Íslendingar verði að taka hvalveiðar til endurskoðunar 22. júní 2014 16:04 vísir/anton Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Íslendingar verði að taka hvalveiðar til endurskoðunar og meta hver ávinningur þjóðarbúsins af þeim er í raun og veru. Hún segir samanburð fjármálaráðherra á hvalveiðum Íslendinga og dauðarefsingum í Bandaríkjunum ekki eiga erindi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi ákvörðun Bandaríkjamanna að bjóða ekki Íslendingum að vera þátttakandi á Our Ocean hafráðstefnunni sem fram fór í vikunni vegna þeirra hvalveiða sem stundaðar við Íslandsstrendur. Í pistli sem Bjarni ritaði á samfélagsmiðilinn Facebook heldur hann því fram að það sé eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga þegar á sama tíma berast fréttir af mistökum við aflífun fólks í kjölfar dauðadóms í Bandaríkjunum.Bjarni Benediktsson.vísir/daníel„Ef að hvalveiðar Íslendingar eiga að hafa þau áhrif að dregið verði úr samskiptum við Íslendinga eins og forseti Bandaríkjanna hefur látið skína í þá spyr ég. Hvers vegna ættum við að láta samskipti þjóðanna ráðast af þessu máli einu og sér? Við Íslendingar höfum svo sem næg tækifæri til að taka upp ýmis önnur málefnasvið og spyrja okkur hvort að ekki sé tilefni til að ræða þau í tengslum við samskipti þjóðanna. Þar mætti nefna efst á blaði dauðarefsingar og hvernig þær eru framkvæmdar í Bandaríkjunum. Að þær skuli yfir höfuð vera leyfðar samkvæmt lögum,“ sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir hvalveiðar Íslendinga ekki vera sambærilegar við dauðarefsingar Bandaríkjamanna. „Mér finnst hins vegar að Íslendingar þurfi að taka sínar hvalveiðar til endurskoðunar og hver nákvæmlega ávinningur þjóðarbúsins til að mynda af hvalveiðum er þar sem þetta kjöt hefur ekki verið að seljast vel og líka ýmsar spurningar um umhverfis- og mannúðarsjónarmið hvernig hvalir eru veiddir. Þannig að ég hefði talið betra að við tækjum þau mál þá bara til umræðu fremur en að vera að setja þetta í einhvern samanburð við dauðarefsingar Bandaríkjamanna ,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Katrín kveðst hafa sterkar skoðanir á dauðarefsingum Bandaríkjamanna og finnst í góðu lagi að íslensk stjórnvöld gagnrýni þær. Þessi tvö mál séu hins vegar ekki sambærileg. Hún telur brýnt að opin umræða fari fram hér á landi um hvalveiðar. „Við þurfum að setja þessi mál á dagskrá og velta því fyrir okkur hvort við séum sátt við þetta. Í ljósi þess að efnahagslegur ávinningur er ekki mikill, að ýmsir hafa gert miklar athugasemdir við það hvernig dýrin eru drepin og annað þá held ég að það væri okkur hollt að taka þá umræðu hér heima.“ Tengdar fréttir Íslandi ekki boðið vegna hvalveiða "Ég tel að þetta sé lang alvarlegasta aðgerðin sem Bandaríkjamenn hafa gripið til í sinni baráttu við hvalveiðum Íslendinga." 11. júní 2014 21:39 Bjarna misbýður framkoma Bandaríkjamanna Formaður Sjálfstæðisflokksins neitar því að hann hafi borið saman hvalveiðar og dauðadóma. 19. júní 2014 20:00 Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Íslendingar verði að taka hvalveiðar til endurskoðunar og meta hver ávinningur þjóðarbúsins af þeim er í raun og veru. Hún segir samanburð fjármálaráðherra á hvalveiðum Íslendinga og dauðarefsingum í Bandaríkjunum ekki eiga erindi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi ákvörðun Bandaríkjamanna að bjóða ekki Íslendingum að vera þátttakandi á Our Ocean hafráðstefnunni sem fram fór í vikunni vegna þeirra hvalveiða sem stundaðar við Íslandsstrendur. Í pistli sem Bjarni ritaði á samfélagsmiðilinn Facebook heldur hann því fram að það sé eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga þegar á sama tíma berast fréttir af mistökum við aflífun fólks í kjölfar dauðadóms í Bandaríkjunum.Bjarni Benediktsson.vísir/daníel„Ef að hvalveiðar Íslendingar eiga að hafa þau áhrif að dregið verði úr samskiptum við Íslendinga eins og forseti Bandaríkjanna hefur látið skína í þá spyr ég. Hvers vegna ættum við að láta samskipti þjóðanna ráðast af þessu máli einu og sér? Við Íslendingar höfum svo sem næg tækifæri til að taka upp ýmis önnur málefnasvið og spyrja okkur hvort að ekki sé tilefni til að ræða þau í tengslum við samskipti þjóðanna. Þar mætti nefna efst á blaði dauðarefsingar og hvernig þær eru framkvæmdar í Bandaríkjunum. Að þær skuli yfir höfuð vera leyfðar samkvæmt lögum,“ sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir hvalveiðar Íslendinga ekki vera sambærilegar við dauðarefsingar Bandaríkjamanna. „Mér finnst hins vegar að Íslendingar þurfi að taka sínar hvalveiðar til endurskoðunar og hver nákvæmlega ávinningur þjóðarbúsins til að mynda af hvalveiðum er þar sem þetta kjöt hefur ekki verið að seljast vel og líka ýmsar spurningar um umhverfis- og mannúðarsjónarmið hvernig hvalir eru veiddir. Þannig að ég hefði talið betra að við tækjum þau mál þá bara til umræðu fremur en að vera að setja þetta í einhvern samanburð við dauðarefsingar Bandaríkjamanna ,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Katrín kveðst hafa sterkar skoðanir á dauðarefsingum Bandaríkjamanna og finnst í góðu lagi að íslensk stjórnvöld gagnrýni þær. Þessi tvö mál séu hins vegar ekki sambærileg. Hún telur brýnt að opin umræða fari fram hér á landi um hvalveiðar. „Við þurfum að setja þessi mál á dagskrá og velta því fyrir okkur hvort við séum sátt við þetta. Í ljósi þess að efnahagslegur ávinningur er ekki mikill, að ýmsir hafa gert miklar athugasemdir við það hvernig dýrin eru drepin og annað þá held ég að það væri okkur hollt að taka þá umræðu hér heima.“
Tengdar fréttir Íslandi ekki boðið vegna hvalveiða "Ég tel að þetta sé lang alvarlegasta aðgerðin sem Bandaríkjamenn hafa gripið til í sinni baráttu við hvalveiðum Íslendinga." 11. júní 2014 21:39 Bjarna misbýður framkoma Bandaríkjamanna Formaður Sjálfstæðisflokksins neitar því að hann hafi borið saman hvalveiðar og dauðadóma. 19. júní 2014 20:00 Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Íslandi ekki boðið vegna hvalveiða "Ég tel að þetta sé lang alvarlegasta aðgerðin sem Bandaríkjamenn hafa gripið til í sinni baráttu við hvalveiðum Íslendinga." 11. júní 2014 21:39
Bjarna misbýður framkoma Bandaríkjamanna Formaður Sjálfstæðisflokksins neitar því að hann hafi borið saman hvalveiðar og dauðadóma. 19. júní 2014 20:00
Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30