Erlent

Stungu tólf ára stúlku nítján sinnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Tvær tólf ára stúlkur stungu þá þriðju 19 sinnum í Bandaríkjunum um helgina til að ganga í augun á internet-karakter sem kallast Slenderman. Stúlkurnar sögðust hafa komist í samband við hann á internetinu og til að komast inn í heim hans þurfi að fremja morð.

Þær hafa verið ákærðar fyrir morðtilraun, samkvæmt CNN. Þar segir að stúlkurnar hafi skipulagt árásina frá því í febrúar en þær gistu allar á heimili einnar þeirra á föstudagskvöldið.

Stúlkan sem varð fyrir árásinni skreið í út úr skóglendinu sem hinar stúlkurnar leiddu hana í þar sem hjólreiðamaður fann hana. Hún liggur nú á sjúkrahúsi í stöðugu ástandi. Ein stungan var nærri hjarta stúlkunnar svo einungis millimetra munaði.

Samkvæmt AP fréttaveitunni segir lögmaður einnar stúlkunnar að lögin í Wisconsin ríki, valdi því að réttað verði yfir stúlkunum sem fullorðnum einstaklingum. Lögmaðurinn sagði skjólstæðing sinn eiga við geðræn vandamál að stríða og frekar ætti að rétta yfir þeim sem ungmennum. Þannig fengi hún þá sálfræðiaðstoð sem hún þarfnast.

Á heimasíðunni þar sem stúlkurnar sögðust hafa komist í kynni við Slenderman var birt löng yfirlýsing í dag. Á síðunni eru stuttar hryllingssögur birtar, en hér má sjá nokkrar slíkar um karakterinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×