Fótbolti

Þýskaland hefur skorað flest mörk á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þjóðverjar fagna einu marka sinna í kvöld.
Þjóðverjar fagna einu marka sinna í kvöld. Vísir/Getty
Þýskaland hefur nú skorað alls 223 mörk í úrslitakeppni HM frá upphafi en liðið komst upp fyrir Brasilíu með 7-1 sigri í leik liðanna í kvöld.

Brasilíumenn höfðu skorað 220 mörk fyrir leikinn í kvöld en Brasilía er eina þjóðin sem hefur tekið þátt í öllum 20 úrslitakeppnum HM frá upphafi.

Brasilía er fimmfaldur heimsmeistari en Þýskaland getur unnið sinn fjórða titil með sigri í úrslitaleiknum á sunnudag. Þjóðverjar mæta þá annað hvort Argentínu eða Hollandi sem eigast við í síðari undanúrslitaleik keppninnar annað kvöld.

Þýskaland tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik HM í áttunda sinn. Brasilía hefur tekið þátt í sex úrslitaleikjum og aðeins tapað einum - gegn Frakklandi árið 1998.

Fleiri met voru slegin í kvöld. Miroslav Klose bætti markamet keppninnar með sínu sextánda marki frá upphafi og þá er liðið það eina í sögunni sem hefur skorað sjö mörk í undanúrslitaleik HM.


Tengdar fréttir

Klose sló met Ronaldo

Miroslav Klose er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu úrslitakeppni HM.

Brasilía grét | Myndir

Leikmenn og stuðningsmenn Brasilíu voru óhuggandi eftir stórtapið gegn Þýskalandi í kvöld.

Tap Brasilíu metjöfnun

Ófá met féllu hjá brasilíska landsliðinu í kvöld. Kvöldið er eitt hið versta í knattspyrnusögu þessa fimmfalda heimsmeistara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×