Fótbolti

Hetja Úrúgvæmanna frá HM 1950 segir Suarez eiga skilið bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alcides Ghiggia
Alcides Ghiggia Vísir/Getty
Undanfarinn sólarhring hafa Úrúgvæmenn verið duglegir að verja háttarlag Luis Suarez á móti Ítölum þar sem Suarez virtist bíta Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, í öxlina.

Ein allra stærsta HM-hetja Úrúgvæmanna er þó ekki á sama máli og flestir landar hans því Alcides Ghiggia segir framherjann eiga skilið leikbann.   

Alcides Ghiggia tryggði Úrúgvæ heimsmeistaratitilinn á HM í Brasilíu 1950 þegar hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik mótsins en hann hafði einnig lagt upp jöfnunarmark liðsins í leiknum fyrir Juan Schiaffino.

„Mér finnst að þeir eigi að dæma hann í leikbann því við höfum ekki séð svona áður á HM," sagði Alcides Ghiggia í viðtali við BBC en kappinn er orðinn 87 ára gamall.

„Ég veit ekki hvað þessi strákur er að hugsa eða hvað er í gangi hjá honum. En hvort sem að þú sért frá Úrúgvæ eða annarsstaðar að í heiminum þá þarf að kom í veg fyrir svona hlutir gerist á vellinum því fótbolti á ekki að vera stríð," sagði Ghiggia.





Vísir/Getty

Tengdar fréttir

167 manns veðjuðu á það að Suarez myndi bíta

Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez virtist bíta ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu í gær. Flestir trúðu ekki sínum augum þegar þegar þeir horfðu á sjónvarpsútsendinguna frá leiknum en það voru ótrúlega margir sem „sáu" þetta fyrir eins og kemur fram í frétt ESPN.

Suárez þarf að leita sér aðstoðar

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær.

Veit ekki hvort FIFA hafi nægilegar sannanir

Gylfi Þór Orrason á von á því að Luis Suárez verði dæmdur í langt keppnisbann ef aganefnd FIFA finnur fullnægjandi sönnun fyrir því að hann hafi bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ í gær.

Chiellini olli mér vonbrigðum

Diego Lugano, fyrirliði Úrúgvæ fannst Giorgio Chiellini gera of mikið úr því þegar Luis Suárez beit hann í leik Ítalíu og Úrúgvæ

Mágur Suarez vildi ekkert segja

Gonzalo Balbi, leikmaður KR og mágur Luis Suarez, vildi ekkert tjá sig um atvikið í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×