Fótbolti

Löw fann til með brasilísku þjóðinni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Joachim Löw og Miroslav Klose.
Joachim Löw og Miroslav Klose. Vísir/Getty
Joachim Löw fann til með brasilísku þjóðinni eftir niðurlægjandi 7-1 tap gegn Þýskalandi í gær á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Heimamenn sem áttu aldrei möguleika gegn gríðarlega sterku þýsku liði eru því úr leik.

Líkti Löw tapi Brasilíumanna við þá stund þegar Þýskaland hélt mótið árið 2006 og féll út í undanúrslitum gegn Ítalíu en sigurmark Ítala kom í lok uppbótartíma.

„Við vorum líkt og Brasilíumenn árið 2006 með reynsluna en það var mikil pressa á okkur sem varð okkur að falli. Mótshaldarar eru alltaf undir aukinni pressu og maður finnur fyrir því. Þeir áttu ekki von á því að lenda undir og voru meðvitundarlausir þegar við bættum við við mörkum.“

Þýska liðið var gagnrýnt í Þýskalandi eftir 2-1 sigur á Alsír en Löw var ánægður að stígandi virtist vera í leik liðsins á hárréttum tíma.

„Við lögðum leikinn upp á ákveðinn hátt og það er óhætt að segja að það hafi tekist þó ég hafi ekki búist við að það myndi ganga svona vel. Við þurfum núna að fá fæturna aftur niður á jörðina þar sem úrslitaleikurinn er eftir,“ sagði Löw.


Tengdar fréttir

Klose sló met Ronaldo

Miroslav Klose er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu úrslitakeppni HM.

Takk! Við elskum ykkur

Þýskir fjölmiðlar ganga af göflunum eftir sigurinn á Brasilíu í kvöld.

Brasilía grét | Myndir

Leikmenn og stuðningsmenn Brasilíu voru óhuggandi eftir stórtapið gegn Þýskalandi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×