HM-Uppbótartíminn: Wilmots var nægilega hugaður Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. júní 2014 10:30 Thomas Müller var ósáttur með hegðun Pepe. Vísir/Getty Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. Góð umferð fyrir... Thomas Müller, Þýskalandi Thomas Müller er með einn gullskó frá Heimsmeistaramótinu frá mótinu í Suður-Afríku og hann sýndi í fyrsta leik Þýskalands að það var engin heppni. Þrenna í fyrsta leik og tryggði sæti sitt í ógnarsterku byrjunarliði Þjóðverja sem eru til alls líklegir.Leikmenn Kosta Ríka Fáir gáfu leikmönnum Kosta Ríka einhverja möguleika gegn ógnarsterku liði Úrúgvæ. Úrúgvæ, England og Ítalía hafa eflaust horft á leikinn gegn Kosta Ríka sem formsatriði en eftir eina umferð situr liðið á toppi hins svokallaða dauðariðils. Sigur Kosta Ríka kom skemmtilega á óvart og minnir aðdáendur á að ekkert er öruggt á mótinu.Marc Wilmots, þjálfari Belgíu Mikil spenna var fyrir fyrsta leik Belgíu gegn Alsír eftir gríðarlegan uppgang í belgískum fótbolta undanfarin ár. Alsír komst óvænt yfir í fyrri hálfleik og náði að loka á skærustu stjörnur Belga. Wilmots hafði kjark til þess að taka m.a. Romelu Lukaku út af, breytti skipulagi liðsins og enduðu varamenn liðsins á því að tryggja Belgum sigurinn.Vísir/Getty...Erfið umferð fyrirPepe, Portúgal Margir efast um heimskupör Pepe á ferlinum en hann minnti á sig í leik Portúgal og Þýskalands. Pepe vann boltann í baráttu við Müller sem lét sig falla og hélt um andlitið. Dómarinn lét leikinn ganga en um leið og Pepe var laus við boltann fór hann og virtist skalla sitjandi Müller. Ævintýrilega heimskulegt hjá varnarmanninum og var dómari leiksins fljótur að reka hann af velli. Portúgal fékk skell gegn Þýskalandi og verður Pepe í banni gegn Bandaríkjunum á sunnudaginn.Leikmenn Spánar Spánverjar eru ríkjandi Heims- og Evrópumeistarar en úrslit leiksins Hollandi á föstudaginn kipptu þeim aftur niður á jörðina. Xabi Alonso kom Spánverjum yfir snemma leiks en Hollendingar einfaldlega slátruðu þeim í seinni hálfleik. Stærsta tap ríkjandi Heimsmeistara og næst stærsta tap Spánar á HM frá upphafi. Spánn mætir Síle í kvöld og verður einfaldlega að taka þrjú stig ætli þeir sér upp úr riðlinum.Leikmenn Úrúgvæ Þrátt fyrir að vera án Luis Suarez átti leikurinn gegn Kosta Ríka einfaldlega að vera formsatriði fyrir Úrúgvæ. Eftir tapið gegn Kosta Ríka þurfa leikmenn Úrúgvæ að vinna leiki sína gegn Englandi og Ítalíu til þess að eiga einhverja möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Eflaust væri hægt að kaupa alla leikmenn landsliðs Kosta Ríka oftar en tvisvar fyrir jafnvirði kaupverðs Edinson Cavani, leikmanns Úrúgvæ sem var keyptur til PSG fyrir 50 milljónir evra síðastliðið sumar.Vísir/Getty HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir HM-Uppbótartíminn: Gott gengi Müller heldur áfram Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. 18. júní 2014 12:00 HM-Uppbótartíminn: Myndasyrpa Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndasyrpu frá fyrstu umferðinni á Heimsmeistaramótinu sem lauk í gærkvöld. 18. júní 2014 17:45 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira
Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. Góð umferð fyrir... Thomas Müller, Þýskalandi Thomas Müller er með einn gullskó frá Heimsmeistaramótinu frá mótinu í Suður-Afríku og hann sýndi í fyrsta leik Þýskalands að það var engin heppni. Þrenna í fyrsta leik og tryggði sæti sitt í ógnarsterku byrjunarliði Þjóðverja sem eru til alls líklegir.Leikmenn Kosta Ríka Fáir gáfu leikmönnum Kosta Ríka einhverja möguleika gegn ógnarsterku liði Úrúgvæ. Úrúgvæ, England og Ítalía hafa eflaust horft á leikinn gegn Kosta Ríka sem formsatriði en eftir eina umferð situr liðið á toppi hins svokallaða dauðariðils. Sigur Kosta Ríka kom skemmtilega á óvart og minnir aðdáendur á að ekkert er öruggt á mótinu.Marc Wilmots, þjálfari Belgíu Mikil spenna var fyrir fyrsta leik Belgíu gegn Alsír eftir gríðarlegan uppgang í belgískum fótbolta undanfarin ár. Alsír komst óvænt yfir í fyrri hálfleik og náði að loka á skærustu stjörnur Belga. Wilmots hafði kjark til þess að taka m.a. Romelu Lukaku út af, breytti skipulagi liðsins og enduðu varamenn liðsins á því að tryggja Belgum sigurinn.Vísir/Getty...Erfið umferð fyrirPepe, Portúgal Margir efast um heimskupör Pepe á ferlinum en hann minnti á sig í leik Portúgal og Þýskalands. Pepe vann boltann í baráttu við Müller sem lét sig falla og hélt um andlitið. Dómarinn lét leikinn ganga en um leið og Pepe var laus við boltann fór hann og virtist skalla sitjandi Müller. Ævintýrilega heimskulegt hjá varnarmanninum og var dómari leiksins fljótur að reka hann af velli. Portúgal fékk skell gegn Þýskalandi og verður Pepe í banni gegn Bandaríkjunum á sunnudaginn.Leikmenn Spánar Spánverjar eru ríkjandi Heims- og Evrópumeistarar en úrslit leiksins Hollandi á föstudaginn kipptu þeim aftur niður á jörðina. Xabi Alonso kom Spánverjum yfir snemma leiks en Hollendingar einfaldlega slátruðu þeim í seinni hálfleik. Stærsta tap ríkjandi Heimsmeistara og næst stærsta tap Spánar á HM frá upphafi. Spánn mætir Síle í kvöld og verður einfaldlega að taka þrjú stig ætli þeir sér upp úr riðlinum.Leikmenn Úrúgvæ Þrátt fyrir að vera án Luis Suarez átti leikurinn gegn Kosta Ríka einfaldlega að vera formsatriði fyrir Úrúgvæ. Eftir tapið gegn Kosta Ríka þurfa leikmenn Úrúgvæ að vinna leiki sína gegn Englandi og Ítalíu til þess að eiga einhverja möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Eflaust væri hægt að kaupa alla leikmenn landsliðs Kosta Ríka oftar en tvisvar fyrir jafnvirði kaupverðs Edinson Cavani, leikmanns Úrúgvæ sem var keyptur til PSG fyrir 50 milljónir evra síðastliðið sumar.Vísir/Getty
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir HM-Uppbótartíminn: Gott gengi Müller heldur áfram Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. 18. júní 2014 12:00 HM-Uppbótartíminn: Myndasyrpa Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndasyrpu frá fyrstu umferðinni á Heimsmeistaramótinu sem lauk í gærkvöld. 18. júní 2014 17:45 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira
HM-Uppbótartíminn: Gott gengi Müller heldur áfram Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. 18. júní 2014 12:00
HM-Uppbótartíminn: Myndasyrpa Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndasyrpu frá fyrstu umferðinni á Heimsmeistaramótinu sem lauk í gærkvöld. 18. júní 2014 17:45