Menning

Sólstjakar eftir Viktor Arnar Ingólfsson koma út á ensku

Viktor Arnar
Viktor Arnar
AmazonCrossing útgáfan í Seattle hefur gefið út glæpasögu Viktors Arnars Ingólfssonar, Sólstjaka, undir enska heitinu Sun on Fire. Af þessu tilefni var Viktor Arnar gestur á BookExpoAmerica bókamessunni í New York um síðustu mánaðamót.

Þetta er fjórða glæpasaga Viktors sem AmazonCrossing gefur út. Útgefandinn er mjög ánægður með þær viðtökur sem bækur Viktors Arnars hafa fengið, bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandi.

Í júlí 2013 komst bók hans Afturelding (e. Daybreak) í efsta sæti á sölulista rafbóka (kindle) hjá Amazon.com eftir að hafa verið boðin á tilboðsverði og seldust þá 10 þúsund eintök á einum sólarhring.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×