Þjóðverjar áfram eftir þriggja marka framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2014 11:38 Vísir/Getty Þjóðverjar eru komnir áfram í átta liða úrslitin á HM í Brasilíu og verða meðal þeirra átta bestu á sextánda heimsmeistaramótinu í röð eftir 2-1 sigur á Alsír í kvöld í framlengdum leik í 16 liða úrslitum á HM í Brasilíu. Þjóðverjar mæta Frökkum í átta liða úrslitunum á föstudaginn kemur en Frakkar unnu 2-0 sigur á Nígeríu fyrr í dag. Alsíringar hafa aldrei komist lengra á HM og þeir leituðu hefnda fyrir "samkomulag" Þjóðverja og Austurríkismanna á HM 1982 sem varð til að Alsír sat eftir í riðlakeppninni. Alsír átti flotta spretti í leiknum en hafði ekki heppnina með sér upp við markið og því sluppu Þjóðverjar með skrekkinn. Varamaðurinn André Schürrle var hetja þýska liðsins en hann skoraði fyrsta markið í leiknum með hælspyrnu á annarri mínútu framlengingarinnar. Thomas Müller lagði upp markið og hefur því átt þátt í 6 af 8 mörkum þýska liðsins á HM í Brasilíu (4 mörk og 2 stoðsendingar). Mesut Özil kom þýska liðinu í 2-0 á síðustu mínútu framlengingarinnar en Alsír náði engu að síður að minnka muninn og Alsíringar fengu færi til að jafna í blálokin. Það tókst þó ekki og Þjóðverjar eru komnir einu sinni enn í átta liða úrslitin. Alsíringar stríddu Þjóðverjum í fyrri hálfleiknum og þó svo að þýska liðið væri vissulega meira með boltann þá skapaðist hvað eftir annað stórhætta í skyndisóknum Alsírmanna. Alsír skoraði reyndar mark úr einni skyndisókninni en markið var dæmt af vegna rangstöðu og var það réttur dómur. Manuel Neuer, markvörður Þýskalands, þurfti margoft að koma út úr marki sínum til að koma boltanum frá þegar framherjar Alsír voru að sleppa í gegn. Leikmenn Alsír hafa gefið eftir þegar liðið hefur á leikina í keppninni og svo varð einnig raunin í þessum leik. Þýska liðið jók pressuna eftir því sem leið á leikinn og oft skall hurð nærri hælum upp við mark Alsír. Rais Mbolhi, markvörður Alsír, átti stórleik og varði hvað eftir annað góðar tilraunir þýska liðsins. Thomas Müller fékk tvö frábær færi með nokkurra mínútna millibili á lokakaflanum en lét Rais Mbolhi verja frá sér í fyrra skiptið og skaut svo framhjá markinu í því síðara aðeins rúmri mínútu síðar. Alsír hélt út þrátt fyrir mikla pressu þýska liðsins síðustu tuttugu mínúturnar og því varð að framlengja leikinn. Það leið aftur á móti ekki langur tími í framlengingunni þar til að þýska liðið náði að skora. André Schürrle skoraði þá með hælspyrnu af stuttu færi úr markteignum eftir stoðsendingu frá Thomas Müller en það voru aðeins 93 sekúndur liðnar af framlengingunni þegar Schürrle skoraði. Alsíringar voru ekki alveg búnir að gefast upp og fengu færi til þess að jafna metin en tóku meiri áhættu og Mesut Özil kom þýska liðinu í 2-0 á 120. mínútu leiksins þegar hann fylgdi á eftir í skyndisókn. Leikmenn Alsír voru búnir að gefa allt í leikinn og áttu ekki mikið eftir en þeir brunaði samt í sókn og Abdelmoumene Djabou minnkaði muninn í 2-1 og gaf Alsír-liðinu von á ný. Alsír náði einni góðri sókn í viðbót en Manuel Neuer varði frá Madjid Bougherra og Þjóðverjar fögnuð sigri eftir þriggja marka framlengingu.1-0 André SchürrleVísir/Getty2-0 Mesut Özil.Vísir/Getty HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Þjóðverjar eru komnir áfram í átta liða úrslitin á HM í Brasilíu og verða meðal þeirra átta bestu á sextánda heimsmeistaramótinu í röð eftir 2-1 sigur á Alsír í kvöld í framlengdum leik í 16 liða úrslitum á HM í Brasilíu. Þjóðverjar mæta Frökkum í átta liða úrslitunum á föstudaginn kemur en Frakkar unnu 2-0 sigur á Nígeríu fyrr í dag. Alsíringar hafa aldrei komist lengra á HM og þeir leituðu hefnda fyrir "samkomulag" Þjóðverja og Austurríkismanna á HM 1982 sem varð til að Alsír sat eftir í riðlakeppninni. Alsír átti flotta spretti í leiknum en hafði ekki heppnina með sér upp við markið og því sluppu Þjóðverjar með skrekkinn. Varamaðurinn André Schürrle var hetja þýska liðsins en hann skoraði fyrsta markið í leiknum með hælspyrnu á annarri mínútu framlengingarinnar. Thomas Müller lagði upp markið og hefur því átt þátt í 6 af 8 mörkum þýska liðsins á HM í Brasilíu (4 mörk og 2 stoðsendingar). Mesut Özil kom þýska liðinu í 2-0 á síðustu mínútu framlengingarinnar en Alsír náði engu að síður að minnka muninn og Alsíringar fengu færi til að jafna í blálokin. Það tókst þó ekki og Þjóðverjar eru komnir einu sinni enn í átta liða úrslitin. Alsíringar stríddu Þjóðverjum í fyrri hálfleiknum og þó svo að þýska liðið væri vissulega meira með boltann þá skapaðist hvað eftir annað stórhætta í skyndisóknum Alsírmanna. Alsír skoraði reyndar mark úr einni skyndisókninni en markið var dæmt af vegna rangstöðu og var það réttur dómur. Manuel Neuer, markvörður Þýskalands, þurfti margoft að koma út úr marki sínum til að koma boltanum frá þegar framherjar Alsír voru að sleppa í gegn. Leikmenn Alsír hafa gefið eftir þegar liðið hefur á leikina í keppninni og svo varð einnig raunin í þessum leik. Þýska liðið jók pressuna eftir því sem leið á leikinn og oft skall hurð nærri hælum upp við mark Alsír. Rais Mbolhi, markvörður Alsír, átti stórleik og varði hvað eftir annað góðar tilraunir þýska liðsins. Thomas Müller fékk tvö frábær færi með nokkurra mínútna millibili á lokakaflanum en lét Rais Mbolhi verja frá sér í fyrra skiptið og skaut svo framhjá markinu í því síðara aðeins rúmri mínútu síðar. Alsír hélt út þrátt fyrir mikla pressu þýska liðsins síðustu tuttugu mínúturnar og því varð að framlengja leikinn. Það leið aftur á móti ekki langur tími í framlengingunni þar til að þýska liðið náði að skora. André Schürrle skoraði þá með hælspyrnu af stuttu færi úr markteignum eftir stoðsendingu frá Thomas Müller en það voru aðeins 93 sekúndur liðnar af framlengingunni þegar Schürrle skoraði. Alsíringar voru ekki alveg búnir að gefast upp og fengu færi til þess að jafna metin en tóku meiri áhættu og Mesut Özil kom þýska liðinu í 2-0 á 120. mínútu leiksins þegar hann fylgdi á eftir í skyndisókn. Leikmenn Alsír voru búnir að gefa allt í leikinn og áttu ekki mikið eftir en þeir brunaði samt í sókn og Abdelmoumene Djabou minnkaði muninn í 2-1 og gaf Alsír-liðinu von á ný. Alsír náði einni góðri sókn í viðbót en Manuel Neuer varði frá Madjid Bougherra og Þjóðverjar fögnuð sigri eftir þriggja marka framlengingu.1-0 André SchürrleVísir/Getty2-0 Mesut Özil.Vísir/Getty
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira