Fótbolti

Löw: Müller er í frábæru formi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thomas Müller hefur verið iðinn við kolan í Brasilíu.
Thomas Müller hefur verið iðinn við kolan í Brasilíu. Vísir/Getty
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, segist hæstánægður með frammistöðu sóknarmannsins Thomas Müller á HM.

Müller, sem verður 25 ára síðar á árinu, er markahæstur á mótinu með fjögur mörk, jafn mörg og Brasilíumaðurinn Neymar og Argentínumaðurinn Lionel Messi.

"Það sást í undirbúningnum fyrir HM að hann var í ótrúlega góðu ásigkomulagi, bæði andlega og líkamlega," sagði Löw um lærisvein sinn.

"Öllum mótherjum okkar finnst erfitt að eiga við hann því hlaupin hans eru snjöll og hann kemur sér alltaf í góðar stöður inni í vítateignum.

"Hann hefur verið í frábæru formi undanfarnar vikur," sagði Löw um Müller sem var markakóngur HM 2010 með fimm mörk, en alls hefur hann skorað níu mörk í níu leikjum á heimsmeistaramótum.

Þýskaland mætir Alsír í 16-liða úrslitum í Porto Alegre á mánudaginn.


Tengdar fréttir

Þýskaland slátraði Portúgal

Þýskaland slátraði Portúgal í stórleik dagsins á Heimsmeistaramótinu en leiknum lauk með 4-0 sigri Þýskalands. Varnarmaðurinn Pepe fékk rautt spjald í stöðunni 2-0 sem gerði endanlega út um vonir Portúgals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×