Veit ekki hvort FIFA hafi nægilegar sannanir Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. júní 2014 10:30 Samsett mynd/Getty/GVA Gylfi Þór Orrason, formaður dómaranefndar KSÍ, viðurkenndi í samtali við blaðamann Vísis að hann væri ekki viss hvernig FIFA myndi taka á máli Luis Suárez. Suárez beit Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær en þetta er í þriðja sinn sem Suárez bítur leikmann inn á vellinum. Suárez á von á löngu banni verði hann fundinn sekur enda er þetta í þriðja sinn sem hann bítur leikmann. Suárez lýsti yfir sakleysi sínu í viðtali við úrúgvæska fjölmiðla eftir leikinn. Suárez fékk sjö leikja bann þegar hann beit Otman Bakkal í leik Ajax og PSV árið 2010 en virtist ekki læra neitt af þeirri refsingu þar sem hann var á ferðinni þremur árum seinna. Þá var Branislav Ivanovic fórnarlambið og fékk Suárez tíu leikja bann. „Samkvæmt reglum mótsins er aganefnd FIFA heimilt og skylt að taka fyrir alvarleg atvik sem gerast inn á vellinum sem dómarar sjá ekki. Heimildin og fyrirskipunin er til staðar en nú er bara að sjá hvað aganefndin gerir. Verkefnið hjá þeim er að fullvissa sig um að þetta hafi gerst eins og menn haldi fram, það er að Suárez hafi bitið hann,“ sagði Gylfi. Gylfi átti von á því að málið fengi flýtimeðferð enda er stutt í næsta leik. „Málið verður afgreitt áður en mótinu lýkur og væntanlega fyrir næsta leik hjá Úrúgvæ. Eina spurningin er hvort menn telji sig geta fullyrt að þetta sé rétt eins og myndirnar sína. Ég veit ekki hvort menn telji sig hafa fullnægjandi sönnun til þess að dæma hann en þetta mál verður augljóslega litið alvarlegum augum ef þeir finna sannanir. Þetta er ekki í fyrsta né annað skiptið sem hann er að bíta leikmann á vellinum,“ sagði Gylfi sem gat ímyndað sér að einhverju leyti málsvörn Suárez. „Chiellini setur höndina fyrir hann sem leiðir til þess að loka á hlaupið hans og reyna að hindra hann sem leiðir til þess að hann snöggreiðist. Málsvörn hans verður eflaust að hann hafi verið að hlaupa með opinn munninn eins og venja er þegar hann hljóp á hann,“ sagði Gylfi sem viðurkenndi að málsvörnin væri afar þunn. Gylfi minnti á að FIFA hefur rétt til þess að banna leikmanni að taka þátt í fótboltaleik bæði með félagsliði og landsliði í ákveðinn tíma. Það skyldi því enginn útiloka strax að Suárez verði í banni annað árið í röð þegar flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni. „Þeir geta dæmt hann í bann frá knattspyrnuiðkun í ákveðinn tíma og þá skiptir engu máli með hvaða liði, hvort sem það sé með Liverpool eða Úrúgvæ,“ sagði Gylfi. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Viðbrögð við bitinu hjá Suárez á Twitter Luis Suárez beit ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellinni í öxlina. 24. júní 2014 18:00 Luis Suárez beit leikmann Ítalíu Úrúgvæinn gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik á HM 2014. 24. júní 2014 17:49 Suárez: Þessir hlutir gerast inn á vellinum Luis Suárez gerði lítið úr atvikinu þegar hann beit Giorgio Chiellini í viðtölum við úrúgvæska fjölmiðla eftir leikinn gegn Ítalíu í gær. 25. júní 2014 08:30 Suárez þarf að leita sér aðstoðar Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær. 25. júní 2014 08:00 Chiellini sýndi bitfarið | Suárez meiddi sig í tönnunum Luis Suárez komst upp með að bíta varnarmann Ítalíu í sigri Úrúgvæ á HM í dag. 24. júní 2014 18:16 Sjáðu öll bitin hjá Suárez | Myndband Luis Suárez hefur bitið andstæðing í hollensku deildinni, ensku úrvalsdeildinni og á HM. 24. júní 2014 20:30 Skyggir á hversu frábær leikmaður hann er Paul Scholes telur að fólk muni ekki muna eftir knattspyrnuhæfileikum Luis Suárez heldur eftir vandræðunum sem fylgdu honum. 25. júní 2014 09:30 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Sjá meira
Gylfi Þór Orrason, formaður dómaranefndar KSÍ, viðurkenndi í samtali við blaðamann Vísis að hann væri ekki viss hvernig FIFA myndi taka á máli Luis Suárez. Suárez beit Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær en þetta er í þriðja sinn sem Suárez bítur leikmann inn á vellinum. Suárez á von á löngu banni verði hann fundinn sekur enda er þetta í þriðja sinn sem hann bítur leikmann. Suárez lýsti yfir sakleysi sínu í viðtali við úrúgvæska fjölmiðla eftir leikinn. Suárez fékk sjö leikja bann þegar hann beit Otman Bakkal í leik Ajax og PSV árið 2010 en virtist ekki læra neitt af þeirri refsingu þar sem hann var á ferðinni þremur árum seinna. Þá var Branislav Ivanovic fórnarlambið og fékk Suárez tíu leikja bann. „Samkvæmt reglum mótsins er aganefnd FIFA heimilt og skylt að taka fyrir alvarleg atvik sem gerast inn á vellinum sem dómarar sjá ekki. Heimildin og fyrirskipunin er til staðar en nú er bara að sjá hvað aganefndin gerir. Verkefnið hjá þeim er að fullvissa sig um að þetta hafi gerst eins og menn haldi fram, það er að Suárez hafi bitið hann,“ sagði Gylfi. Gylfi átti von á því að málið fengi flýtimeðferð enda er stutt í næsta leik. „Málið verður afgreitt áður en mótinu lýkur og væntanlega fyrir næsta leik hjá Úrúgvæ. Eina spurningin er hvort menn telji sig geta fullyrt að þetta sé rétt eins og myndirnar sína. Ég veit ekki hvort menn telji sig hafa fullnægjandi sönnun til þess að dæma hann en þetta mál verður augljóslega litið alvarlegum augum ef þeir finna sannanir. Þetta er ekki í fyrsta né annað skiptið sem hann er að bíta leikmann á vellinum,“ sagði Gylfi sem gat ímyndað sér að einhverju leyti málsvörn Suárez. „Chiellini setur höndina fyrir hann sem leiðir til þess að loka á hlaupið hans og reyna að hindra hann sem leiðir til þess að hann snöggreiðist. Málsvörn hans verður eflaust að hann hafi verið að hlaupa með opinn munninn eins og venja er þegar hann hljóp á hann,“ sagði Gylfi sem viðurkenndi að málsvörnin væri afar þunn. Gylfi minnti á að FIFA hefur rétt til þess að banna leikmanni að taka þátt í fótboltaleik bæði með félagsliði og landsliði í ákveðinn tíma. Það skyldi því enginn útiloka strax að Suárez verði í banni annað árið í röð þegar flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni. „Þeir geta dæmt hann í bann frá knattspyrnuiðkun í ákveðinn tíma og þá skiptir engu máli með hvaða liði, hvort sem það sé með Liverpool eða Úrúgvæ,“ sagði Gylfi.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Viðbrögð við bitinu hjá Suárez á Twitter Luis Suárez beit ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellinni í öxlina. 24. júní 2014 18:00 Luis Suárez beit leikmann Ítalíu Úrúgvæinn gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik á HM 2014. 24. júní 2014 17:49 Suárez: Þessir hlutir gerast inn á vellinum Luis Suárez gerði lítið úr atvikinu þegar hann beit Giorgio Chiellini í viðtölum við úrúgvæska fjölmiðla eftir leikinn gegn Ítalíu í gær. 25. júní 2014 08:30 Suárez þarf að leita sér aðstoðar Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær. 25. júní 2014 08:00 Chiellini sýndi bitfarið | Suárez meiddi sig í tönnunum Luis Suárez komst upp með að bíta varnarmann Ítalíu í sigri Úrúgvæ á HM í dag. 24. júní 2014 18:16 Sjáðu öll bitin hjá Suárez | Myndband Luis Suárez hefur bitið andstæðing í hollensku deildinni, ensku úrvalsdeildinni og á HM. 24. júní 2014 20:30 Skyggir á hversu frábær leikmaður hann er Paul Scholes telur að fólk muni ekki muna eftir knattspyrnuhæfileikum Luis Suárez heldur eftir vandræðunum sem fylgdu honum. 25. júní 2014 09:30 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Sjá meira
Viðbrögð við bitinu hjá Suárez á Twitter Luis Suárez beit ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellinni í öxlina. 24. júní 2014 18:00
Luis Suárez beit leikmann Ítalíu Úrúgvæinn gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik á HM 2014. 24. júní 2014 17:49
Suárez: Þessir hlutir gerast inn á vellinum Luis Suárez gerði lítið úr atvikinu þegar hann beit Giorgio Chiellini í viðtölum við úrúgvæska fjölmiðla eftir leikinn gegn Ítalíu í gær. 25. júní 2014 08:30
Suárez þarf að leita sér aðstoðar Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær. 25. júní 2014 08:00
Chiellini sýndi bitfarið | Suárez meiddi sig í tönnunum Luis Suárez komst upp með að bíta varnarmann Ítalíu í sigri Úrúgvæ á HM í dag. 24. júní 2014 18:16
Sjáðu öll bitin hjá Suárez | Myndband Luis Suárez hefur bitið andstæðing í hollensku deildinni, ensku úrvalsdeildinni og á HM. 24. júní 2014 20:30
Skyggir á hversu frábær leikmaður hann er Paul Scholes telur að fólk muni ekki muna eftir knattspyrnuhæfileikum Luis Suárez heldur eftir vandræðunum sem fylgdu honum. 25. júní 2014 09:30