ísland sigldi heim sigri sem fer nú ekki í sögubækurnar. Leikurinn var frekar leiðinlegur eins og vináttuleikir eiga til að vera. Leikmenn á rétt rúmlega hálfum hraða lengstum. Íslenska liðið vann alls ekki sanngjarnan sigur. Eistarnir á löngum köflum hættulegri og hefðu hæglega getað refsað íslenska liðinu. Það var svo þeirra eigin klaufaskapur sem varð þeim að falli. Það er erfitt að dæma leikmenn eftir svona leik þar sem ekkert er undir og margir komnir með hugann við sumarfríið. Varnarleikur Íslands var á köflum brothættur og sóknarleikurinn hefði sannarlega mátt vera hraðari og kraftmeiri. Upp úr stendur sigur í bókina og enn eitt markið hjá Kolbeini sem getur ekki hætt að skora í landsleikjum. Íslenska liðið getur þó mikið betur en það sýndi í þessum leik. Gylfi: Vantaði meiri hraða í leikinnGylfi Sigurðsson, miðjumaður Íslands, var þokkalega sáttur með leikinn gegn Eistlandi í kvöld. Hann sagði þó íslenska liðið eiga mikið inni. „Það er alltaf gott að halda hreinu. Hefði þetta verið alvöru leikur hefðum við sett miklu meiri hraða í leikinn," sagði Gylfi við fjölmiðla. Leikurinn var síðasti undirbúningsleikur Íslands áður en undankeppni Evrópumótsins hefst næsta haust. „Það var gott að koma saman hópurinn. Við náðum að fara yfir fullt af hlutum síðustu tíu daga og það var fínt." „Það var mikilvægt fyrir flesta að koma heilir út úr leiknum. Ég er aðeins búinn að æfa þrisvar sinnum síðasta mánuðinn og það var mikilvægt að komast út úr þessu heill heilsu. Núna getur maður tekið smá frí áður en maður byrjar aftur." Voru Eistar betri en Íslendingar bjuggust við? „Ég held að við höfum verið aðeins slappari en við bjuggumst við. Ef allir okkar menn hefðu verið á miðju tímabili þá hefðum við valtað yfir þetta lið." „Það var kjörið tækifæri fyrir að gefa öðrum mönnum tækifæri, þeim sem hafa verið við hópinn. Ég held að það hafi verið tveir sem voru að spila sinn fyrsta landsleik og það er jákvætt." Næsti leikur er í undankeppninni gegn Tyrkjum. Aðspurður hvort Gylfi hefði verið til í einn æfingarleik í viðbót var Gylfi ekki alveg viss. „Auðvitað hefði verið fínt að fá einn leik í viðbót, en ég held að við höfum náð að fara yfir það sem við vildum á fundunum í Austurríki og hér heima þannig ég held að þetta sé bara fínt," sagði Gylfi Þór Sigurðsson í leikslok. Heimir: Ísland vinnur aldrei leiki án rétta hugarfarsins„Við erum ekkert of ánægðir með frammistöðuna, þannig séð, en við erum ánægðir með sigurinn og ánægðir með að halda hreinu," sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands eftir sigurinn á Eistlandi í kvöld. En hvað var það sem þjálfararnir lögðu upp með fyrir leik og hvernig fannst Heimi það ganga upp? „Við ætluðum að setja pressu á þá og bjuggust við því að þeir yrðu þéttir til baka. En þeir beittu löngum sendingum og við náðum ekki að vinna úr því og það var kannski klaufaskapur af okkar hálfu að bakka ekki aðeins og leyfa þeim að spila út." „Við ætluðum að reyna að koma með boltann fyrr inn fyrir vörn þeirra, en spilið var hægt hjá okkur og það var ekki sama viðhorf og hefur verið," sagði Heimir, en er hann bjartsýnni á framhaldið en hann var fyrir leikina gegn Austurríki og Eistlandi? "Það verður enginn stóridómur felldur út frá þessum leik. En ef það er eitthvað sem við getum lært af þessum leik, þá er það að það verður að fara með rétt hugarfar í alla leiki. Ísland vinnur aldrei leiki án þess að fara með rétt hugarfar inn í leiki. Og við þjálfararnir verðum að læra af því líka, það hlýtur að hafa verið eitthvað sem fór úrskeiðis í undirbúningnum hjá okkur og við verðum að læra af því þegar kemur að næsta leik," sagði Heimir. Ögmundur: Hitti beint í punginn á mérÖgmundur Kristinsson, markvörður Íslands, var ánægður með að hafa spilað sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann sagðist hafa verið aðeins meira stressaður en hann bjóst við. „Þetta var aðeins meiri stressandi en ég bjóst við, en þetta var gaman. Ég er stoltur fyrir að hafa fengið að spila og þakka landsliðsþjálfurunum traustið. Vonandi getur maður sýnt sitt rétta andlit áfram í þessu," sagði Ögmundur við fjölmiðla í leikslok. Ögmundur varði vel í upphafi síðari hálfleiks og sagði hann það hafa hjálpað honum. „Það er alltaf gott fyrir sjálfstraustið að verja vel í byrjun. Helvítið á honum hitti beint í punginn á mér, það var kannski aðeins verra. En jú, þetta var mikilvægt." „Þá er það bara að stefna hærra og reyna að taka fyrsta sætið í liðinu. Það er samkeppni hjá mér, Gunnleifi og Hannesi og fleirum, en við erum einnig góðir félagar utan vallar og þetta er bara heilsteypt samkeppni." „Það var smá bras á þessu. Við vorum klárlega sterkari aðilinn í leiknum og á pappírunum, en við hefðum kannski getað útfært þetta aðeins betur." Ögmundur hefur staðið sig vel á tímabilinu og fékk verðskuldað tækifæri í íslenska liðinu í kvöld. „Það var hundfúlt að tapa gegn KR áður en maður kom hingað og maður var alveg að ströggla eftir þann leik, stutt á milli leikja og svona. Það er frábært að koma í landsliðið og góðir strákar og gaman að vera með þeim. Þetta kryddar klárlega upp á sumarið og gaman að koma á æfingar, hátt tempó og svona." „Það er öðruvísi að koma inná í hálfleik. Maður er ekki vanur því og það var gott að fá þessa "power" upphitun áður en maður kom inn." Ögmundur kvaðst vera búinn að taka lagið fyrir strákana, en það er hluti af nýliðavígslunni í landsliðinu. „Já ég er búin að því, en það er dálítið langt síðan," og aðspurður hvaða lag hann hafi sungið var Ögmundur ekki alveg viss. „Ég veit ekki alveg hvað það heitir, en ég gerði það í Frakklandi fyrir mörgum árum," svaraði kampakátur Ögmundur í leikslok. Hallgrímur: Þurfum að venjast leikjaálagi„Frammistaðan var allt í lagi," sagði varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson eftir sigur Íslands á Eistlandi á Laugardagsvelli í kvöld. „Við vorum ekki ánægðir með fyrri hálfleikinn. En við héldum hreinu, skorum mark og vinnum leikinn og ég er sáttur með það," en hvað hefði hann viljað sjá íslenska liðið gera betur í leiknum? „Í fyrri hálfleik hefðum við getað sótt meira. Þegar við komumst í gegnum fyrstu pressuna þeirra vorum við hættulegir. Það gekk betur í seinni hálfleik þegar við spiluðum boltanum inn á miðjuna, þá vorum við hættulegri og vítið kemur upp úr því." „Við gerðum hlutina of hægt í fyrri hálfleik. Völlurinn var ekki frábær. Ég veit ekki hvernig hann leit út utan frá, en hann er ekki góður og boltinn gekk aðeins of hægt hjá okkur," Íslenska liðið þarf að vera betur statt að takast á við tvo leiki á skömmum tíma að mati Hallgríms. „Fyrri hálfleikurinn úti í Austurríki var ekki nógu góður, en seinni hálfleikurinn var góður gegn sterku liði. Við þurfum að venjast því að spila tvo leiki með stuttu millibili." „Það verður þannig í undankeppninni og þá verður jafnvel enn styttra á milli leikja, þannig að við vorum að skoða okkar mál, hvernig við getum náð okkur vel eftir leiki og verið tilbúnir í þann næsta," sagði Húsvíkingurinn að lokum. Emil: Vantaði meiri einbeitinguEmil Hallfreðsson, miðjumaður Íslands, var ekkert alltof sáttur með sigurinn á Eistlandi í kvöld. Hann sagði þó hann það hefðu verið jákvæðir punktar í leiknum. „Þetta var ekki frábær leikur af okkar hálfu, en það er bara næsti leikur sem við þurfum að einbeita okkur að, leikurinn gegn Tyrkjum. Nú eru flestir okkar komnir í sumarfrí og það er ekki mikið meira að segja um þennan leik,“ sagði Emil í samtali við fjölmiðla eftir leikinn. „Þetta var ekki okkar besti leikur og þetta nýtist okkur fyrir leikina gegn Tyrkjum að eitthverju leyti. Við hefðum mögulega átt að vera aðeins einbeittari á verkefnið, en við tökum það jákvæða úr þessum leik." Aðspurður hvort Eistarnir hafi verið sterkari en hann bjóst við svaraði Emil: „Ég bjóst við ágætis liði frá Eistum ef ég á að segja alveg eins og er. Það er alltaf jákvætt að halda hreinu og skora." Nokkrir nýjir leikmenn fengu tækifæri í leiknum í kvöld. „Það er virkilega gaman að sjá ný andlit og þetta eru flottir strákar sem eiga framtíðina fyrir sér," sagði Emil við fjölmiðla í leikslok. Ari Freyr: Alveg búinn á því„Þetta var skíta fótboltaleikur," sagði vinstri bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason hreinskilinn eftir 1-0 sigurinn á Eistlandi í kvöld. „Nei, nei. Það var ekki nógu góð hreyfing á liðinu og við vorum ekki nógu fljótir að hugsa hvað við ætluðum okkur að gera. Það sást kannski að við vorum flestir að koma úr löngu og erfiðu tímabili með okkar félagsliðum." Að mati Ara lagaðist spilamennskan í seinni hálfleik. „Það var aðeins betri hreyfing á liðinu í seinni hálfleik. Við vorum aðeins ákveðnari og komum með fleiri fyrirgjafir inn á vítateiginn og betri hlaup. Við hefðum getað skorað eitt mark í viðbót, en við hefðum einnig getað fengið á okkur mark." Ari Freyr spilaði allar nítíu mínúturnar í dag og var búinn á því eftir leik. „Ég var alveg búinn á því í dag, en ég hef aldrei spilað jafn marga leiki og ég hef gert á síðustu einu og hálfu ári. Mér líður vel og þarf bara að koma mér í betra stand núna," sagði Ari að lokum.Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Andri MarinóVísir/Andri Marinó HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Emil: Mögulega átt að vera einbeittari á verkefnið Emil viðurkenndi að spilamennskan í kvöld var ekki sú besta sem sést hefur hjá landsliðinu. 4. júní 2014 21:51 Ögmundur: Hitti beint í punginn á mér Ögmundur Kristinsson, markvörður Íslands, var ánægður með að hafa spilað sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann sagðist hafa verið aðeins meira stressaður en hann bjóst við. 4. júní 2014 22:03 Gylfi: Hefðum sett meiri hraða í leikinn Gylfi Sigurðsson, miðjumaður Íslands, var þokkalega sáttur með leikinn gegn Eistlandi í kvöld þótt hann teldi að liðið ætti töluvert inni. 4. júní 2014 22:14 Ari Freyr: Alveg búinn á því Ari Freyr Skúlason var ekki ánæðgur með spilamennsku íslenska liðsins í leiknum í kvöld. 4. júní 2014 22:22 Hallgrímur: Þurfum að venjast leikjaálagi "Frammistaðan var allt í lagi," sagði varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson eftir sigur Íslands á Eistlandi á Laugardagsvelli í kvöld. 4. júní 2014 22:10 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira
Ísland lagði Eistland í tilþrifalitlum og leiðinlegum leik á Laugardalsvelli í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson skoraði eina mark leiksins.Daníel Rúnarsson og Andri Marinó Karlsson, ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis, tóku skemmtilegar myndir sem sjá má hér í myndaveislunni að ofan. Eins og við mátti búast lágu Eistarnir frekar aftarlega og leyfðu Íslendingum að vera með boltann. Okkar mönnum gekk ekkert sérstaklega vel að stýra ferðinni og búa til færi. Ísland fékk aðeins tvo færi í hálfleiknum og það fyrra kom eftir tæpan hálftíma. Aron Einar með skot yfir markið og svo átti Kolbeinn skalla í slá skömmu síðar. Það var allt og sumt sem íslenska liðið bauð upp á. Eistarnir þurftu oft ekki að hafa mikið fyrir því að stoppa sóknir íslenska liðsins. Strákunum gekk illa að koma boltanum í fætur framherjanna og sendingarnar fyrir voru oft ekki í háum gæðaflokki. Skyndisóknir Eistanna voru nokkrar hættulegar og þeir fengu bestu færi leiksins. Einu sinni bjargaði sláin og svo átti Gunnleifur gott úthlaup er einn Eistinn var kominn í gegn. Markalaust í leikhléi og íslenska liðið átti mikið inni. Landsliðsþjálfar Íslands gerðu þrefalda skiptingu í hálfleik og nýliðinn Ögmundur Kristinsson hóf landsliðsferil sinn með því að verja glæsilega úr algjöru dauðafæri strax í upphafi seinni hálfleiks. Íslenska liðið stálheppið. Lukkan var aftur í liði með Íslandi er það fékk vítaspyrnu upp úr þurru. Rúrik með boltann í teignum og brotið klaufalega á honum. Kolbeinn tók vítið og skoraði af öryggi. Fimmtánda landsliðsmarkið hans. Ótrúlegur árangur. Eftir markið gekk íslenska liðinu betur að stjórna leiknum. Meiri kraftur í strákunum og hreyfing. Sem fyrr gekk þó ekkert vel að skapa opin færi í opnum leik. Hallgrímur fékk dauðafæri stundarfjórðungi fyrir leikslok eftir aukaspyrnu en skot hans hitti ekki markið. Eistarnir virkuðu bensínlausir á lokakaflanum og leikurinn opnaðist aðeins fyrir vikið. Leikmenn þó ekkert sérstaklega áfjáðir að klára sig nema kannski varamennirnir. Fyrir utan nokkra smákippi þá gerðist lítið á lokamínútunum og Ísland sigldi heim sigri sem fer nú ekki í sögubækurnar. Leikurinn var frekar leiðinlegur eins og vináttuleikir eiga til að vera. Leikmenn á rétt rúmlega hálfum hraða lengstum. Íslenska liðið vann alls ekki sanngjarnan sigur. Eistarnir á löngum köflum hættulegri og hefðu hæglega getað refsað íslenska liðinu. Það var svo þeirra eigin klaufaskapur sem varð þeim að falli. Það er erfitt að dæma leikmenn eftir svona leik þar sem ekkert er undir og margir komnir með hugann við sumarfríið. Varnarleikur Íslands var á köflum brothættur og sóknarleikurinn hefði sannarlega mátt vera hraðari og kraftmeiri. Upp úr stendur sigur í bókina og enn eitt markið hjá Kolbeini sem getur ekki hætt að skora í landsleikjum. Íslenska liðið getur þó mikið betur en það sýndi í þessum leik. Gylfi: Vantaði meiri hraða í leikinnGylfi Sigurðsson, miðjumaður Íslands, var þokkalega sáttur með leikinn gegn Eistlandi í kvöld. Hann sagði þó íslenska liðið eiga mikið inni. „Það er alltaf gott að halda hreinu. Hefði þetta verið alvöru leikur hefðum við sett miklu meiri hraða í leikinn," sagði Gylfi við fjölmiðla. Leikurinn var síðasti undirbúningsleikur Íslands áður en undankeppni Evrópumótsins hefst næsta haust. „Það var gott að koma saman hópurinn. Við náðum að fara yfir fullt af hlutum síðustu tíu daga og það var fínt." „Það var mikilvægt fyrir flesta að koma heilir út úr leiknum. Ég er aðeins búinn að æfa þrisvar sinnum síðasta mánuðinn og það var mikilvægt að komast út úr þessu heill heilsu. Núna getur maður tekið smá frí áður en maður byrjar aftur." Voru Eistar betri en Íslendingar bjuggust við? „Ég held að við höfum verið aðeins slappari en við bjuggumst við. Ef allir okkar menn hefðu verið á miðju tímabili þá hefðum við valtað yfir þetta lið." „Það var kjörið tækifæri fyrir að gefa öðrum mönnum tækifæri, þeim sem hafa verið við hópinn. Ég held að það hafi verið tveir sem voru að spila sinn fyrsta landsleik og það er jákvætt." Næsti leikur er í undankeppninni gegn Tyrkjum. Aðspurður hvort Gylfi hefði verið til í einn æfingarleik í viðbót var Gylfi ekki alveg viss. „Auðvitað hefði verið fínt að fá einn leik í viðbót, en ég held að við höfum náð að fara yfir það sem við vildum á fundunum í Austurríki og hér heima þannig ég held að þetta sé bara fínt," sagði Gylfi Þór Sigurðsson í leikslok. Heimir: Ísland vinnur aldrei leiki án rétta hugarfarsins„Við erum ekkert of ánægðir með frammistöðuna, þannig séð, en við erum ánægðir með sigurinn og ánægðir með að halda hreinu," sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands eftir sigurinn á Eistlandi í kvöld. En hvað var það sem þjálfararnir lögðu upp með fyrir leik og hvernig fannst Heimi það ganga upp? „Við ætluðum að setja pressu á þá og bjuggust við því að þeir yrðu þéttir til baka. En þeir beittu löngum sendingum og við náðum ekki að vinna úr því og það var kannski klaufaskapur af okkar hálfu að bakka ekki aðeins og leyfa þeim að spila út." „Við ætluðum að reyna að koma með boltann fyrr inn fyrir vörn þeirra, en spilið var hægt hjá okkur og það var ekki sama viðhorf og hefur verið," sagði Heimir, en er hann bjartsýnni á framhaldið en hann var fyrir leikina gegn Austurríki og Eistlandi? "Það verður enginn stóridómur felldur út frá þessum leik. En ef það er eitthvað sem við getum lært af þessum leik, þá er það að það verður að fara með rétt hugarfar í alla leiki. Ísland vinnur aldrei leiki án þess að fara með rétt hugarfar inn í leiki. Og við þjálfararnir verðum að læra af því líka, það hlýtur að hafa verið eitthvað sem fór úrskeiðis í undirbúningnum hjá okkur og við verðum að læra af því þegar kemur að næsta leik," sagði Heimir. Ögmundur: Hitti beint í punginn á mérÖgmundur Kristinsson, markvörður Íslands, var ánægður með að hafa spilað sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann sagðist hafa verið aðeins meira stressaður en hann bjóst við. „Þetta var aðeins meiri stressandi en ég bjóst við, en þetta var gaman. Ég er stoltur fyrir að hafa fengið að spila og þakka landsliðsþjálfurunum traustið. Vonandi getur maður sýnt sitt rétta andlit áfram í þessu," sagði Ögmundur við fjölmiðla í leikslok. Ögmundur varði vel í upphafi síðari hálfleiks og sagði hann það hafa hjálpað honum. „Það er alltaf gott fyrir sjálfstraustið að verja vel í byrjun. Helvítið á honum hitti beint í punginn á mér, það var kannski aðeins verra. En jú, þetta var mikilvægt." „Þá er það bara að stefna hærra og reyna að taka fyrsta sætið í liðinu. Það er samkeppni hjá mér, Gunnleifi og Hannesi og fleirum, en við erum einnig góðir félagar utan vallar og þetta er bara heilsteypt samkeppni." „Það var smá bras á þessu. Við vorum klárlega sterkari aðilinn í leiknum og á pappírunum, en við hefðum kannski getað útfært þetta aðeins betur." Ögmundur hefur staðið sig vel á tímabilinu og fékk verðskuldað tækifæri í íslenska liðinu í kvöld. „Það var hundfúlt að tapa gegn KR áður en maður kom hingað og maður var alveg að ströggla eftir þann leik, stutt á milli leikja og svona. Það er frábært að koma í landsliðið og góðir strákar og gaman að vera með þeim. Þetta kryddar klárlega upp á sumarið og gaman að koma á æfingar, hátt tempó og svona." „Það er öðruvísi að koma inná í hálfleik. Maður er ekki vanur því og það var gott að fá þessa "power" upphitun áður en maður kom inn." Ögmundur kvaðst vera búinn að taka lagið fyrir strákana, en það er hluti af nýliðavígslunni í landsliðinu. „Já ég er búin að því, en það er dálítið langt síðan," og aðspurður hvaða lag hann hafi sungið var Ögmundur ekki alveg viss. „Ég veit ekki alveg hvað það heitir, en ég gerði það í Frakklandi fyrir mörgum árum," svaraði kampakátur Ögmundur í leikslok. Hallgrímur: Þurfum að venjast leikjaálagi„Frammistaðan var allt í lagi," sagði varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson eftir sigur Íslands á Eistlandi á Laugardagsvelli í kvöld. „Við vorum ekki ánægðir með fyrri hálfleikinn. En við héldum hreinu, skorum mark og vinnum leikinn og ég er sáttur með það," en hvað hefði hann viljað sjá íslenska liðið gera betur í leiknum? „Í fyrri hálfleik hefðum við getað sótt meira. Þegar við komumst í gegnum fyrstu pressuna þeirra vorum við hættulegir. Það gekk betur í seinni hálfleik þegar við spiluðum boltanum inn á miðjuna, þá vorum við hættulegri og vítið kemur upp úr því." „Við gerðum hlutina of hægt í fyrri hálfleik. Völlurinn var ekki frábær. Ég veit ekki hvernig hann leit út utan frá, en hann er ekki góður og boltinn gekk aðeins of hægt hjá okkur," Íslenska liðið þarf að vera betur statt að takast á við tvo leiki á skömmum tíma að mati Hallgríms. „Fyrri hálfleikurinn úti í Austurríki var ekki nógu góður, en seinni hálfleikurinn var góður gegn sterku liði. Við þurfum að venjast því að spila tvo leiki með stuttu millibili." „Það verður þannig í undankeppninni og þá verður jafnvel enn styttra á milli leikja, þannig að við vorum að skoða okkar mál, hvernig við getum náð okkur vel eftir leiki og verið tilbúnir í þann næsta," sagði Húsvíkingurinn að lokum. Emil: Vantaði meiri einbeitinguEmil Hallfreðsson, miðjumaður Íslands, var ekkert alltof sáttur með sigurinn á Eistlandi í kvöld. Hann sagði þó hann það hefðu verið jákvæðir punktar í leiknum. „Þetta var ekki frábær leikur af okkar hálfu, en það er bara næsti leikur sem við þurfum að einbeita okkur að, leikurinn gegn Tyrkjum. Nú eru flestir okkar komnir í sumarfrí og það er ekki mikið meira að segja um þennan leik,“ sagði Emil í samtali við fjölmiðla eftir leikinn. „Þetta var ekki okkar besti leikur og þetta nýtist okkur fyrir leikina gegn Tyrkjum að eitthverju leyti. Við hefðum mögulega átt að vera aðeins einbeittari á verkefnið, en við tökum það jákvæða úr þessum leik." Aðspurður hvort Eistarnir hafi verið sterkari en hann bjóst við svaraði Emil: „Ég bjóst við ágætis liði frá Eistum ef ég á að segja alveg eins og er. Það er alltaf jákvætt að halda hreinu og skora." Nokkrir nýjir leikmenn fengu tækifæri í leiknum í kvöld. „Það er virkilega gaman að sjá ný andlit og þetta eru flottir strákar sem eiga framtíðina fyrir sér," sagði Emil við fjölmiðla í leikslok. Ari Freyr: Alveg búinn á því„Þetta var skíta fótboltaleikur," sagði vinstri bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason hreinskilinn eftir 1-0 sigurinn á Eistlandi í kvöld. „Nei, nei. Það var ekki nógu góð hreyfing á liðinu og við vorum ekki nógu fljótir að hugsa hvað við ætluðum okkur að gera. Það sást kannski að við vorum flestir að koma úr löngu og erfiðu tímabili með okkar félagsliðum." Að mati Ara lagaðist spilamennskan í seinni hálfleik. „Það var aðeins betri hreyfing á liðinu í seinni hálfleik. Við vorum aðeins ákveðnari og komum með fleiri fyrirgjafir inn á vítateiginn og betri hlaup. Við hefðum getað skorað eitt mark í viðbót, en við hefðum einnig getað fengið á okkur mark." Ari Freyr spilaði allar nítíu mínúturnar í dag og var búinn á því eftir leik. „Ég var alveg búinn á því í dag, en ég hef aldrei spilað jafn marga leiki og ég hef gert á síðustu einu og hálfu ári. Mér líður vel og þarf bara að koma mér í betra stand núna," sagði Ari að lokum.Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Andri MarinóVísir/Andri Marinó
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Emil: Mögulega átt að vera einbeittari á verkefnið Emil viðurkenndi að spilamennskan í kvöld var ekki sú besta sem sést hefur hjá landsliðinu. 4. júní 2014 21:51 Ögmundur: Hitti beint í punginn á mér Ögmundur Kristinsson, markvörður Íslands, var ánægður með að hafa spilað sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann sagðist hafa verið aðeins meira stressaður en hann bjóst við. 4. júní 2014 22:03 Gylfi: Hefðum sett meiri hraða í leikinn Gylfi Sigurðsson, miðjumaður Íslands, var þokkalega sáttur með leikinn gegn Eistlandi í kvöld þótt hann teldi að liðið ætti töluvert inni. 4. júní 2014 22:14 Ari Freyr: Alveg búinn á því Ari Freyr Skúlason var ekki ánæðgur með spilamennsku íslenska liðsins í leiknum í kvöld. 4. júní 2014 22:22 Hallgrímur: Þurfum að venjast leikjaálagi "Frammistaðan var allt í lagi," sagði varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson eftir sigur Íslands á Eistlandi á Laugardagsvelli í kvöld. 4. júní 2014 22:10 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira
Emil: Mögulega átt að vera einbeittari á verkefnið Emil viðurkenndi að spilamennskan í kvöld var ekki sú besta sem sést hefur hjá landsliðinu. 4. júní 2014 21:51
Ögmundur: Hitti beint í punginn á mér Ögmundur Kristinsson, markvörður Íslands, var ánægður með að hafa spilað sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann sagðist hafa verið aðeins meira stressaður en hann bjóst við. 4. júní 2014 22:03
Gylfi: Hefðum sett meiri hraða í leikinn Gylfi Sigurðsson, miðjumaður Íslands, var þokkalega sáttur með leikinn gegn Eistlandi í kvöld þótt hann teldi að liðið ætti töluvert inni. 4. júní 2014 22:14
Ari Freyr: Alveg búinn á því Ari Freyr Skúlason var ekki ánæðgur með spilamennsku íslenska liðsins í leiknum í kvöld. 4. júní 2014 22:22
Hallgrímur: Þurfum að venjast leikjaálagi "Frammistaðan var allt í lagi," sagði varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson eftir sigur Íslands á Eistlandi á Laugardagsvelli í kvöld. 4. júní 2014 22:10