„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Kjartan Atli Kjartansson og Sveinn Arnarsson skrifar 27. júní 2014 15:46 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson færði Akureyringum tíðindin í hádeginu í dag. „Það er síðan í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nú eftir hádegið. Á fundinum færði Sigmundur Davíð þau tíðindi að ákveðið hefðið verið að flytja Fiskistofu á Akureyri, eins og Vísir sagði frá í dag. Sigmundur sagði að tilfærsla höfuðstöðva Fiskistofu væri „í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni.“ Í ræðu sinni sagði forsætisráðherra að uppbygging yrði að vera um allt land. „Efst á blaði hjá ríkisstjórninni er að huga að þeim ráðstöfunum til þess að uppbyggingin á landinu eigi sér stað um allt land en ekki bara á afmörkuðum hluta þess.“ Ríkisvaldið gæti lagt sitt af mörkum í uppbyggingu landsbyggðarinnar með því að dreifa störfum hins opinbera um landið. „Efst á blaði hjá ríkisstjórninni er að huga að þeim ráðstöfunum til þess að uppbyggingin á landinu eigi sér stað um allt land en ekki bara á afmörkuðum hluta þess. Störfin eru ekki eins háð staðsetningu en áður, og því hlýtur það að gilda í báðar áttir. Þannig getum við unnið að því að byggja upp fleiri og sterkari kjarna um allt land og það er markmiðið að allt landið sé undir í uppbyggingunni,“ var meðal þess sem forsætisráðherra sagði í hádeginu. Höfuðstöðvar Fiskistofu, sem hafa verið í Hafnarfirði undanfarin níu ár, fara norður. „Megin starfssemi Fiskistofu flyst á Akureyri en enn verða þó áfram starfræktar starfsstöðvar á fimm stöðum á landinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Starfsstöðvar Fiskistofu eru í Vestmannaeyjum, á Stykkishólmi, á Ísafirði, Höfn í Hornafirði og voru á Akureyri, en flytjast nú væntanlega til Reykjavíkur. Tengdar fréttir Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
„Það er síðan í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nú eftir hádegið. Á fundinum færði Sigmundur Davíð þau tíðindi að ákveðið hefðið verið að flytja Fiskistofu á Akureyri, eins og Vísir sagði frá í dag. Sigmundur sagði að tilfærsla höfuðstöðva Fiskistofu væri „í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni.“ Í ræðu sinni sagði forsætisráðherra að uppbygging yrði að vera um allt land. „Efst á blaði hjá ríkisstjórninni er að huga að þeim ráðstöfunum til þess að uppbyggingin á landinu eigi sér stað um allt land en ekki bara á afmörkuðum hluta þess.“ Ríkisvaldið gæti lagt sitt af mörkum í uppbyggingu landsbyggðarinnar með því að dreifa störfum hins opinbera um landið. „Efst á blaði hjá ríkisstjórninni er að huga að þeim ráðstöfunum til þess að uppbyggingin á landinu eigi sér stað um allt land en ekki bara á afmörkuðum hluta þess. Störfin eru ekki eins háð staðsetningu en áður, og því hlýtur það að gilda í báðar áttir. Þannig getum við unnið að því að byggja upp fleiri og sterkari kjarna um allt land og það er markmiðið að allt landið sé undir í uppbyggingunni,“ var meðal þess sem forsætisráðherra sagði í hádeginu. Höfuðstöðvar Fiskistofu, sem hafa verið í Hafnarfirði undanfarin níu ár, fara norður. „Megin starfssemi Fiskistofu flyst á Akureyri en enn verða þó áfram starfræktar starfsstöðvar á fimm stöðum á landinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Starfsstöðvar Fiskistofu eru í Vestmannaeyjum, á Stykkishólmi, á Ísafirði, Höfn í Hornafirði og voru á Akureyri, en flytjast nú væntanlega til Reykjavíkur.
Tengdar fréttir Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30
„Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38