Fótbolti

Ekki hægt að verja aðgerðir Suárez

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Suarez var í banni í lokaleik Carragher.
Suarez var í banni í lokaleik Carragher. Vísir/Getty
Jamie Carragher telur að ekki verði hægt að breyta persónuleika Luis Suárez og muni hann því halda áfram að komast á forsíður blaðanna af röngum ástæðum.

Suárez hefur verið á milli tannana á fólki undanfarin sólarhring eftir að hann beit Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á mánudaginn. Var þetta í þriðja sinn sem Suárez beit leikmann inn á vellinum og var hann dæmdur í fjögurra mánaða bann af FIFA fyrr í dag.

„Í staðin fyrir að vera þekktur sem einn af bestu framherjum fótboltans er hann þekktur sem leikmaðurinn sem bítur. Þetta kom mér á óvart, ég æfði með honum í tvö og hálft ár og maður myndi ekki trúa að hann myndi gera svona. Þetta mun hafa mikil áhrif á hann, hann var breyttur maður vikurnar eftir atvikið með Branislav Ivanovic,“ sagði Carragher.

„Hann er einstakur fótboltamaður sem hefur mikla hæfileika og gefur allt í leikina en það þýðir ekki að það megi ekki gagnrýna hann þegar svona atvik koma upp. Það er ekki hægt að verja aðgerðir hans, ég varði hann ekki þegar hann beit Ivanovic og ég ver hann ekki núna. Í báðum atvikum er ein sekúnda þar sem hann missir alla einbeitingu og gleymir sér. Ég held að hann muni aldrei ná að halda stjórn á þessum aðstöðum,“ sagði Carragher.


Tengdar fréttir

167 manns veðjuðu á það að Suarez myndi bíta

Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez virtist bíta ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu í gær. Flestir trúðu ekki sínum augum þegar þegar þeir horfðu á sjónvarpsútsendinguna frá leiknum en það voru ótrúlega margir sem „sáu" þetta fyrir eins og kemur fram í frétt ESPN.

Suárez þarf að leita sér aðstoðar

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær.

Veit ekki hvort FIFA hafi nægilegar sannanir

Gylfi Þór Orrason á von á því að Luis Suárez verði dæmdur í langt keppnisbann ef aganefnd FIFA finnur fullnægjandi sönnun fyrir því að hann hafi bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ í gær.

Chiellini olli mér vonbrigðum

Diego Lugano, fyrirliði Úrúgvæ fannst Giorgio Chiellini gera of mikið úr því þegar Luis Suárez beit hann í leik Ítalíu og Úrúgvæ

Mágur Suarez vildi ekkert segja

Gonzalo Balbi, leikmaður KR og mágur Luis Suarez, vildi ekkert tjá sig um atvikið í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×