Þjóðverjar áfram eftir þriggja marka framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2014 11:38 Vísir/Getty Þjóðverjar eru komnir áfram í átta liða úrslitin á HM í Brasilíu og verða meðal þeirra átta bestu á sextánda heimsmeistaramótinu í röð eftir 2-1 sigur á Alsír í kvöld í framlengdum leik í 16 liða úrslitum á HM í Brasilíu. Þjóðverjar mæta Frökkum í átta liða úrslitunum á föstudaginn kemur en Frakkar unnu 2-0 sigur á Nígeríu fyrr í dag. Alsíringar hafa aldrei komist lengra á HM og þeir leituðu hefnda fyrir "samkomulag" Þjóðverja og Austurríkismanna á HM 1982 sem varð til að Alsír sat eftir í riðlakeppninni. Alsír átti flotta spretti í leiknum en hafði ekki heppnina með sér upp við markið og því sluppu Þjóðverjar með skrekkinn. Varamaðurinn André Schürrle var hetja þýska liðsins en hann skoraði fyrsta markið í leiknum með hælspyrnu á annarri mínútu framlengingarinnar. Thomas Müller lagði upp markið og hefur því átt þátt í 6 af 8 mörkum þýska liðsins á HM í Brasilíu (4 mörk og 2 stoðsendingar). Mesut Özil kom þýska liðinu í 2-0 á síðustu mínútu framlengingarinnar en Alsír náði engu að síður að minnka muninn og Alsíringar fengu færi til að jafna í blálokin. Það tókst þó ekki og Þjóðverjar eru komnir einu sinni enn í átta liða úrslitin. Alsíringar stríddu Þjóðverjum í fyrri hálfleiknum og þó svo að þýska liðið væri vissulega meira með boltann þá skapaðist hvað eftir annað stórhætta í skyndisóknum Alsírmanna. Alsír skoraði reyndar mark úr einni skyndisókninni en markið var dæmt af vegna rangstöðu og var það réttur dómur. Manuel Neuer, markvörður Þýskalands, þurfti margoft að koma út úr marki sínum til að koma boltanum frá þegar framherjar Alsír voru að sleppa í gegn. Leikmenn Alsír hafa gefið eftir þegar liðið hefur á leikina í keppninni og svo varð einnig raunin í þessum leik. Þýska liðið jók pressuna eftir því sem leið á leikinn og oft skall hurð nærri hælum upp við mark Alsír. Rais Mbolhi, markvörður Alsír, átti stórleik og varði hvað eftir annað góðar tilraunir þýska liðsins. Thomas Müller fékk tvö frábær færi með nokkurra mínútna millibili á lokakaflanum en lét Rais Mbolhi verja frá sér í fyrra skiptið og skaut svo framhjá markinu í því síðara aðeins rúmri mínútu síðar. Alsír hélt út þrátt fyrir mikla pressu þýska liðsins síðustu tuttugu mínúturnar og því varð að framlengja leikinn. Það leið aftur á móti ekki langur tími í framlengingunni þar til að þýska liðið náði að skora. André Schürrle skoraði þá með hælspyrnu af stuttu færi úr markteignum eftir stoðsendingu frá Thomas Müller en það voru aðeins 93 sekúndur liðnar af framlengingunni þegar Schürrle skoraði. Alsíringar voru ekki alveg búnir að gefast upp og fengu færi til þess að jafna metin en tóku meiri áhættu og Mesut Özil kom þýska liðinu í 2-0 á 120. mínútu leiksins þegar hann fylgdi á eftir í skyndisókn. Leikmenn Alsír voru búnir að gefa allt í leikinn og áttu ekki mikið eftir en þeir brunaði samt í sókn og Abdelmoumene Djabou minnkaði muninn í 2-1 og gaf Alsír-liðinu von á ný. Alsír náði einni góðri sókn í viðbót en Manuel Neuer varði frá Madjid Bougherra og Þjóðverjar fögnuð sigri eftir þriggja marka framlengingu.1-0 André SchürrleVísir/Getty2-0 Mesut Özil.Vísir/Getty HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sjá meira
Þjóðverjar eru komnir áfram í átta liða úrslitin á HM í Brasilíu og verða meðal þeirra átta bestu á sextánda heimsmeistaramótinu í röð eftir 2-1 sigur á Alsír í kvöld í framlengdum leik í 16 liða úrslitum á HM í Brasilíu. Þjóðverjar mæta Frökkum í átta liða úrslitunum á föstudaginn kemur en Frakkar unnu 2-0 sigur á Nígeríu fyrr í dag. Alsíringar hafa aldrei komist lengra á HM og þeir leituðu hefnda fyrir "samkomulag" Þjóðverja og Austurríkismanna á HM 1982 sem varð til að Alsír sat eftir í riðlakeppninni. Alsír átti flotta spretti í leiknum en hafði ekki heppnina með sér upp við markið og því sluppu Þjóðverjar með skrekkinn. Varamaðurinn André Schürrle var hetja þýska liðsins en hann skoraði fyrsta markið í leiknum með hælspyrnu á annarri mínútu framlengingarinnar. Thomas Müller lagði upp markið og hefur því átt þátt í 6 af 8 mörkum þýska liðsins á HM í Brasilíu (4 mörk og 2 stoðsendingar). Mesut Özil kom þýska liðinu í 2-0 á síðustu mínútu framlengingarinnar en Alsír náði engu að síður að minnka muninn og Alsíringar fengu færi til að jafna í blálokin. Það tókst þó ekki og Þjóðverjar eru komnir einu sinni enn í átta liða úrslitin. Alsíringar stríddu Þjóðverjum í fyrri hálfleiknum og þó svo að þýska liðið væri vissulega meira með boltann þá skapaðist hvað eftir annað stórhætta í skyndisóknum Alsírmanna. Alsír skoraði reyndar mark úr einni skyndisókninni en markið var dæmt af vegna rangstöðu og var það réttur dómur. Manuel Neuer, markvörður Þýskalands, þurfti margoft að koma út úr marki sínum til að koma boltanum frá þegar framherjar Alsír voru að sleppa í gegn. Leikmenn Alsír hafa gefið eftir þegar liðið hefur á leikina í keppninni og svo varð einnig raunin í þessum leik. Þýska liðið jók pressuna eftir því sem leið á leikinn og oft skall hurð nærri hælum upp við mark Alsír. Rais Mbolhi, markvörður Alsír, átti stórleik og varði hvað eftir annað góðar tilraunir þýska liðsins. Thomas Müller fékk tvö frábær færi með nokkurra mínútna millibili á lokakaflanum en lét Rais Mbolhi verja frá sér í fyrra skiptið og skaut svo framhjá markinu í því síðara aðeins rúmri mínútu síðar. Alsír hélt út þrátt fyrir mikla pressu þýska liðsins síðustu tuttugu mínúturnar og því varð að framlengja leikinn. Það leið aftur á móti ekki langur tími í framlengingunni þar til að þýska liðið náði að skora. André Schürrle skoraði þá með hælspyrnu af stuttu færi úr markteignum eftir stoðsendingu frá Thomas Müller en það voru aðeins 93 sekúndur liðnar af framlengingunni þegar Schürrle skoraði. Alsíringar voru ekki alveg búnir að gefast upp og fengu færi til þess að jafna metin en tóku meiri áhættu og Mesut Özil kom þýska liðinu í 2-0 á 120. mínútu leiksins þegar hann fylgdi á eftir í skyndisókn. Leikmenn Alsír voru búnir að gefa allt í leikinn og áttu ekki mikið eftir en þeir brunaði samt í sókn og Abdelmoumene Djabou minnkaði muninn í 2-1 og gaf Alsír-liðinu von á ný. Alsír náði einni góðri sókn í viðbót en Manuel Neuer varði frá Madjid Bougherra og Þjóðverjar fögnuð sigri eftir þriggja marka framlengingu.1-0 André SchürrleVísir/Getty2-0 Mesut Özil.Vísir/Getty
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sjá meira