Erlent

Íslamistar ná völdum í Mosul

Visir/AFP
Vígamenn Íslamista hafa náð stjórninni á næst stærstu borg Íraks, Mosul. Árásir hafa verið geðrar á borgina síðustu daga og lokaatlagan var gerð í nótt sem hundruð manna tóku þátt í og voru þeir vel vopnum búnir.

Þeir náðu auðveldlega valdi á helstu stjórnarbyggingum borgarinnar og kveiktu í lögreglustöðvum. Þá hafa þeir flugvöll borgarinnar á sínu valdi sem og aðalbækistöðvar hersins. Forseti Íraska þingsins sagði í morgun að öryggisveitir hafi sýnt litla mótspyrnu enda hafi verið við ofurefli að etja og hefur verið óskað eftir liðsauka frá höfuðborginni Bagdad.

Íslamistum hefur vaxið mjög fiskur um hrygg síðustu misserin í Írak og síðustu daga hafa margar stórar árásir verið gerðar í vestur og norðurhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×