Aron og félagar áfram þrátt fyrir tap Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2014 15:05 Thomas Müller fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty Þýskaland vann Bandaríkin, 1-0, í lokaumferð G-riðils á HM 2014 í fótbolta í dag, en sigurinn tryggði Þjóðverjum efsta sæti riðilsins. Þýska liðið var mun betri aðilinn í dag og sótti án afláts. Því tókst þó ekki að skora fyrr en eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Það gerði Thomas Müller með glæsilegu innanfótarskoti fyrir utan teig en TimHoward, markvörður Bandaríkjanna, sló skalla PerMertesackers til Müllers. Árangurs Müllers á heimsmeistaramótum er orðinn alveg hreint lygilegur en hann er nú búinn að skora níu mörk á tæpum tveimur mótum. Hann varð markahæstur í Suður-Afríku fyrir fjórum árum þar sem hann skoraði fimm mörk, en nú er hann búinn að skora fjögur mörk í þremur leikjum. Þrjú skoraði hann á móti Portúgal í fyrstu umferðinni. Brasilíski Ronaldo og Þjóðverjinn MiroslavKlose eru markahæstir í sögu lokakeppni HM með 15 mörk, en það er ekki útilokað að Müller bæti það áður en ferlinum lýkur. Hann er ekki nema 24 ára gamall. Þrátt fyrir tapið komast Bandaríkin áfram í 16 liða úrslitin því CristianoRonaldo og félagar í Portúgal gerðu þeim greiða og unnu Gana í hinum leik riðilsins, 2-1. Í stöðunni 1-1 í þeim leik þurfti Gana aðeins eitt mark til að komast áfram á meðan Þýskaland var að vinna Bandaríkin. Kanarnir geta þakkað Cristiano Ronaldo sérstaklega, en hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu. Annan leikinn í röð kom AronJóhannsson ekkert við sögu. Því miður önnur fýluferð fyrir fjölskyldu Arons og vini sem voru mættir á völlinn í Recife. Það er vonandi að hann komi við sögu í 16 liða úrslitum. Bandaríkin mæta Belgíu í 16 liða úrslitum. Leikurinn fer fram í salvador 1. júlí, en Þjóðverjar mæta liðinu sem lendir í öðru sæti í H-riðli. Það geta enn orðið fjögur lið; Belgía, Rússland, Alsír og Suður-Kórea.vísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/getty HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Sjá meira
Þýskaland vann Bandaríkin, 1-0, í lokaumferð G-riðils á HM 2014 í fótbolta í dag, en sigurinn tryggði Þjóðverjum efsta sæti riðilsins. Þýska liðið var mun betri aðilinn í dag og sótti án afláts. Því tókst þó ekki að skora fyrr en eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Það gerði Thomas Müller með glæsilegu innanfótarskoti fyrir utan teig en TimHoward, markvörður Bandaríkjanna, sló skalla PerMertesackers til Müllers. Árangurs Müllers á heimsmeistaramótum er orðinn alveg hreint lygilegur en hann er nú búinn að skora níu mörk á tæpum tveimur mótum. Hann varð markahæstur í Suður-Afríku fyrir fjórum árum þar sem hann skoraði fimm mörk, en nú er hann búinn að skora fjögur mörk í þremur leikjum. Þrjú skoraði hann á móti Portúgal í fyrstu umferðinni. Brasilíski Ronaldo og Þjóðverjinn MiroslavKlose eru markahæstir í sögu lokakeppni HM með 15 mörk, en það er ekki útilokað að Müller bæti það áður en ferlinum lýkur. Hann er ekki nema 24 ára gamall. Þrátt fyrir tapið komast Bandaríkin áfram í 16 liða úrslitin því CristianoRonaldo og félagar í Portúgal gerðu þeim greiða og unnu Gana í hinum leik riðilsins, 2-1. Í stöðunni 1-1 í þeim leik þurfti Gana aðeins eitt mark til að komast áfram á meðan Þýskaland var að vinna Bandaríkin. Kanarnir geta þakkað Cristiano Ronaldo sérstaklega, en hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu. Annan leikinn í röð kom AronJóhannsson ekkert við sögu. Því miður önnur fýluferð fyrir fjölskyldu Arons og vini sem voru mættir á völlinn í Recife. Það er vonandi að hann komi við sögu í 16 liða úrslitum. Bandaríkin mæta Belgíu í 16 liða úrslitum. Leikurinn fer fram í salvador 1. júlí, en Þjóðverjar mæta liðinu sem lendir í öðru sæti í H-riðli. Það geta enn orðið fjögur lið; Belgía, Rússland, Alsír og Suður-Kórea.vísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/getty
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Sjá meira