Erlent

Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði

Skemmtigarðurinn Terra Mitica á Benidorm.
Skemmtigarðurinn Terra Mitica á Benidorm.
Átján ára gamall  karlmaður lést í skemmtigarðinum Terra Mitica á Benidorm síðdegis í dag. Erlendir fjölmiðlar fullyrða að maðurinn sé íslenskur. Maðurinn var í fríi með foreldrum sínum og vini. Pressan greindi fyrst frá málinu.

Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi.

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu segist þó ekki hafa fengið staðfest að ungi maðurinn sé íslenskur.

Uppfært klukkan 21.15

Erlendum fjölmiðlum ber ekki saman, en breski miðillinn Mirror, telur að maðurinn sem lést var sé breskur.

Uppfært klukkan 21.50

Vísir hafði samband við fréttamiðilinn El Mundo, sem fullyrðir að hafa fengið þessar upplýsingar frá lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×