Þjóðverjar áfram eftir þriggja marka framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2014 11:38 Vísir/Getty Þjóðverjar eru komnir áfram í átta liða úrslitin á HM í Brasilíu og verða meðal þeirra átta bestu á sextánda heimsmeistaramótinu í röð eftir 2-1 sigur á Alsír í kvöld í framlengdum leik í 16 liða úrslitum á HM í Brasilíu. Þjóðverjar mæta Frökkum í átta liða úrslitunum á föstudaginn kemur en Frakkar unnu 2-0 sigur á Nígeríu fyrr í dag. Alsíringar hafa aldrei komist lengra á HM og þeir leituðu hefnda fyrir "samkomulag" Þjóðverja og Austurríkismanna á HM 1982 sem varð til að Alsír sat eftir í riðlakeppninni. Alsír átti flotta spretti í leiknum en hafði ekki heppnina með sér upp við markið og því sluppu Þjóðverjar með skrekkinn. Varamaðurinn André Schürrle var hetja þýska liðsins en hann skoraði fyrsta markið í leiknum með hælspyrnu á annarri mínútu framlengingarinnar. Thomas Müller lagði upp markið og hefur því átt þátt í 6 af 8 mörkum þýska liðsins á HM í Brasilíu (4 mörk og 2 stoðsendingar). Mesut Özil kom þýska liðinu í 2-0 á síðustu mínútu framlengingarinnar en Alsír náði engu að síður að minnka muninn og Alsíringar fengu færi til að jafna í blálokin. Það tókst þó ekki og Þjóðverjar eru komnir einu sinni enn í átta liða úrslitin. Alsíringar stríddu Þjóðverjum í fyrri hálfleiknum og þó svo að þýska liðið væri vissulega meira með boltann þá skapaðist hvað eftir annað stórhætta í skyndisóknum Alsírmanna. Alsír skoraði reyndar mark úr einni skyndisókninni en markið var dæmt af vegna rangstöðu og var það réttur dómur. Manuel Neuer, markvörður Þýskalands, þurfti margoft að koma út úr marki sínum til að koma boltanum frá þegar framherjar Alsír voru að sleppa í gegn. Leikmenn Alsír hafa gefið eftir þegar liðið hefur á leikina í keppninni og svo varð einnig raunin í þessum leik. Þýska liðið jók pressuna eftir því sem leið á leikinn og oft skall hurð nærri hælum upp við mark Alsír. Rais Mbolhi, markvörður Alsír, átti stórleik og varði hvað eftir annað góðar tilraunir þýska liðsins. Thomas Müller fékk tvö frábær færi með nokkurra mínútna millibili á lokakaflanum en lét Rais Mbolhi verja frá sér í fyrra skiptið og skaut svo framhjá markinu í því síðara aðeins rúmri mínútu síðar. Alsír hélt út þrátt fyrir mikla pressu þýska liðsins síðustu tuttugu mínúturnar og því varð að framlengja leikinn. Það leið aftur á móti ekki langur tími í framlengingunni þar til að þýska liðið náði að skora. André Schürrle skoraði þá með hælspyrnu af stuttu færi úr markteignum eftir stoðsendingu frá Thomas Müller en það voru aðeins 93 sekúndur liðnar af framlengingunni þegar Schürrle skoraði. Alsíringar voru ekki alveg búnir að gefast upp og fengu færi til þess að jafna metin en tóku meiri áhættu og Mesut Özil kom þýska liðinu í 2-0 á 120. mínútu leiksins þegar hann fylgdi á eftir í skyndisókn. Leikmenn Alsír voru búnir að gefa allt í leikinn og áttu ekki mikið eftir en þeir brunaði samt í sókn og Abdelmoumene Djabou minnkaði muninn í 2-1 og gaf Alsír-liðinu von á ný. Alsír náði einni góðri sókn í viðbót en Manuel Neuer varði frá Madjid Bougherra og Þjóðverjar fögnuð sigri eftir þriggja marka framlengingu.1-0 André SchürrleVísir/Getty2-0 Mesut Özil.Vísir/Getty HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Þjóðverjar eru komnir áfram í átta liða úrslitin á HM í Brasilíu og verða meðal þeirra átta bestu á sextánda heimsmeistaramótinu í röð eftir 2-1 sigur á Alsír í kvöld í framlengdum leik í 16 liða úrslitum á HM í Brasilíu. Þjóðverjar mæta Frökkum í átta liða úrslitunum á föstudaginn kemur en Frakkar unnu 2-0 sigur á Nígeríu fyrr í dag. Alsíringar hafa aldrei komist lengra á HM og þeir leituðu hefnda fyrir "samkomulag" Þjóðverja og Austurríkismanna á HM 1982 sem varð til að Alsír sat eftir í riðlakeppninni. Alsír átti flotta spretti í leiknum en hafði ekki heppnina með sér upp við markið og því sluppu Þjóðverjar með skrekkinn. Varamaðurinn André Schürrle var hetja þýska liðsins en hann skoraði fyrsta markið í leiknum með hælspyrnu á annarri mínútu framlengingarinnar. Thomas Müller lagði upp markið og hefur því átt þátt í 6 af 8 mörkum þýska liðsins á HM í Brasilíu (4 mörk og 2 stoðsendingar). Mesut Özil kom þýska liðinu í 2-0 á síðustu mínútu framlengingarinnar en Alsír náði engu að síður að minnka muninn og Alsíringar fengu færi til að jafna í blálokin. Það tókst þó ekki og Þjóðverjar eru komnir einu sinni enn í átta liða úrslitin. Alsíringar stríddu Þjóðverjum í fyrri hálfleiknum og þó svo að þýska liðið væri vissulega meira með boltann þá skapaðist hvað eftir annað stórhætta í skyndisóknum Alsírmanna. Alsír skoraði reyndar mark úr einni skyndisókninni en markið var dæmt af vegna rangstöðu og var það réttur dómur. Manuel Neuer, markvörður Þýskalands, þurfti margoft að koma út úr marki sínum til að koma boltanum frá þegar framherjar Alsír voru að sleppa í gegn. Leikmenn Alsír hafa gefið eftir þegar liðið hefur á leikina í keppninni og svo varð einnig raunin í þessum leik. Þýska liðið jók pressuna eftir því sem leið á leikinn og oft skall hurð nærri hælum upp við mark Alsír. Rais Mbolhi, markvörður Alsír, átti stórleik og varði hvað eftir annað góðar tilraunir þýska liðsins. Thomas Müller fékk tvö frábær færi með nokkurra mínútna millibili á lokakaflanum en lét Rais Mbolhi verja frá sér í fyrra skiptið og skaut svo framhjá markinu í því síðara aðeins rúmri mínútu síðar. Alsír hélt út þrátt fyrir mikla pressu þýska liðsins síðustu tuttugu mínúturnar og því varð að framlengja leikinn. Það leið aftur á móti ekki langur tími í framlengingunni þar til að þýska liðið náði að skora. André Schürrle skoraði þá með hælspyrnu af stuttu færi úr markteignum eftir stoðsendingu frá Thomas Müller en það voru aðeins 93 sekúndur liðnar af framlengingunni þegar Schürrle skoraði. Alsíringar voru ekki alveg búnir að gefast upp og fengu færi til þess að jafna metin en tóku meiri áhættu og Mesut Özil kom þýska liðinu í 2-0 á 120. mínútu leiksins þegar hann fylgdi á eftir í skyndisókn. Leikmenn Alsír voru búnir að gefa allt í leikinn og áttu ekki mikið eftir en þeir brunaði samt í sókn og Abdelmoumene Djabou minnkaði muninn í 2-1 og gaf Alsír-liðinu von á ný. Alsír náði einni góðri sókn í viðbót en Manuel Neuer varði frá Madjid Bougherra og Þjóðverjar fögnuð sigri eftir þriggja marka framlengingu.1-0 André SchürrleVísir/Getty2-0 Mesut Özil.Vísir/Getty
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira