Sveinbjörg Birna hætt á Facebook: „Fullt af leiðinlegum og ógeðslegum hlutum sem ég vildi ekki sjá“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. júní 2014 13:35 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er hætt á Facebook. Það hefur vakið nokkra athygli að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins, lokaði Facebooksíðu sinni strax eftir sveitarstjórnarkosningar. Hún segist hafa verið ósátt við ýmislegt sem sagt var þar og ákvað því að loka henni. „Já, ég ákvað að loka síðunni deginum eftir kosningar. Þá sendi ég kveðju til vina minna á Facebook og tilkynnti ég þeim þetta, ég sagði þeim að ég ætlaði að taka mér frí í sumar. Þetta var bara mín persónulega ákvörðun. Það er fullt af öðrum hlutum en Facebook, sem ég þarf að einbeita mér að.“ Sveinbjörg segir þó aðra ástæðu einnig liggja þar að baki: „Ég hafði ekki verið dugleg að skoða síðuna mína í aðdraganda kosninganna. Ég kíkti alveg á Facebook og þá á „newsfeedið“ mitt. En ég var ekki dugleg að kíkja á síðuna sjálfa. Svo þegar ég kíkti þar inn sá ég fullt af leiðinlegum og ógeðslegum hlutum sem ég vildi ekki sjá. Þannig að ég brá á þetta ráð.“ Sveinbjörg vill ekki fara nánar út í þá sálma hvað það var sem leiddi til þessarar ákvörðunar en bæði hefur því verið fleygt að Facebooksíðu sinni hafi hún lokað vegna þess að þar var orðinn áberandi stuðningur við hana meðal þeirra sem sem vilja gjalda varhug við því að hingað til lands flytji þeir sem eru Islam-trúar og einnig hafa Framsóknarmenn kvartað undan umræðunni í þjóðfélaginu og talið hana snúast gegn sér.Hér má sjá skjáskot af stuðningsyfirlýsingu Skúla Skúlasonar og hóps sem berst gegn bygginu mosku á Íslandi við Sveinbjörgu.Hatursfullir póstarMikið líf var á Facebook-síðu oddvitans í aðdraganda kosninganna. Vísir sagði frá því þegar Sveinbjörg Birna sakaði Láru Hönnu Einarsdóttur um einelti í sinn garð, eftir að Lára Hanna hafi skilið eftir skilaboð á síðu Sveinbjargar um að hún myndi vera gagnrýnin á flokk hennar. „Þrátt fyrir mikinn áhuga þinn á Framsókn þá eru póstar þínir á vegginn hjá mér ekkert annað en einelti og jaðrar við ofbeldi og algerlega ómálefnalegir. Ég hef því ákveðið að taka þig út af vinalistanum. Vona að lífið verði þér ánægjulegt án þess að hafa mig á vinalistanum þínum,“ var svar Sveinbjargar Birnu.Kveikjan að moskumálinuÞekktasta Facebook-færsla Sveinbjargar Birnu var líklega sú sem varð kveikjan að moskumálinu svokallaða. Þann 22. maí ritaði hún þessi orð á síðuna sína: „Margir hafa komið að máli við mig og spurt mig hver sé afstaða mín til úthlutunar á lóð undir Mosku í Reykjavík... mjög margir.“ Færslan vakti nokkra athygli og skiptust Facebook-vinir hennar á skoðunum í þessu máli. Blaðamaður Vísis hringdi í kjölfarið í Sveinbjörgu Birnu og lýsti hún því þá yfir að hún vildi að borgin drægi aftur lóðaúthlutun til Félags múslima á Íslandi. Tengdar fréttir „Átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum“ Formaður félags múslima á Íslandi segir að oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík hafi ekki hugsað málið til enda. 26. maí 2014 20:00 Sóley: „Framsókn á ekkert erindi í borgarstjórn“ Sóley Tómasdóttir segir Framsókn stunda pólitík sem byggi á misrétti og ali á fordómum. Það eigi ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur. 29. maí 2014 12:43 Moskuandstæðingar lýsa yfir stuðningi við Framsóknarflokkinn Mikið líf hefur færst í Facebook-hópinn "Mótmælum mosku á Íslandi“ en þeir sem þar eru þakka sér góðan árangur Framsóknarflokks í nýafstöðnum kosningum. 3. júní 2014 13:26 Reykjavík síðdegis: „Er þetta það sem konur mega eiga von á?“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir mjög leiðinlegt að hafa séð sig teiknaða í Fréttablaðinu. 31. maí 2014 16:12 „Ég velti því fyrir mér hvort ég gæti lifað á Íslandi áfram með börnin mín“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavík, segir umræðuna um moskumálið hafa verið óvæga. 9. júní 2014 09:21 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Fólk gangi í félag múslima í mótmælaskyni Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi, segist finna fyrir auknum áhuga á Félagi múslima á Íslandi. 10. júní 2014 07:00 Sveinbjörg Birna segist hafa staðist prófið „Það er gaman að sjá þessar tölur. Þetta er eins og ég sé búin að fara í próf og ég náði,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina. 1. júní 2014 00:38 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Það hefur vakið nokkra athygli að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins, lokaði Facebooksíðu sinni strax eftir sveitarstjórnarkosningar. Hún segist hafa verið ósátt við ýmislegt sem sagt var þar og ákvað því að loka henni. „Já, ég ákvað að loka síðunni deginum eftir kosningar. Þá sendi ég kveðju til vina minna á Facebook og tilkynnti ég þeim þetta, ég sagði þeim að ég ætlaði að taka mér frí í sumar. Þetta var bara mín persónulega ákvörðun. Það er fullt af öðrum hlutum en Facebook, sem ég þarf að einbeita mér að.“ Sveinbjörg segir þó aðra ástæðu einnig liggja þar að baki: „Ég hafði ekki verið dugleg að skoða síðuna mína í aðdraganda kosninganna. Ég kíkti alveg á Facebook og þá á „newsfeedið“ mitt. En ég var ekki dugleg að kíkja á síðuna sjálfa. Svo þegar ég kíkti þar inn sá ég fullt af leiðinlegum og ógeðslegum hlutum sem ég vildi ekki sjá. Þannig að ég brá á þetta ráð.“ Sveinbjörg vill ekki fara nánar út í þá sálma hvað það var sem leiddi til þessarar ákvörðunar en bæði hefur því verið fleygt að Facebooksíðu sinni hafi hún lokað vegna þess að þar var orðinn áberandi stuðningur við hana meðal þeirra sem sem vilja gjalda varhug við því að hingað til lands flytji þeir sem eru Islam-trúar og einnig hafa Framsóknarmenn kvartað undan umræðunni í þjóðfélaginu og talið hana snúast gegn sér.Hér má sjá skjáskot af stuðningsyfirlýsingu Skúla Skúlasonar og hóps sem berst gegn bygginu mosku á Íslandi við Sveinbjörgu.Hatursfullir póstarMikið líf var á Facebook-síðu oddvitans í aðdraganda kosninganna. Vísir sagði frá því þegar Sveinbjörg Birna sakaði Láru Hönnu Einarsdóttur um einelti í sinn garð, eftir að Lára Hanna hafi skilið eftir skilaboð á síðu Sveinbjargar um að hún myndi vera gagnrýnin á flokk hennar. „Þrátt fyrir mikinn áhuga þinn á Framsókn þá eru póstar þínir á vegginn hjá mér ekkert annað en einelti og jaðrar við ofbeldi og algerlega ómálefnalegir. Ég hef því ákveðið að taka þig út af vinalistanum. Vona að lífið verði þér ánægjulegt án þess að hafa mig á vinalistanum þínum,“ var svar Sveinbjargar Birnu.Kveikjan að moskumálinuÞekktasta Facebook-færsla Sveinbjargar Birnu var líklega sú sem varð kveikjan að moskumálinu svokallaða. Þann 22. maí ritaði hún þessi orð á síðuna sína: „Margir hafa komið að máli við mig og spurt mig hver sé afstaða mín til úthlutunar á lóð undir Mosku í Reykjavík... mjög margir.“ Færslan vakti nokkra athygli og skiptust Facebook-vinir hennar á skoðunum í þessu máli. Blaðamaður Vísis hringdi í kjölfarið í Sveinbjörgu Birnu og lýsti hún því þá yfir að hún vildi að borgin drægi aftur lóðaúthlutun til Félags múslima á Íslandi.
Tengdar fréttir „Átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum“ Formaður félags múslima á Íslandi segir að oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík hafi ekki hugsað málið til enda. 26. maí 2014 20:00 Sóley: „Framsókn á ekkert erindi í borgarstjórn“ Sóley Tómasdóttir segir Framsókn stunda pólitík sem byggi á misrétti og ali á fordómum. Það eigi ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur. 29. maí 2014 12:43 Moskuandstæðingar lýsa yfir stuðningi við Framsóknarflokkinn Mikið líf hefur færst í Facebook-hópinn "Mótmælum mosku á Íslandi“ en þeir sem þar eru þakka sér góðan árangur Framsóknarflokks í nýafstöðnum kosningum. 3. júní 2014 13:26 Reykjavík síðdegis: „Er þetta það sem konur mega eiga von á?“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir mjög leiðinlegt að hafa séð sig teiknaða í Fréttablaðinu. 31. maí 2014 16:12 „Ég velti því fyrir mér hvort ég gæti lifað á Íslandi áfram með börnin mín“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavík, segir umræðuna um moskumálið hafa verið óvæga. 9. júní 2014 09:21 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Fólk gangi í félag múslima í mótmælaskyni Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi, segist finna fyrir auknum áhuga á Félagi múslima á Íslandi. 10. júní 2014 07:00 Sveinbjörg Birna segist hafa staðist prófið „Það er gaman að sjá þessar tölur. Þetta er eins og ég sé búin að fara í próf og ég náði,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina. 1. júní 2014 00:38 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum“ Formaður félags múslima á Íslandi segir að oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík hafi ekki hugsað málið til enda. 26. maí 2014 20:00
Sóley: „Framsókn á ekkert erindi í borgarstjórn“ Sóley Tómasdóttir segir Framsókn stunda pólitík sem byggi á misrétti og ali á fordómum. Það eigi ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur. 29. maí 2014 12:43
Moskuandstæðingar lýsa yfir stuðningi við Framsóknarflokkinn Mikið líf hefur færst í Facebook-hópinn "Mótmælum mosku á Íslandi“ en þeir sem þar eru þakka sér góðan árangur Framsóknarflokks í nýafstöðnum kosningum. 3. júní 2014 13:26
Reykjavík síðdegis: „Er þetta það sem konur mega eiga von á?“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir mjög leiðinlegt að hafa séð sig teiknaða í Fréttablaðinu. 31. maí 2014 16:12
„Ég velti því fyrir mér hvort ég gæti lifað á Íslandi áfram með börnin mín“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavík, segir umræðuna um moskumálið hafa verið óvæga. 9. júní 2014 09:21
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08
Fólk gangi í félag múslima í mótmælaskyni Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi, segist finna fyrir auknum áhuga á Félagi múslima á Íslandi. 10. júní 2014 07:00
Sveinbjörg Birna segist hafa staðist prófið „Það er gaman að sjá þessar tölur. Þetta er eins og ég sé búin að fara í próf og ég náði,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina. 1. júní 2014 00:38