Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Keflavík 2-4 | Arfaslakir Fylkismenn engin fyrirstaða Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2014 00:01 Vísir/Daníel Keflavík gerði góða ferð í Árbæinn í kvöld og vann afar sannfærandi sigur, 4-1, á slöku liði Fylkis í kvöld. Hörður Sveinsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson skoruðu tvö mörk hvor en Oddur Ingi Guðmundsson og Elís Rafn Björnsson fyrir Fylki.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði mörgum skemmtilegum myndum sem sjá má bæði hér fyrir ofan og neðan. Sigurinn var í stuttu máli sagt sanngjarn, svo mikið er víst. Staðan í hálfleik var 3-0, gestunum í vil, og þrátt fyrir að heimamenn hafi skorað snemma í þeim síðari náðu Keflvíkingar að svara um leið og gera endanlega út um leikinn. Síðara mark Fylkis kom svo úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Fylkismenn byrjuðu þokkalega og ætluðu greinilega að sækja til sigurs. En menn voru greinilega of kappsamir í sóknarleiknum því þeir gleymdu varnarleiknum alfarið um leið og boltinn tapaðist. Það færðu Keflvíkingar sér í nyt á þrettándu mínútu þegar einföld sókn liðsins skilaði marki. Magnús Sverrir Þorsteinsson var þar að verki en hann fékk tækifærið eftir að hafa skorað þrennu gegn Hamri í bikarnum fyrr í vikunni. Þrátt fyrir að Árbæingar hafi þar með fengið sína viðvörun tók lítið betra við. Þvert á móti snarversnaði leikur liðsins og einfaldast að segja að varnarleikurinn hafi verið í molum. Hörður Sveinsson bætti við tveimur mörkum áður en hálfleikurinn var allur en í bæði skiptin voru varnarmenn Fylkis - og í raun allt liðið - á hælunum. Keflvíkingar héldu áfram að sækja eftir þetta og voru Fylksimenn í raun stálheppnir að vera aðeins þremur mörkum undir í leikhléi. Árbæingar hafa væntanlega fengið vænt tiltal frá þjálfara sínum í hálfleik og þeir byrjuðu síðari hálfleikinn þokkalega. Það skilaði svo fínu marki sem Oddur Ingi Guðmundsson skoraði með laglegum skalla. En tilraun Fylkismanna til að koma mtil baka var kæfð í fæðingu. Enn og aftur var sótt upp kantinn með góðum árangri en eftir skot Daníels Gylfasonar féll boltinn af varnarmanni fyrir fætur Magnúsar Sverris sem skoraði sitt annað mark í leiknum með snyrtilegu skoti. Leikurinn var í raun búinn og það sem eftir kom bar merki þess. Keflvíkingar gerðu það sem þeir þurftu að gera og voru skynsamir í sínum aðgerðum. Þeir voru einnig líklegri til að bæta við en heimamenn að minnka muninn, þar til að Elís Rafn skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að brotið var á Andrési Má. Fylkismenn hafa nú fengið á sig níu mörk í síðustu tveimur leikjum og gefur það augaleið að varnarleikurinn er mikið áhyggjuefni fyrir Ásmund. Ekki aðeins er varnarlínan sjálf brothætt heldur varnarvinna liðsins alls heilt yfir arfaslök. Leikurinn var fyrirhafnalítill fyrir vel spilandi lið Keflavíkur sem hafði ekki unnið deildarleik síðan 12. maí og gert fjögur jafntefli í röð. Liðið var afar sannfærandi í kvöld, spilaði vel og virtist lítið hafa fyrir varnarleiknum. Elías Már Ómarsson var sem fyrr afar sprækur á kantinum en flestir í liði Keflavíkur áttu fínan dag - enda mótspyrnan ekki mikil að þessu sinni.Vísir/DaníelKristján: Svipað og á HM Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sannfærandi sigur sinna manna á Fylki í kvöld. „Uppleggið var svipað og á HM - ekkert of mikinn varnarleik og flottar skyndisóknir,“ sagði Kristján í léttum tón. Keflavík hafði 3-0 forystu í hálfleik og sagði Kristján að tölfræðin á milli liðanna hafi verið nokkuð jöfn. „Mér fannst við ekki vera með það mikla yfirburði í fyrri hálfleik. En sóknirnar voru þá vel útfærðar hjá okkur.“ Hann segir að það hafi verið léttir að landa fyrsta sigrinum í deildinni síðan 12. maí. „Við vorum farnir að sjá liðin nálgast okkur of mikið og við áttum það á hættu að missa þau fyrir ofan okkur í þessari umferð. Við vildum því endilega vinna þennan leik og sigurinn var mikilvægur.“ Kristján segir að hann hafi tekið ákveðna áhættu með því að vera með svo sóknarsinnað byrjunarlið en að það hafi borgað sig að þessu sinni. „Ég er einstaklega ánægður með samvinnu leikmannanna. Það var framhald af bikarleiknum um daginn.“ Jóhann Birnir Guðmundsson var ekki með Keflavík í dag en Kristján sagði að hann hafi fengið leyfi. „Hann er að hvíla sig og safna orku. Eldri menn eins og hann þurfa að fá öðruvísi meðhöndlun og hann var búinn að vinna vel fyrir fríinu sínu, strákurinn.“Ásmundur: Það var ekki lið inni á vellinum „Allt,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, við fyrstu spurningu blaðamanna eftir leik. Hann var þá spurður hvað hafi farið úrskeðis í leiknum. „Fyrri hálfleikurinn var hrein hörmung. Skipulagið var ekkert og hjálparvörnin engin. Það var ekki lið inni á vellinum - svo einfalt var það.“ Ásmundur játti því að fyrri hálfleikurinn hafi verið sá slakasti hjá Fylkisliðinu undir hans stjórn en að leikur liðsins hafi aðeins batnað í þeim síðari. „Það var eitthvað skárra en í fyrri hálfleik var þetta ekki boðlegt. En þá var þetta bara búið.“ Sadmir Zekovic var tekinn af velli á 41. mínútu og Ásmundur sagði ástæðuna einfalda. „Ég var ósáttur við hann. Hann gerði ekki það sem við vildum að hann gerði - ekki frekar en margir. Ég hefði þess vegna getað tekið alla ellefu út af.“ „En þetta var fyrsta skrefið. Við reyndum að tjasla okkur saman en leikurinn var bara búinn. Þessi frammistaða var ekki boðleg.“ Ásmundur segir að það hafi reynst honum erfitt að stilla sínu besta liði upp - finna réttu blönduna. „Ég hef ítrekað sagt að menn voru að koma seint inn í hópinn og margir þeirra ekki í leikæfingu. Við höfum því þurft að nota mótið til að finna hvar menn nýtast best og hvort þeir séu nógu sterkir til að nýtast okkur.“ „Við fáum til okkar menn í þeim tilgangi til að nýtast okkur og styrkja liðið en það hefur ekki verið að ganga nógu vel.“ „Við ætlum okkur langt í sumar - alla leið.“Vísir/DaníelElías Már: Við ætlum okkur alla leið Elías Már Ómarsson var maður leiksins í dag en hann var frábær á hægri kantinum hjá Keflavík. „Við ætluðum okkur að fara í gegnum miðjuna okkar og svo koma boltanum út á kant. Það gekk nokkuð vel hjá okkur í dag,“ sagði Elías Már en viðurkenndi að hann hafi átt von á meiri mótspyrnu. „Já, ég átti svo sem von á því að Fylkismennirnir myndu spila betur en þeir gerðu.“ Keflavíkurliðið leit vel út í dag og Elías sagði að það hefði verið gott að vinna loksins sigur í deildinni eftir langa bið. „Það er góð tilfinning en það er frábær stemning í hópnum. Við erum með allan skalann í aldri leikmanna og mikið af uppöldum strákum.“Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-3 | Gary Martin með tvö mörk í endurkomu KR Gary Martin skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslandsmeistara KR í Eyjum í kvöld þegar liðin mættust í 9. umferð Pepsi-deildar karla. 22. júní 2014 00:01 Bið Eyjamanna og Blika lengist | Öll úrslit kvöldsins Blikar og Eyjamenn eru enn án sigurs eftir níu umferðir í Pepsi-deildinni en fimm leikir fóru fram í kvöld. 22. júní 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Breiðablik 1-0 | Níu Víkingar lögðu Breiðablik að velli Víkingur vann þriðja leik sinn í röð í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld þegar liðið lagði Breiðablik 1-0 á heimavelli sínum í Víkinni. Pape Mamadou Faye skoraði sigurmarkið á 15. mínútu. 22. júní 2014 00:01 Umfjöllun,viðtöl og einkunnir: Þór - Valur 0-1 | Haukur Páll tryggði Val þrjú stig Haukur Páll tryggði Valsmönnum þrjú stig í bragðdaufum leik fyrir norðan í 9. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 22. júní 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 2-1 | Stjarnan tyllti sér á toppinn Stjarnan komst á topp Pepsi-deildarinnar eftir 2-1 sigur á Fjölnir á Samsung-vellinum í kvöld. Staðan í hálfleik var 1-0. 22. júní 2014 00:01 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Keflavík gerði góða ferð í Árbæinn í kvöld og vann afar sannfærandi sigur, 4-1, á slöku liði Fylkis í kvöld. Hörður Sveinsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson skoruðu tvö mörk hvor en Oddur Ingi Guðmundsson og Elís Rafn Björnsson fyrir Fylki.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði mörgum skemmtilegum myndum sem sjá má bæði hér fyrir ofan og neðan. Sigurinn var í stuttu máli sagt sanngjarn, svo mikið er víst. Staðan í hálfleik var 3-0, gestunum í vil, og þrátt fyrir að heimamenn hafi skorað snemma í þeim síðari náðu Keflvíkingar að svara um leið og gera endanlega út um leikinn. Síðara mark Fylkis kom svo úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Fylkismenn byrjuðu þokkalega og ætluðu greinilega að sækja til sigurs. En menn voru greinilega of kappsamir í sóknarleiknum því þeir gleymdu varnarleiknum alfarið um leið og boltinn tapaðist. Það færðu Keflvíkingar sér í nyt á þrettándu mínútu þegar einföld sókn liðsins skilaði marki. Magnús Sverrir Þorsteinsson var þar að verki en hann fékk tækifærið eftir að hafa skorað þrennu gegn Hamri í bikarnum fyrr í vikunni. Þrátt fyrir að Árbæingar hafi þar með fengið sína viðvörun tók lítið betra við. Þvert á móti snarversnaði leikur liðsins og einfaldast að segja að varnarleikurinn hafi verið í molum. Hörður Sveinsson bætti við tveimur mörkum áður en hálfleikurinn var allur en í bæði skiptin voru varnarmenn Fylkis - og í raun allt liðið - á hælunum. Keflvíkingar héldu áfram að sækja eftir þetta og voru Fylksimenn í raun stálheppnir að vera aðeins þremur mörkum undir í leikhléi. Árbæingar hafa væntanlega fengið vænt tiltal frá þjálfara sínum í hálfleik og þeir byrjuðu síðari hálfleikinn þokkalega. Það skilaði svo fínu marki sem Oddur Ingi Guðmundsson skoraði með laglegum skalla. En tilraun Fylkismanna til að koma mtil baka var kæfð í fæðingu. Enn og aftur var sótt upp kantinn með góðum árangri en eftir skot Daníels Gylfasonar féll boltinn af varnarmanni fyrir fætur Magnúsar Sverris sem skoraði sitt annað mark í leiknum með snyrtilegu skoti. Leikurinn var í raun búinn og það sem eftir kom bar merki þess. Keflvíkingar gerðu það sem þeir þurftu að gera og voru skynsamir í sínum aðgerðum. Þeir voru einnig líklegri til að bæta við en heimamenn að minnka muninn, þar til að Elís Rafn skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að brotið var á Andrési Má. Fylkismenn hafa nú fengið á sig níu mörk í síðustu tveimur leikjum og gefur það augaleið að varnarleikurinn er mikið áhyggjuefni fyrir Ásmund. Ekki aðeins er varnarlínan sjálf brothætt heldur varnarvinna liðsins alls heilt yfir arfaslök. Leikurinn var fyrirhafnalítill fyrir vel spilandi lið Keflavíkur sem hafði ekki unnið deildarleik síðan 12. maí og gert fjögur jafntefli í röð. Liðið var afar sannfærandi í kvöld, spilaði vel og virtist lítið hafa fyrir varnarleiknum. Elías Már Ómarsson var sem fyrr afar sprækur á kantinum en flestir í liði Keflavíkur áttu fínan dag - enda mótspyrnan ekki mikil að þessu sinni.Vísir/DaníelKristján: Svipað og á HM Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sannfærandi sigur sinna manna á Fylki í kvöld. „Uppleggið var svipað og á HM - ekkert of mikinn varnarleik og flottar skyndisóknir,“ sagði Kristján í léttum tón. Keflavík hafði 3-0 forystu í hálfleik og sagði Kristján að tölfræðin á milli liðanna hafi verið nokkuð jöfn. „Mér fannst við ekki vera með það mikla yfirburði í fyrri hálfleik. En sóknirnar voru þá vel útfærðar hjá okkur.“ Hann segir að það hafi verið léttir að landa fyrsta sigrinum í deildinni síðan 12. maí. „Við vorum farnir að sjá liðin nálgast okkur of mikið og við áttum það á hættu að missa þau fyrir ofan okkur í þessari umferð. Við vildum því endilega vinna þennan leik og sigurinn var mikilvægur.“ Kristján segir að hann hafi tekið ákveðna áhættu með því að vera með svo sóknarsinnað byrjunarlið en að það hafi borgað sig að þessu sinni. „Ég er einstaklega ánægður með samvinnu leikmannanna. Það var framhald af bikarleiknum um daginn.“ Jóhann Birnir Guðmundsson var ekki með Keflavík í dag en Kristján sagði að hann hafi fengið leyfi. „Hann er að hvíla sig og safna orku. Eldri menn eins og hann þurfa að fá öðruvísi meðhöndlun og hann var búinn að vinna vel fyrir fríinu sínu, strákurinn.“Ásmundur: Það var ekki lið inni á vellinum „Allt,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, við fyrstu spurningu blaðamanna eftir leik. Hann var þá spurður hvað hafi farið úrskeðis í leiknum. „Fyrri hálfleikurinn var hrein hörmung. Skipulagið var ekkert og hjálparvörnin engin. Það var ekki lið inni á vellinum - svo einfalt var það.“ Ásmundur játti því að fyrri hálfleikurinn hafi verið sá slakasti hjá Fylkisliðinu undir hans stjórn en að leikur liðsins hafi aðeins batnað í þeim síðari. „Það var eitthvað skárra en í fyrri hálfleik var þetta ekki boðlegt. En þá var þetta bara búið.“ Sadmir Zekovic var tekinn af velli á 41. mínútu og Ásmundur sagði ástæðuna einfalda. „Ég var ósáttur við hann. Hann gerði ekki það sem við vildum að hann gerði - ekki frekar en margir. Ég hefði þess vegna getað tekið alla ellefu út af.“ „En þetta var fyrsta skrefið. Við reyndum að tjasla okkur saman en leikurinn var bara búinn. Þessi frammistaða var ekki boðleg.“ Ásmundur segir að það hafi reynst honum erfitt að stilla sínu besta liði upp - finna réttu blönduna. „Ég hef ítrekað sagt að menn voru að koma seint inn í hópinn og margir þeirra ekki í leikæfingu. Við höfum því þurft að nota mótið til að finna hvar menn nýtast best og hvort þeir séu nógu sterkir til að nýtast okkur.“ „Við fáum til okkar menn í þeim tilgangi til að nýtast okkur og styrkja liðið en það hefur ekki verið að ganga nógu vel.“ „Við ætlum okkur langt í sumar - alla leið.“Vísir/DaníelElías Már: Við ætlum okkur alla leið Elías Már Ómarsson var maður leiksins í dag en hann var frábær á hægri kantinum hjá Keflavík. „Við ætluðum okkur að fara í gegnum miðjuna okkar og svo koma boltanum út á kant. Það gekk nokkuð vel hjá okkur í dag,“ sagði Elías Már en viðurkenndi að hann hafi átt von á meiri mótspyrnu. „Já, ég átti svo sem von á því að Fylkismennirnir myndu spila betur en þeir gerðu.“ Keflavíkurliðið leit vel út í dag og Elías sagði að það hefði verið gott að vinna loksins sigur í deildinni eftir langa bið. „Það er góð tilfinning en það er frábær stemning í hópnum. Við erum með allan skalann í aldri leikmanna og mikið af uppöldum strákum.“Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-3 | Gary Martin með tvö mörk í endurkomu KR Gary Martin skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslandsmeistara KR í Eyjum í kvöld þegar liðin mættust í 9. umferð Pepsi-deildar karla. 22. júní 2014 00:01 Bið Eyjamanna og Blika lengist | Öll úrslit kvöldsins Blikar og Eyjamenn eru enn án sigurs eftir níu umferðir í Pepsi-deildinni en fimm leikir fóru fram í kvöld. 22. júní 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Breiðablik 1-0 | Níu Víkingar lögðu Breiðablik að velli Víkingur vann þriðja leik sinn í röð í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld þegar liðið lagði Breiðablik 1-0 á heimavelli sínum í Víkinni. Pape Mamadou Faye skoraði sigurmarkið á 15. mínútu. 22. júní 2014 00:01 Umfjöllun,viðtöl og einkunnir: Þór - Valur 0-1 | Haukur Páll tryggði Val þrjú stig Haukur Páll tryggði Valsmönnum þrjú stig í bragðdaufum leik fyrir norðan í 9. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 22. júní 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 2-1 | Stjarnan tyllti sér á toppinn Stjarnan komst á topp Pepsi-deildarinnar eftir 2-1 sigur á Fjölnir á Samsung-vellinum í kvöld. Staðan í hálfleik var 1-0. 22. júní 2014 00:01 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-3 | Gary Martin með tvö mörk í endurkomu KR Gary Martin skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslandsmeistara KR í Eyjum í kvöld þegar liðin mættust í 9. umferð Pepsi-deildar karla. 22. júní 2014 00:01
Bið Eyjamanna og Blika lengist | Öll úrslit kvöldsins Blikar og Eyjamenn eru enn án sigurs eftir níu umferðir í Pepsi-deildinni en fimm leikir fóru fram í kvöld. 22. júní 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Breiðablik 1-0 | Níu Víkingar lögðu Breiðablik að velli Víkingur vann þriðja leik sinn í röð í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld þegar liðið lagði Breiðablik 1-0 á heimavelli sínum í Víkinni. Pape Mamadou Faye skoraði sigurmarkið á 15. mínútu. 22. júní 2014 00:01
Umfjöllun,viðtöl og einkunnir: Þór - Valur 0-1 | Haukur Páll tryggði Val þrjú stig Haukur Páll tryggði Valsmönnum þrjú stig í bragðdaufum leik fyrir norðan í 9. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 22. júní 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 2-1 | Stjarnan tyllti sér á toppinn Stjarnan komst á topp Pepsi-deildarinnar eftir 2-1 sigur á Fjölnir á Samsung-vellinum í kvöld. Staðan í hálfleik var 1-0. 22. júní 2014 00:01