Fótbolti

Luiz: Við vildum bara gleðja þjóðina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Leikmenn brasilíska landsliðsins fá sjálfsagt ekki að gleyma tapinu gegn Þýskalandi í kvöld á meðan þeir lifa.

Þýskaland tryggði sér sæti í úrslitum HM í Brasilíu með 7-1 sigri á heimamönnum í undanúrslitum í kvöld.

Thiago Silva var ekki með brasilíska liðinu í kvöld vegna leikbanns og var annar varnarmaður, David Luiz, fyrirliði í hans fjarveru.

„Ég vildi bara gleðja fólkið mitt. Ég vil biðja alla Brasilíumenn afsökunar,“ sagði hann einfaldlega eftir leikinn.

Markvörðurinn Julio Cesar átti erfitt með að útskýra tapið. „Það er einfaldlega erfitt að útskýra þetta. Það verður að gefa Þjóðverjum það að þeir voru sterkir.“

„Við brotnuðum saman eftir fyrsta markið en enginn átti von á því. Ég er virkilega sorgmæddur. Ég hefði frekar viljað tapa 1-0 með mistökum frá mér en að upplifa 7-1 tap.“


Tengdar fréttir

Klose sló met Ronaldo

Miroslav Klose er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu úrslitakeppni HM.

Brasilía grét | Myndir

Leikmenn og stuðningsmenn Brasilíu voru óhuggandi eftir stórtapið gegn Þýskalandi í kvöld.

Tap Brasilíu metjöfnun

Ófá met féllu hjá brasilíska landsliðinu í kvöld. Kvöldið er eitt hið versta í knattspyrnusögu þessa fimmfalda heimsmeistara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×