Fótbolti

Pogba verður að halda ró sinni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Paul Pogba og Wilson Palacios í leiknum í gær.
Paul Pogba og Wilson Palacios í leiknum í gær. Vísir/Getty
Paul Pogba, miðjumaður franska landsliðsins og Juventus, var stálheppinn að hanga inn á vellinum eftir að hafa sparkað í Wilson Palacios í leik Frakklands og Hondúras í gær.

Atvikið sem átti sér stað um miðbik fyrri hálfleiksins skyggði á góðan sigur Frakka. Palacios tæklaði Pogba ansi hraustlega sem leiddi til þess að Pogba sparkaði í Palacios er þeir voru að standa upp.

Pogba er aðeins 21 árs gamall og hafði verið tæklaður ansi hraustlega fram að því. Liðsfélagar hans, Yohan Cabaye og Patrice Evra minntu hann hinsvegar á mikilvægi þess að halda rónni í leikjum sem slíkum.

„Ég varaði hann ekki við en Yohan og Patrice minntu hann á mikilvægi þess að fá ekki rautt spjald á þessum tímapunkti. Við verðum að vera rólegir og hafa stjórn á hlutunum ólíkt því sem Paul gerði,“ sagði Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×