Þörf á róttækum aðgerðum í Landmannalaugum Hrund Þórsdóttir skrifar 25. júní 2014 19:30 Í rammaskipulagi fyrir hálendið norðan Mýrdalsjökuls er gert ráð fyrir að tjaldsvæði og gistiskálar færist út fyrir hjarta Landmannalauga. Skiptar skoðanir eru um færsluna en talsmenn hennar segja skipulagsleysi hafa ríkt á svæðinu og að nú sé þörf á róttækum aðgerðum. Samkeppni um deiliskipulag Landmannalalaugasvæðisins er í burðarliðnum og hefur Rangárþing ytra tvisvar fengið styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna hennar, samtals þrettán milljónir. Gengið er út frá að meginþjónusta verði færð og að á núverandi þjónustusvæði verði aðeins gestastofa og búningsaðstaða fyrir náttúrulaug. Ef hugmyndir um færslu þjónustunnar frá Landmannalaugum verða að veruleika þarf að búa til einhvers konar landfyllingu þar sem svæðið er blautt og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá svæðið sem um ræðir. Hefurðu einhverja tilfinningu fyrir því hvort fólk er almennt hlynnt þessu eða andvígt? „Ég held það séu bara mjög skiptar skoðanir um það,“ segir Ingibjörg Eiríksdóttir, svæðalandvörður Umhverfisstofnunar á Suðurlandi. Talsmenn færslunnar segja margar ástæður fyrir henni. „ Fyrst og fremst það að við viljum endurheimta Landmannalaugar sem líkast því sem þær voru og þá á ég við friðsældina og fegurðina. Við viljum að þarna sé sem minnst af öðru en því sem náttúrulegt er,“ segir Kristinn Guðnason, sem situr í nefnd um framtíðarskipulag Landmannalauga. Kristinn segir skipulagsleysi hafa ríkt í Landmannalaugum og að þar séu til að mynda aðeins tvö hús á samþykktum lóðum. „Þetta er orðið dálítið draslaralegt. Það eru tjöld úti um allt og það sem heilsar fólki á fallegasta stað Íslands eru fataleppar á einhverjum grindum, við laugina á staðnum. Þetta þarf að laga og það getum við.“ Kristinn segir nauðsynlegt að grípa til róttækra aðgerða en ljóst er að kostnaður við færslu þjónustunnar yrði gríðarlegur. Hann segir tal um gróða af ferðaþjónustu marklaust ef ekki megi leggja fjármagn í staði eins og Landmannalaugar. En væri ekki skynsamlegra að byggja upp það sem þegar er á staðnum? „Ja, þá værum við bara að gera þveröfugt við það sem við viljum,“ segir Kristinn. Tengdar fréttir Gistiskálar og tjaldstæði færð frá Landmannalaugum í skipulagskeppni Gert er ráð fyrir að tjaldstæði og gistiskálar verði færð nokkra kílómetra frá Landmannalaugum í fyrirhugaðri samkeppni um skipulag svæðisins. Þörfin er knýjandi og við viljum hafa Landmannalaugar ósnortnar, segir oddviti Rangárþings ytra. 14. maí 2014 07:00 Bregðast þarf við strax svo ekki fari illa í Landmannalaugum Landmannalaugar eru á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Fjöldi ferðamanna þar tvöfaldaðist á áratug og enn fjölgar þeim. 24. júní 2014 20:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Í rammaskipulagi fyrir hálendið norðan Mýrdalsjökuls er gert ráð fyrir að tjaldsvæði og gistiskálar færist út fyrir hjarta Landmannalauga. Skiptar skoðanir eru um færsluna en talsmenn hennar segja skipulagsleysi hafa ríkt á svæðinu og að nú sé þörf á róttækum aðgerðum. Samkeppni um deiliskipulag Landmannalalaugasvæðisins er í burðarliðnum og hefur Rangárþing ytra tvisvar fengið styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna hennar, samtals þrettán milljónir. Gengið er út frá að meginþjónusta verði færð og að á núverandi þjónustusvæði verði aðeins gestastofa og búningsaðstaða fyrir náttúrulaug. Ef hugmyndir um færslu þjónustunnar frá Landmannalaugum verða að veruleika þarf að búa til einhvers konar landfyllingu þar sem svæðið er blautt og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá svæðið sem um ræðir. Hefurðu einhverja tilfinningu fyrir því hvort fólk er almennt hlynnt þessu eða andvígt? „Ég held það séu bara mjög skiptar skoðanir um það,“ segir Ingibjörg Eiríksdóttir, svæðalandvörður Umhverfisstofnunar á Suðurlandi. Talsmenn færslunnar segja margar ástæður fyrir henni. „ Fyrst og fremst það að við viljum endurheimta Landmannalaugar sem líkast því sem þær voru og þá á ég við friðsældina og fegurðina. Við viljum að þarna sé sem minnst af öðru en því sem náttúrulegt er,“ segir Kristinn Guðnason, sem situr í nefnd um framtíðarskipulag Landmannalauga. Kristinn segir skipulagsleysi hafa ríkt í Landmannalaugum og að þar séu til að mynda aðeins tvö hús á samþykktum lóðum. „Þetta er orðið dálítið draslaralegt. Það eru tjöld úti um allt og það sem heilsar fólki á fallegasta stað Íslands eru fataleppar á einhverjum grindum, við laugina á staðnum. Þetta þarf að laga og það getum við.“ Kristinn segir nauðsynlegt að grípa til róttækra aðgerða en ljóst er að kostnaður við færslu þjónustunnar yrði gríðarlegur. Hann segir tal um gróða af ferðaþjónustu marklaust ef ekki megi leggja fjármagn í staði eins og Landmannalaugar. En væri ekki skynsamlegra að byggja upp það sem þegar er á staðnum? „Ja, þá værum við bara að gera þveröfugt við það sem við viljum,“ segir Kristinn.
Tengdar fréttir Gistiskálar og tjaldstæði færð frá Landmannalaugum í skipulagskeppni Gert er ráð fyrir að tjaldstæði og gistiskálar verði færð nokkra kílómetra frá Landmannalaugum í fyrirhugaðri samkeppni um skipulag svæðisins. Þörfin er knýjandi og við viljum hafa Landmannalaugar ósnortnar, segir oddviti Rangárþings ytra. 14. maí 2014 07:00 Bregðast þarf við strax svo ekki fari illa í Landmannalaugum Landmannalaugar eru á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Fjöldi ferðamanna þar tvöfaldaðist á áratug og enn fjölgar þeim. 24. júní 2014 20:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Gistiskálar og tjaldstæði færð frá Landmannalaugum í skipulagskeppni Gert er ráð fyrir að tjaldstæði og gistiskálar verði færð nokkra kílómetra frá Landmannalaugum í fyrirhugaðri samkeppni um skipulag svæðisins. Þörfin er knýjandi og við viljum hafa Landmannalaugar ósnortnar, segir oddviti Rangárþings ytra. 14. maí 2014 07:00
Bregðast þarf við strax svo ekki fari illa í Landmannalaugum Landmannalaugar eru á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Fjöldi ferðamanna þar tvöfaldaðist á áratug og enn fjölgar þeim. 24. júní 2014 20:00