Fótbolti

Kólumbía í fyrsta sinn í 8-liða úrslit | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James Rodriguez skoraði glæsilegt mark.
James Rodriguez skoraði glæsilegt mark. Vísir/Getty
Kólumbía vann öruggan 2-0 sigur á Úrúgvæ á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro í seinni leik dagsins í 16-liða úrslitunum á HM í Brasilíu.

Kólumbíumenn tóku strax frumkvæðið í leiknum og voru mun meira með boltann. Þeir fundu þó fáar leiðir í gegnum vörn Úrúgvæ sem lá mjög aftarlega.

Það þurfti eitthvað sérstakt til að brjóta lærisveina Oscars Tabarez á bak aftur og það kom frá James Rodriguez sem kom Kólumbíu yfir á 28. mínútu með stórkostlegu marki. Hann tók þá boltann á bringuna rétt fyrir utan D-bogann, sneri sér og þrumaði boltanum í slána og inn. Magnað mark hjá frábærum leikmanni.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en það voru ekki liðnar nema fimm mínútur af seinni hálfleik þegar Rodriguez bætti öðru marki við. Það var ekki síður glæsilegt.

Kólumbíumenn létu boltann ganga frá hægri til vinstri þar sem bakvörðurinn Pablo Armero fékk boltann. Hann sendi yfir á fjærstöngina þar sem Juan Cuadrado reis hæst og skallaði boltann fyrir markið á Rodriguez sem setti boltann í markið af stuttu færi. Þetta var fimmta mark Rodriguez á HM en hann er nú markahæsti leikmaður mótsins.

Úrúgvæar reyndu hvað þeir gátu, en vörn Kólumbíu var sterk og fyrir aftan hana átti David Ospina mjög góðan leik í markinu. Það sást langar leiðir að Úrúgvæ saknaði Luis Suarez sem var dæmdur í fjögurra mánaða bann eins og frægt er orðið fyrir að bíta Giorgio Chiellini í leik gegn Ítalíu á dögunum.

Besta færi Úrúgvæa fékk hægri bakvörðurinn Maxi Pereira á 78. mínútu þegar hann komst inn fyrir kólumbísku vörnina, en Ospina varði skot hans. Sá síðarnefndi varði sömuleiðis vel skot fyrir utan vítateig frá Cristian Rodriguez og Edinson Cavani í seinni hálfleik.

Úrúgvæ tókst hins vegar ekki að skora og Kólumbíumenn unnu leikinn 2-0 og er komnir í átta-liða úrslit í fyrsta sinn í sögunni. Þar mætir liðið heimamönnum í Brasilíu, en leikurinn fer fram á Maracana á föstudaginn.


Tengdar fréttir

167 manns veðjuðu á það að Suarez myndi bíta

Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez virtist bíta ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu í gær. Flestir trúðu ekki sínum augum þegar þegar þeir horfðu á sjónvarpsútsendinguna frá leiknum en það voru ótrúlega margir sem „sáu" þetta fyrir eins og kemur fram í frétt ESPN.

Ekki hægt að verja aðgerðir Suárez

Jamie Carragher telur að ekki sé hægt að breyta persónuleika Luis Suárez og að hann muni halda áfram að komast á forsíður blaðanna af kolröngum ástæðum.

Kólumbía byrjar vel

Kólumbía vann Grikkland með þremur mörkum gegn engu í C-riðli á HM í Brasilíu í dag, en leikið var í Belo Horizonte. Grikkland hefur nú tapað sex af þeim sjö leikjum sem liðið hefur leikið á HM frá upphafi.

Suárez þarf að leita sér aðstoðar

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær.

Kólumbía vann nauman sigur

Kólumbía skaust upp í toppsæti C-riðilsins á Heimsmeistaramótinu með 2-1 sigri á Fílabeinsströndinni í dag.

Veit ekki hvort FIFA hafi nægilegar sannanir

Gylfi Þór Orrason á von á því að Luis Suárez verði dæmdur í langt keppnisbann ef aganefnd FIFA finnur fullnægjandi sönnun fyrir því að hann hafi bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ í gær.

Chiellini olli mér vonbrigðum

Diego Lugano, fyrirliði Úrúgvæ fannst Giorgio Chiellini gera of mikið úr því þegar Luis Suárez beit hann í leik Ítalíu og Úrúgvæ

Mágur Suarez vildi ekkert segja

Gonzalo Balbi, leikmaður KR og mágur Luis Suarez, vildi ekkert tjá sig um atvikið í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í gær.

Chiellini: Suarez fékk of harða refsingu

Giorgio Chiellini, ítalski varnarmaðurinn og fórnarlamb bitsins hjá Luis Suarez, er á því að refsing Luis Suarez sé of hörð en þetta kemur fram í yfirlýsingu inn á heimasíðunni Ítalans.

Suarez dæmdur í fjögurra mánaða bann

Luis Suarez var dæmdur í fjögurra mánaða bann frá öllum keppnum fyrir að hafa bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ á mánudaginn. Bannið nær til félags- og landsliðs Suárez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×