Ekkert óeðlilegt við að kökusneið sé seld á 1290 krónur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júní 2014 19:48 Ferðamönnum sem koma til landsins fjölgar og fjölgar og nú stefnir í að ein milljón ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Mjög mismunandi er hvað ferðamenn eyða miklum peningum hér á landi, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Samtaka iðnaðarins finnst að þeir ættu að skilja meira eftir sig. „Ég held að við getum gert betur og við megum ekki vera feimin við það að ferðamaðurinn borgi og skilji peninga eftir sig hér á Íslandi, við megum aldrei verið feimin við það,“ segir Guðrún. Hún segist vilja einfalda skattkerfið og hafa bara eitt virðisaukaskatts þrep, sem yrði 14 til 16%. „Ég spyr mig oft að því af hverju ferðamenn, sem hingað koma, sem taka strætó eða rútu og þeir borga t.d. engan virðisauka af því, af hverju eiga ferðamenn ekki að skilja eftir virðisauka hér á Íslandi rétt eins og við hin, við eigum bara öll að borga virðisauka af þeirri vöru og þjónustu, sem við erum að kaupa á Íslandi,“ segir Guðrún. Hún segir erlenda ferðamenn oft sleppa býsna vel þegar kemur að eyðslu peninga hér á landi. „Það er auðvitað sorglegt að sjá að það eru að koma hingað stórir hópar ferðamanna, sem að koma með Norrænu á sérútbúnum bílum, eigin bílum frá Evrópu. Þeir eru með allt með sér, þeir eru með sína leiðsögumenn, þeir eru með matinn með sér og skilja mjög lítið eftir á Íslandi,“ segir hún. Þá segist hún vilja sá íslenska leiðsögumenn í öllum skipulögðum skoðunarferðum um landið, ekki erlenda. „Ég held að það væri bara gott, ég held að þjónustan væri betri við þá ferðamenn, sem hingað kæmu og þeir fengju betri upplýsingar um land og þjóð“. Guðrún segir að þau skemmiferðaskip, sem komi til landsins skilji lítið eftir sig nema hafnargjöldin. „Það eru að meðaltali í kringum fimm þúsund manns á hverju skipi og þessi skip eru full af mat og þau kaupa sjaldnast kost á Íslandi,“ segir Guðrún. En hvað finnst henni um að það sé verið að selja ferðamönnum kökusneið á 1290 krónur ? „Ég ætla bara að vona að þessi kaka í Mývatnssveit hafi bara verið rosalega góð, þetta var held ég frönsk súkklaðikaka með rjóma, ef að hún er góð þá er maður tilbúin að borga fyrir það“, segir formaður Samtaka iðnaðarins. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Sjá meira
Ferðamönnum sem koma til landsins fjölgar og fjölgar og nú stefnir í að ein milljón ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Mjög mismunandi er hvað ferðamenn eyða miklum peningum hér á landi, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Samtaka iðnaðarins finnst að þeir ættu að skilja meira eftir sig. „Ég held að við getum gert betur og við megum ekki vera feimin við það að ferðamaðurinn borgi og skilji peninga eftir sig hér á Íslandi, við megum aldrei verið feimin við það,“ segir Guðrún. Hún segist vilja einfalda skattkerfið og hafa bara eitt virðisaukaskatts þrep, sem yrði 14 til 16%. „Ég spyr mig oft að því af hverju ferðamenn, sem hingað koma, sem taka strætó eða rútu og þeir borga t.d. engan virðisauka af því, af hverju eiga ferðamenn ekki að skilja eftir virðisauka hér á Íslandi rétt eins og við hin, við eigum bara öll að borga virðisauka af þeirri vöru og þjónustu, sem við erum að kaupa á Íslandi,“ segir Guðrún. Hún segir erlenda ferðamenn oft sleppa býsna vel þegar kemur að eyðslu peninga hér á landi. „Það er auðvitað sorglegt að sjá að það eru að koma hingað stórir hópar ferðamanna, sem að koma með Norrænu á sérútbúnum bílum, eigin bílum frá Evrópu. Þeir eru með allt með sér, þeir eru með sína leiðsögumenn, þeir eru með matinn með sér og skilja mjög lítið eftir á Íslandi,“ segir hún. Þá segist hún vilja sá íslenska leiðsögumenn í öllum skipulögðum skoðunarferðum um landið, ekki erlenda. „Ég held að það væri bara gott, ég held að þjónustan væri betri við þá ferðamenn, sem hingað kæmu og þeir fengju betri upplýsingar um land og þjóð“. Guðrún segir að þau skemmiferðaskip, sem komi til landsins skilji lítið eftir sig nema hafnargjöldin. „Það eru að meðaltali í kringum fimm þúsund manns á hverju skipi og þessi skip eru full af mat og þau kaupa sjaldnast kost á Íslandi,“ segir Guðrún. En hvað finnst henni um að það sé verið að selja ferðamönnum kökusneið á 1290 krónur ? „Ég ætla bara að vona að þessi kaka í Mývatnssveit hafi bara verið rosalega góð, þetta var held ég frönsk súkklaðikaka með rjóma, ef að hún er góð þá er maður tilbúin að borga fyrir það“, segir formaður Samtaka iðnaðarins.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Sjá meira