Kökusneið á 1290 krónur: Hræddur um að græðgin leiði okkur í ógöngur Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júní 2014 21:35 Logi tók mynd af kökunni og deildi á samskiptamiðlinum Facebook. Mynd/Logi Einarsson „Ég er skíthræddur um að græðgin geti leitt okkur í ógöngur,“ segir Logi Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, en honum ofbauð nýlega verðlagning á veitinga- og kaffihúsi í Mývatnssveit. Logi fór á kaffihúsið Vogafjós í Mývatnssveit og keypti sér súkkulaðiköku með rjóma. Þegar hann spurði þjónustustúlkuna, sem hann tekur sérstaklega fram að var bæði lipur og kurteis, hvort það væri örugglega rétt þegar hún rukkaði hann um 1290 krónur fyrir sneiðina, svaraði hún: „Það koma eiginlega aldrei Íslendingar hingað.“ „Ég held þetta sé bara græðgi. Það er verið að stilla verðinu eins hátt og mögulegt er. Verðið er greinilega ekki miðað við Íslendinga,“ segir Logi. Hann telur verðlagningu sem þessa geta haft slæmar afleiðingar í för með sér í stóra samhenginu. „Bæði að, þrátt fyrir að við búum núna við lágt gengi og eigum möguleika á því að sjá blómstrandi ferðaþjónustu, við spillum því með því að sprengja verðið upp úr öllu valdi, semsagt missum ferðamennina, og líka að koma í veg fyrir að Íslendingar hafi nokkurt efni á að ferðast um landið sitt. Þá situm við bara á sófanum heima og saumum út.“ Hann segir í raun verið að verðleggja Íslendinga út af markaðnum. „Ég er ekki bara að hugsa um að menn séu að skemma ferðaþjónustuna heldur ef menn ætla að stilla verðlagninguna eftir kaupgetu ferðamanna eiga Íslendingar ekki möguleika á því að ferðast innanlands.“ „Ég hef rosalegar áhyggjur af þessu líka að við ofbjóðum ferðamönnum.“Eru Íslendingar gráðug þjóð?„Það er auðvitað freistandi fyrir alla að reyna að fá eins mikið út úr hlutunum og þeir geta en hins vegar þurfa menn að gæta sín, sýna framsýni og vera skynsamir. Láta sér nægja að taka það fyrir þjónustuna sem er eðlilegt og nægilegt.“ Hann vill ekki gagnrýna kaffihúsið Vogafjós sérstaklega heldur segir hann þetta sjálfsagt ekkert einsdæmi. „Ég vona að menn beri gæfu til þess að nýta sér þessar hagstæðu aðstæður í ferðaþjónustu og tjalda ekki til einnar nætur. Reyni að sýna útsjónarsemi og hafa einhverja framtíðarsýn.“Erum við að höggva hausinn af gullhænunni í græðgi okkar?„Tja. Við erum farin að reyta af henni fjaðrirnar já,“ segir Logi og hlær. „Stélfjaðrirnar.“ Post by Logi Einarsson. Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
„Ég er skíthræddur um að græðgin geti leitt okkur í ógöngur,“ segir Logi Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, en honum ofbauð nýlega verðlagning á veitinga- og kaffihúsi í Mývatnssveit. Logi fór á kaffihúsið Vogafjós í Mývatnssveit og keypti sér súkkulaðiköku með rjóma. Þegar hann spurði þjónustustúlkuna, sem hann tekur sérstaklega fram að var bæði lipur og kurteis, hvort það væri örugglega rétt þegar hún rukkaði hann um 1290 krónur fyrir sneiðina, svaraði hún: „Það koma eiginlega aldrei Íslendingar hingað.“ „Ég held þetta sé bara græðgi. Það er verið að stilla verðinu eins hátt og mögulegt er. Verðið er greinilega ekki miðað við Íslendinga,“ segir Logi. Hann telur verðlagningu sem þessa geta haft slæmar afleiðingar í för með sér í stóra samhenginu. „Bæði að, þrátt fyrir að við búum núna við lágt gengi og eigum möguleika á því að sjá blómstrandi ferðaþjónustu, við spillum því með því að sprengja verðið upp úr öllu valdi, semsagt missum ferðamennina, og líka að koma í veg fyrir að Íslendingar hafi nokkurt efni á að ferðast um landið sitt. Þá situm við bara á sófanum heima og saumum út.“ Hann segir í raun verið að verðleggja Íslendinga út af markaðnum. „Ég er ekki bara að hugsa um að menn séu að skemma ferðaþjónustuna heldur ef menn ætla að stilla verðlagninguna eftir kaupgetu ferðamanna eiga Íslendingar ekki möguleika á því að ferðast innanlands.“ „Ég hef rosalegar áhyggjur af þessu líka að við ofbjóðum ferðamönnum.“Eru Íslendingar gráðug þjóð?„Það er auðvitað freistandi fyrir alla að reyna að fá eins mikið út úr hlutunum og þeir geta en hins vegar þurfa menn að gæta sín, sýna framsýni og vera skynsamir. Láta sér nægja að taka það fyrir þjónustuna sem er eðlilegt og nægilegt.“ Hann vill ekki gagnrýna kaffihúsið Vogafjós sérstaklega heldur segir hann þetta sjálfsagt ekkert einsdæmi. „Ég vona að menn beri gæfu til þess að nýta sér þessar hagstæðu aðstæður í ferðaþjónustu og tjalda ekki til einnar nætur. Reyni að sýna útsjónarsemi og hafa einhverja framtíðarsýn.“Erum við að höggva hausinn af gullhænunni í græðgi okkar?„Tja. Við erum farin að reyta af henni fjaðrirnar já,“ segir Logi og hlær. „Stélfjaðrirnar.“ Post by Logi Einarsson.
Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira