Argentína í úrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júlí 2014 15:53 Vísir/Getty Sergio Romero var hetja Argentínumanna sem mæta Þjóðverjum í úrslitaleik HM í Brasilíu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var markalaus og því þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Romero varði tvívegis í vítaspyrnukeppninni - frá þeim Ron Vlaar og Wesley Sneijder en sá fyrrnefndi hafði átt stórleik í vörn hollenska liðsins. Argentínumenn nýttu að sama skapi allar sínar spyrnur og tryggðu sér þar með farseðilinn í úrslitaleikinn á sunnudagskvöld. En þrátt fyrir dramatíkina í vítaspyrnukeppnina var leikurinn óspennandi og olli vonbrigðum, sér í lagi eftir þá skemmtun sem Þjóðverjar buðu upp á í sinni undanúrslitaviðureign gegn Brasilíu í gær. Brasilía og Holland eigast því við í leiknum um þriðja sæti mótsins á laugardagskvöldið.Robin van Persie hafði verið tæpur fyrir leikinn vegna magakveisu en hann var í byrjunarliðinu í kvöld, sem og Nigel De Jong sem hafði verið meiddur. Báðir fóru reyndar af velli - De Jong snemma í síðari hálfleik og Van Persie í framlengingunni. Leikurinn einkenndist fyrst og fremst af baráttu og gerðist því fátt markvert í venjulegum leiktíma. Hollendingar komust þó nálægt því að tryggja sér sigur í uppbótartíma þegar Arjen Robben var við það að sleppa í gegn. Javier Mascherano kom honum hins vegar til varnar á ögurstundu. Áfram var barist í framlengingunni og fengu Argentínumenn tvö þokkaleg færi í síðari hálfleik hennar en nýttu þau ekki. Þar við sat og réðust úrslitin sem fyrr segir í vítaspyrnukeppni. Bæði lið hafa á að skipa frábærum sóknarmönnum en í dag voru það varnarmennirnir sem voru í aðalhlutverki og áttu góðan dag. En fyrir vikið var leikurinn ekki mikið fyrir augað en knattspyrnuunnendur voru góðu vanir eftir 7-1 stórsigur Þýskalands á Brasilíu í hinni undanúrslitaviðureigninni í gær.Sergio Romero var hetja Argentínu.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyTweets about '#hm365 OR #hmruv' HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Í beinni: Fiorentina - Juventus | Gerir Albert gömlu konunni grikk? Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira
Sergio Romero var hetja Argentínumanna sem mæta Þjóðverjum í úrslitaleik HM í Brasilíu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var markalaus og því þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Romero varði tvívegis í vítaspyrnukeppninni - frá þeim Ron Vlaar og Wesley Sneijder en sá fyrrnefndi hafði átt stórleik í vörn hollenska liðsins. Argentínumenn nýttu að sama skapi allar sínar spyrnur og tryggðu sér þar með farseðilinn í úrslitaleikinn á sunnudagskvöld. En þrátt fyrir dramatíkina í vítaspyrnukeppnina var leikurinn óspennandi og olli vonbrigðum, sér í lagi eftir þá skemmtun sem Þjóðverjar buðu upp á í sinni undanúrslitaviðureign gegn Brasilíu í gær. Brasilía og Holland eigast því við í leiknum um þriðja sæti mótsins á laugardagskvöldið.Robin van Persie hafði verið tæpur fyrir leikinn vegna magakveisu en hann var í byrjunarliðinu í kvöld, sem og Nigel De Jong sem hafði verið meiddur. Báðir fóru reyndar af velli - De Jong snemma í síðari hálfleik og Van Persie í framlengingunni. Leikurinn einkenndist fyrst og fremst af baráttu og gerðist því fátt markvert í venjulegum leiktíma. Hollendingar komust þó nálægt því að tryggja sér sigur í uppbótartíma þegar Arjen Robben var við það að sleppa í gegn. Javier Mascherano kom honum hins vegar til varnar á ögurstundu. Áfram var barist í framlengingunni og fengu Argentínumenn tvö þokkaleg færi í síðari hálfleik hennar en nýttu þau ekki. Þar við sat og réðust úrslitin sem fyrr segir í vítaspyrnukeppni. Bæði lið hafa á að skipa frábærum sóknarmönnum en í dag voru það varnarmennirnir sem voru í aðalhlutverki og áttu góðan dag. En fyrir vikið var leikurinn ekki mikið fyrir augað en knattspyrnuunnendur voru góðu vanir eftir 7-1 stórsigur Þýskalands á Brasilíu í hinni undanúrslitaviðureigninni í gær.Sergio Romero var hetja Argentínu.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyTweets about '#hm365 OR #hmruv'
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Í beinni: Fiorentina - Juventus | Gerir Albert gömlu konunni grikk? Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira