Fótbolti

Neytendasamtök á Ítalíu kæra Suárez

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Luis Suárez er í fjögurra mánaða banni vegna bitsins.
Luis Suárez er í fjögurra mánaða banni vegna bitsins. vísir/getty
Luis Suárez, framherji úrúgvæska landsliðsins í knattspyrnu, gæti þurft að mæta í réttarsal á Ítalíu á næstunni vegna kæru sem neytendasamtök þar í landi hafa lagt fram gegn honum.

Samtökin heita Codacons en þau voru stofnuð árið 1986 og sérhæfa sig í að verja umhverfið og rétt neytenda.

Ítölsk lög heimila kærur vegna atvika sem gerast utan landsins sé fórnarlambið ítalskt. Dómstóllinn í Róm staðfestir að málið liggi fyrir hjá sér.

„Nú bíðum við bara eftir að sjá hvað dómstólinn ákveður. Ef þeir viðurkenna, eins og við bendum á, að hegðun Suárez sé glæpsamleg þá geta menn skoðað myndbönd og myndir af atvikinu,“ segir CarloRienzi, forseti Codacons-samtakanna, við Mediaset.

Hvorki Chiellini né ítalska knattspyrnusambandið koma nálægt kærunni. Hún er alfarið í höndum þessara neytendasamtaka.

Codacons hefur áður staðið í fótboltatengdum kærum. Eitt sinn kærði það ítölsku A-deildina vegna mistaka dómara í einum leik og héldu fram að fólk sem hefði horft á viðkomandi leik eða veðjað á hann hefði verið svikið.


Tengdar fréttir

Segir FIFA vera tíkarsyni og fasista

Forseti Úrúgvæ, Jose Mujica, er gríðarlega ósáttur með knattspyrnusambandið FIFA eftir að sambandið dæmdi Luis Suárez í fjögurra mánaða bann á dögunum fyrir að bíta Giorgio Chiellini.

167 manns veðjuðu á það að Suarez myndi bíta

Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez virtist bíta ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu í gær. Flestir trúðu ekki sínum augum þegar þegar þeir horfðu á sjónvarpsútsendinguna frá leiknum en það voru ótrúlega margir sem „sáu" þetta fyrir eins og kemur fram í frétt ESPN.

Lugano: Bannið á Suarez siðlaust

Diego Lugano, fyrirliði Úrúgvæ, segir að bannið sem liðsfélagi hans hjá Úrúgvæ, Luis Suarez, sé siðlaust.

Ekki hægt að verja aðgerðir Suárez

Jamie Carragher telur að ekki sé hægt að breyta persónuleika Luis Suárez og að hann muni halda áfram að komast á forsíður blaðanna af kolröngum ástæðum.

Blatter lofar Suarez

Forseti FIFA segir refsinguna sem Luis Suarez fékk rétta.

Suárez þarf að leita sér aðstoðar

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær.

Forseti Barcelona lofar Suarez

Fulltrúar Liverpool og Barcelona hittust til að ræða möguleg vistaskipti Úrúgvæjans umdeilda.

Veit ekki hvort FIFA hafi nægilegar sannanir

Gylfi Þór Orrason á von á því að Luis Suárez verði dæmdur í langt keppnisbann ef aganefnd FIFA finnur fullnægjandi sönnun fyrir því að hann hafi bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ í gær.

HM-uppbótartíminn: Shaqiri minnti á sig

Riðlakeppni Heimsmeistaramótsins lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag.

Chiellini olli mér vonbrigðum

Diego Lugano, fyrirliði Úrúgvæ fannst Giorgio Chiellini gera of mikið úr því þegar Luis Suárez beit hann í leik Ítalíu og Úrúgvæ

Mágur Suarez vildi ekkert segja

Gonzalo Balbi, leikmaður KR og mágur Luis Suarez, vildi ekkert tjá sig um atvikið í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í gær.

Chiellini: Suarez fékk of harða refsingu

Giorgio Chiellini, ítalski varnarmaðurinn og fórnarlamb bitsins hjá Luis Suarez, er á því að refsing Luis Suarez sé of hörð en þetta kemur fram í yfirlýsingu inn á heimasíðunni Ítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×