Fótbolti

Reyndi Suárez að bíta Chiellini fyrir ári síðan?

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Hegðun Luis Suárez í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær vakti athygli út um allan heim þegar hann beit Giorgio Chiellini, leikmann ítalska landsliðsins, í öxlina í leik liðanna.

Tæplega ár er liðið frá því að að Ítalía og Úrúgvæ mættust síðast og fór leikurinn einnig fram í Brasilíu. Um var að ræða bronsleikinn í Álfukeppninni en Ítalir fóru með sigur af hólmi eftir vítaspyrnukeppni.

Á myndunum sem má sjá hér fyrir neðan virðist Suárez ætla að bíta í Chiellini en nær ekki í öxlina á honum. Varnarmaðurinn sterki gerði sér grein fyrir hvað var að gerast en Suárez slapp með atvikið.

Myndir frá atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Suárez þarf að leita sér aðstoðar

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær.

Veit ekki hvort FIFA hafi nægilegar sannanir

Gylfi Þór Orrason á von á því að Luis Suárez verði dæmdur í langt keppnisbann ef aganefnd FIFA finnur fullnægjandi sönnun fyrir því að hann hafi bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×